Ísland gerir ekki nóg til að fyrirbyggja kynþáttafordóma 21. febrúar 2012 05:00 Árið 2006 var hugmyndin að reisa mmosku við hliðina á Staldrinu. Þá áttu Múslimar fá lóð á hálfgerðu malarsvæði í jaðrinum á Elliðaárdalnum, nánar tiltekið við hliðina á Staldrinu í Reykjavík. Fréttablaðið/hari Talsvert er enn óunnið í baráttunni gegn kynþáttafordómum á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Kynþáttafordómanefndar Evrópuráðs (ECRI) um Ísland sem kynnt verður í dag. Í skýrslunni eru lagðar fram nokkrar tillögur til úrbóta og mælist ECRI til þess að íslensk stjórnvöld setji þrjú mál í sérstakan forgang. Í fyrsta lagi skuli múslimar á Íslandi fá land og leyfi til að reisa þar moskur þar sem þeir geti iðkað trú sína, í samræmi við mannréttindasáttmála Evrópu. Í annan stað eru stjórnvöld hvött til að ljúka lagasetningu um bann við mismunun vegna kynþáttar og misréttis. Loks er hvatt til þess að í hegningarlögum verði metið til refsiþyngingar ef kynþáttafordómar liggi að baki brotum. Á næstu tveimur árum hyggst ECRI fylgja þessum þremur atriðum eftir. Skýrsluhöfundar benda auk þess á ýmislegt annað sem betur megi fara hérlendis. Til dæmis hafi enn ekki verið komið á fót sérhæfðu embætti sem hafi það hlutverk að sporna við kynþáttafordómum og mismunun á grundvelli kynþáttar eða þjóðernis og ekki hafi heldur verið komið á fót óháðu embætti sem fara eigi með rannsókn ásakana um ósæmilega hegðun af hálfu lögreglunnar. Þá hafi fjármagn til íslenskukennslu fyrir útlendinga verið skorið niður, fjölmiðlar tiltaki oft þjóðerni einstaklinga sem grunaðir eru um afbrot, án þess að það tengist málinu beint og hlutfall þeirra sem hætta námi í framhaldsskóla sé mun hærra meðal nemenda sem koma úr röðum innflytjenda en meðal íslenskra nemenda. Það er mat skýrsluhöfunda að margt hafi verið fært til betri vegar frá því að síðasta skýrsla kom út árið 2006. Þar má nefna að lög sem banni mismunun á grundvelli kynþáttar séu í undirbúningi og aðgerðir til að tryggja að erlendar konur neyðist ekki til að vera áfram í ofbeldissamböndum af ótta við að missa rétt sinn til veru á Íslandi. Þá hafi reglur um hælisleitendur hér á landi verið bættar. - þj Fréttir Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Talsvert er enn óunnið í baráttunni gegn kynþáttafordómum á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Kynþáttafordómanefndar Evrópuráðs (ECRI) um Ísland sem kynnt verður í dag. Í skýrslunni eru lagðar fram nokkrar tillögur til úrbóta og mælist ECRI til þess að íslensk stjórnvöld setji þrjú mál í sérstakan forgang. Í fyrsta lagi skuli múslimar á Íslandi fá land og leyfi til að reisa þar moskur þar sem þeir geti iðkað trú sína, í samræmi við mannréttindasáttmála Evrópu. Í annan stað eru stjórnvöld hvött til að ljúka lagasetningu um bann við mismunun vegna kynþáttar og misréttis. Loks er hvatt til þess að í hegningarlögum verði metið til refsiþyngingar ef kynþáttafordómar liggi að baki brotum. Á næstu tveimur árum hyggst ECRI fylgja þessum þremur atriðum eftir. Skýrsluhöfundar benda auk þess á ýmislegt annað sem betur megi fara hérlendis. Til dæmis hafi enn ekki verið komið á fót sérhæfðu embætti sem hafi það hlutverk að sporna við kynþáttafordómum og mismunun á grundvelli kynþáttar eða þjóðernis og ekki hafi heldur verið komið á fót óháðu embætti sem fara eigi með rannsókn ásakana um ósæmilega hegðun af hálfu lögreglunnar. Þá hafi fjármagn til íslenskukennslu fyrir útlendinga verið skorið niður, fjölmiðlar tiltaki oft þjóðerni einstaklinga sem grunaðir eru um afbrot, án þess að það tengist málinu beint og hlutfall þeirra sem hætta námi í framhaldsskóla sé mun hærra meðal nemenda sem koma úr röðum innflytjenda en meðal íslenskra nemenda. Það er mat skýrsluhöfunda að margt hafi verið fært til betri vegar frá því að síðasta skýrsla kom út árið 2006. Þar má nefna að lög sem banni mismunun á grundvelli kynþáttar séu í undirbúningi og aðgerðir til að tryggja að erlendar konur neyðist ekki til að vera áfram í ofbeldissamböndum af ótta við að missa rétt sinn til veru á Íslandi. Þá hafi reglur um hælisleitendur hér á landi verið bættar. - þj
Fréttir Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira