Slæmar fréttir eða góðar? Steinunn Stefánsdóttir skrifar 10. mars 2012 11:00 Leita þarf aftur til upphafsára Stígamóta til að finna sambærilegar tölur og í fyrra um komur til samtakanna. Ný mál á árinu voru 313 en fleiri hafa ekki leitað til til Stígamóta síðan 1994. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fróðlegri ársskýrslu Stígamóta en í fyrra urðu þau tímamót hjá samtökunum að á þeirra vegum var opnað sólarhringsathvarf eða heimili sem sérstaklega er ætlað konum sem eru á leið úr vændi eða hafa verið seldar mansali. Opnun Kristínarhúss, en svo nefnist athvarf Stígamóta, er mikil og þörf viðbót við þá þjónustu sem þolendum kynferðisofbeldis hefur staðið til boða á vegum Stígamóta. Eftir því sem árin hafa liðið hefur komið fram vaxandi þörf á að sinna þessum hópi því þrátt fyrir að fyrsta ástæða þess að fólk leiti til Stígamóta sé oftast sifjaspell eða nauðgun þá hafa skjólstæðingar með vaxandi trausti farið að greina ráðgjöfum sínum frá því að hafa stundað vændi. Þetta er í fyrsta sinn sem konum í þessum aðstæðum stendur til boða búsetuúrræði og langtímameðferð sem sniðin er að þörfum þeirra. Fram til þessa áttu þær þess kost að dvelja í Kvennaathvarfinu en þjónustan þar er sniðin að öðrum hópi þolenda ofbeldis, þ.e. þolendum ofbeldis í nánum samböndum. Sömuleiðis höfðu Stígamót stundum milligöngu um að konur leituðu sér þjónustu erlendis en ekki þarf að fjölyrða um hversu miklu máli það skiptir að geta nú boðið konum á leið úr mansali og vændi samhæfða þjónustu með bæði húsaskjóli og sérhæfðri meðferð á vegum sömu samtaka. Sem fyrr er þorri þeirra sem leita til Stígamóta konur. Hlutur karla sem kemur í Stígamót vex þó hægt og sígandi og í fyrra voru 11,5 prósent þeirra sem leituðu til samtakanna karlar. Tæp 94 prósent þeirra sem höfðu beitt skjólstæðinga Stígamóta ofbeldi voru karlar og helst sú tala nokkuð stöðug. Þótt mikill meirihluti þolenda kynferðislegs ofbeldis séu konur er ljóst að nokkur hópur drengja verður fyrir slíku ofbeldi og að ofbeldi gagnvart drengjum liggur jafnvel í enn meira þagnargildi en kynferðislegt ofbeldi gagnvart stúlkum og konum. Þjónusta Stígamóta er því einstaklega mikilvæg drengjum og karlmönnum sem hafa verið í vændi eða orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Hvorki meira né minna en 5.946 einstaklingar hafa leitað aðstoðar Stígamóta á 22 starfsárum samtakanna. Sumir þeirra hafa væntanlega staðið stutt við meðan aðrir hafa jafnvel árum saman unnið að því að byggja upp sjálfsmynd sína undir leiðsögn Stígamótakvenna. Þannig hafa samtökin stutt konur og karla í gegnum erfiðari vinnu og uppbyggingu á lífi sínu en flestir ganga nokkru sinni í gegnum. Samtök sem stutt hafa slíkan fjölda fólks til betra lífs skipta samfélagið miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun
Leita þarf aftur til upphafsára Stígamóta til að finna sambærilegar tölur og í fyrra um komur til samtakanna. Ný mál á árinu voru 313 en fleiri hafa ekki leitað til til Stígamóta síðan 1994. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fróðlegri ársskýrslu Stígamóta en í fyrra urðu þau tímamót hjá samtökunum að á þeirra vegum var opnað sólarhringsathvarf eða heimili sem sérstaklega er ætlað konum sem eru á leið úr vændi eða hafa verið seldar mansali. Opnun Kristínarhúss, en svo nefnist athvarf Stígamóta, er mikil og þörf viðbót við þá þjónustu sem þolendum kynferðisofbeldis hefur staðið til boða á vegum Stígamóta. Eftir því sem árin hafa liðið hefur komið fram vaxandi þörf á að sinna þessum hópi því þrátt fyrir að fyrsta ástæða þess að fólk leiti til Stígamóta sé oftast sifjaspell eða nauðgun þá hafa skjólstæðingar með vaxandi trausti farið að greina ráðgjöfum sínum frá því að hafa stundað vændi. Þetta er í fyrsta sinn sem konum í þessum aðstæðum stendur til boða búsetuúrræði og langtímameðferð sem sniðin er að þörfum þeirra. Fram til þessa áttu þær þess kost að dvelja í Kvennaathvarfinu en þjónustan þar er sniðin að öðrum hópi þolenda ofbeldis, þ.e. þolendum ofbeldis í nánum samböndum. Sömuleiðis höfðu Stígamót stundum milligöngu um að konur leituðu sér þjónustu erlendis en ekki þarf að fjölyrða um hversu miklu máli það skiptir að geta nú boðið konum á leið úr mansali og vændi samhæfða þjónustu með bæði húsaskjóli og sérhæfðri meðferð á vegum sömu samtaka. Sem fyrr er þorri þeirra sem leita til Stígamóta konur. Hlutur karla sem kemur í Stígamót vex þó hægt og sígandi og í fyrra voru 11,5 prósent þeirra sem leituðu til samtakanna karlar. Tæp 94 prósent þeirra sem höfðu beitt skjólstæðinga Stígamóta ofbeldi voru karlar og helst sú tala nokkuð stöðug. Þótt mikill meirihluti þolenda kynferðislegs ofbeldis séu konur er ljóst að nokkur hópur drengja verður fyrir slíku ofbeldi og að ofbeldi gagnvart drengjum liggur jafnvel í enn meira þagnargildi en kynferðislegt ofbeldi gagnvart stúlkum og konum. Þjónusta Stígamóta er því einstaklega mikilvæg drengjum og karlmönnum sem hafa verið í vændi eða orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Hvorki meira né minna en 5.946 einstaklingar hafa leitað aðstoðar Stígamóta á 22 starfsárum samtakanna. Sumir þeirra hafa væntanlega staðið stutt við meðan aðrir hafa jafnvel árum saman unnið að því að byggja upp sjálfsmynd sína undir leiðsögn Stígamótakvenna. Þannig hafa samtökin stutt konur og karla í gegnum erfiðari vinnu og uppbyggingu á lífi sínu en flestir ganga nokkru sinni í gegnum. Samtök sem stutt hafa slíkan fjölda fólks til betra lífs skipta samfélagið miklu máli.