Tek með mér alla skó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2012 06:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir Mynd/Hans Uurike Helga Margrét Þorsteinsdóttir er farin að horfa til sumarsins eftir vel heppnað innanhússtímabil og fyrsta skrefið er að komast í æfingabúðir í sólinni í Ástralíu. Gamalgróin meiðsli aftan í læri eru enn að gera vart við sig og munu því enn á ný hafa áhrif á leið Helgu að aðalmarkmiði sínu í ár sem er að komast inn á Ólympíuleikana í London í sumar. „Þetta er aðeins búið að breytast. Þetta átti upphaflega að vera keppnisferð en núna verður þetta meiri æfingabúðir en keppni," segir Helga Margrét. „Ég fer samt og tek með mér alla skó og keppnisgalla. Ég setti sjálfri mér það skilyrði eftir EM síðasta sumar þar sem ég þurfti að hætta vegna meiðsla að ég ætlaði aldrei aftur að byrja í sjöþraut ef mér fyndist ég ekki vera alveg tilbúin," segir Helga en meiðslin eru enn að angra hana. „Það hefur gengið vel í vetur en ég er alltaf að glíma við meiðsli aftan í læri. Við ákváðum að það væri ekki það sem ég gæti alltaf verið að æfa með. Ég er í stöðugri meðhöndlun alla daga og ég ætla ekki að láta æfingarnar vinna á móti henni. Meðhöndlunin hefur því forgang núna," segir Helga en hitinn í Ástralíu gæti haft góð áhrif. „Hitinn hefur alltaf haft rosalega góð áhrif á kroppinn á mér. Maður er orðinn svo hvítur og grár eitthvað hérna núna þótt að sólin sé aðeins farin að skína. Það verður gott að fá smá sól," segir Helga í léttum tón.Helga Margrét sá fyrir sér að ná Ólympíulágmarkinu strax í Ástralíu en það gæti þurft að bíða á meðan hún er að ná sér góðri. „Ég þarf að tækla þetta lágmark svolítið öðruvísi. Auðvitað er það búið að vera markmiðið rosalega lengi og er náttúrulega markmiðið ennþá. Ef maður ætlar samt að einblína bara á það og láta allt annað fara til andskotans þá gengur það ekki. Það kemur bara ef það kemur," segir Helga um Ólympíulágmarkið sem er 5950 stig. Íslandsmetið hennar frá því í júní 2009 er 5.878 stig. Helga vill frekar mæta heil inn í sumartímabilið í maí í stað þess að taka einhverja áhættu í Ástralíu. „Ég lít mjög björtum augum á þetta allt saman hvort sem að ég keppi í Ástralíu eða ekki. Ég er búin að vera með þessi meiðsli meira eða minna í tvö ár og ég get alveg búist við því að það muni taka langan tíma að fara þegar þetta er búið að vera svona lengi," segir Helga en hún viðurkennir að þetta reyni á andlegu hliðina. „Ég er orðin mjög þreytt á þessu og vera alltaf að æfa og keppa ofan í þetta. Núna langar mig að losna alveg við þetta og fara þá aftur af stað á fullu. „Hamurinn" ræður svolítið ferðinni núna. Þegar Ólympíulágmarkið hangir svona yfir manni þá verður maður að taka einn dag í einu. Ég hugsa ekkert um þetta Ólympíulágmark því það má ekki. Eina sem maður getur haft áhrif á er núið," segir Helga að lokum. Erlendar Frjálsar íþróttir Innlendar Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Haukar - ÍR | Hörkuslagur á Ásvöllum Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir er farin að horfa til sumarsins eftir vel heppnað innanhússtímabil og fyrsta skrefið er að komast í æfingabúðir í sólinni í Ástralíu. Gamalgróin meiðsli aftan í læri eru enn að gera vart við sig og munu því enn á ný hafa áhrif á leið Helgu að aðalmarkmiði sínu í ár sem er að komast inn á Ólympíuleikana í London í sumar. „Þetta er aðeins búið að breytast. Þetta átti upphaflega að vera keppnisferð en núna verður þetta meiri æfingabúðir en keppni," segir Helga Margrét. „Ég fer samt og tek með mér alla skó og keppnisgalla. Ég setti sjálfri mér það skilyrði eftir EM síðasta sumar þar sem ég þurfti að hætta vegna meiðsla að ég ætlaði aldrei aftur að byrja í sjöþraut ef mér fyndist ég ekki vera alveg tilbúin," segir Helga en meiðslin eru enn að angra hana. „Það hefur gengið vel í vetur en ég er alltaf að glíma við meiðsli aftan í læri. Við ákváðum að það væri ekki það sem ég gæti alltaf verið að æfa með. Ég er í stöðugri meðhöndlun alla daga og ég ætla ekki að láta æfingarnar vinna á móti henni. Meðhöndlunin hefur því forgang núna," segir Helga en hitinn í Ástralíu gæti haft góð áhrif. „Hitinn hefur alltaf haft rosalega góð áhrif á kroppinn á mér. Maður er orðinn svo hvítur og grár eitthvað hérna núna þótt að sólin sé aðeins farin að skína. Það verður gott að fá smá sól," segir Helga í léttum tón.Helga Margrét sá fyrir sér að ná Ólympíulágmarkinu strax í Ástralíu en það gæti þurft að bíða á meðan hún er að ná sér góðri. „Ég þarf að tækla þetta lágmark svolítið öðruvísi. Auðvitað er það búið að vera markmiðið rosalega lengi og er náttúrulega markmiðið ennþá. Ef maður ætlar samt að einblína bara á það og láta allt annað fara til andskotans þá gengur það ekki. Það kemur bara ef það kemur," segir Helga um Ólympíulágmarkið sem er 5950 stig. Íslandsmetið hennar frá því í júní 2009 er 5.878 stig. Helga vill frekar mæta heil inn í sumartímabilið í maí í stað þess að taka einhverja áhættu í Ástralíu. „Ég lít mjög björtum augum á þetta allt saman hvort sem að ég keppi í Ástralíu eða ekki. Ég er búin að vera með þessi meiðsli meira eða minna í tvö ár og ég get alveg búist við því að það muni taka langan tíma að fara þegar þetta er búið að vera svona lengi," segir Helga en hún viðurkennir að þetta reyni á andlegu hliðina. „Ég er orðin mjög þreytt á þessu og vera alltaf að æfa og keppa ofan í þetta. Núna langar mig að losna alveg við þetta og fara þá aftur af stað á fullu. „Hamurinn" ræður svolítið ferðinni núna. Þegar Ólympíulágmarkið hangir svona yfir manni þá verður maður að taka einn dag í einu. Ég hugsa ekkert um þetta Ólympíulágmark því það má ekki. Eina sem maður getur haft áhrif á er núið," segir Helga að lokum.
Erlendar Frjálsar íþróttir Innlendar Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Haukar - ÍR | Hörkuslagur á Ásvöllum Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti