Kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs 21. mars 2012 06:00 Frá fundi stjórnlagaráðs í fyrra Stjórnlagaráð samþykkti frumvarp til stjórnskipunarlaga einróma. Frumvarpið var afhent Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, 29. júlí 2011.fréttablaðið/gva Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá samhliða forsetakosningum 30. júní næstkomandi. Um ráðgefandi þjóðaratkvæði er að ræða, samkvæmt lögum. Spurt verður um stjórnarskrárdrögin í heild, auk spurninga um fimm sérstök álitamál. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður nefndarinnar, segir málið vel undirbúið og spurningarnar lúti að þeim álitamálum sem helst hafa verið nefnd í umræðunni; mál sem brenna á þjóðinni. „Spurningarnar máttu ekki vera of margar og nauðsynlegt að halda þeim vel afmörkuðum. Þegar við hittum fulltrúa úr stjórnlagaráði voru þeir með þessar sömu spurningar og við í huga." Valgerður segir að einnig hafi verið leitað til sérfræðinga um það hvernig spurningarnar skyldu orðaðar. Hún kannast við þá umræðu að málið geti reynst þungt í vöfum er varðar kosningar, en segir að það eigi líka við önnur mál, til dæmis Evrópusambandið og Icesave. „Það verður þriggja mánaða kynning á þessu máli og á þeim tíma getur fólk vegið þetta og metið. Það verða hins vegar ekki allir sammála, það liggur fyrir." Valgerður tekur sem dæmi að hún sé þeirrar skoðunar að óþarft sé að spyrja hvort atkvæði allra kjósenda eigi að vega jafnt, óháð búsetu. Það séu sjálfsögð mannréttindi að hennar mati, en um það séu skiptar skoðanir. Þjóðkirkjan er ekki nefnd í tillögum stjórnlagaráðs en lagt er til að spurt verði hvort ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðkirkjuna eigi að standa óbreytt. „Við erum að kalla eftir vilja þjóðarinnar; hvað þjóðin vill að við gerum næst," segir Valgerður. „Ég held að þessi skoðanakönnun verði ómarkviss og ruglingsleg," segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður, og nefnir þrennt sem hann telur veigamest. Áhætta felist í því að halda kosninguna samhliða forsetakjöri; hvaða áhrif stjórnarskrármálið hefur á forsetakjörið og öfugt. Þá sé galli að annars vegar sé spurt um tillögu ráðsins í heild og hins vegar um einstök álitamál. Niðurstöðurnar geti orðið misvísandi. „Svo er það umhugsunarefni hvað það þýðir sem segir í tillögunni að tillagan verði lögð fram eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga. Þegar fólk greiðir atkvæði hefur það ekki forsendur til að meta hvað af því sem það tekur afstöðu til á eftir að breytast á síðari stigum. Þetta er galli," segir Birgir. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Sjá meira
Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að kosið verði um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá samhliða forsetakosningum 30. júní næstkomandi. Um ráðgefandi þjóðaratkvæði er að ræða, samkvæmt lögum. Spurt verður um stjórnarskrárdrögin í heild, auk spurninga um fimm sérstök álitamál. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður nefndarinnar, segir málið vel undirbúið og spurningarnar lúti að þeim álitamálum sem helst hafa verið nefnd í umræðunni; mál sem brenna á þjóðinni. „Spurningarnar máttu ekki vera of margar og nauðsynlegt að halda þeim vel afmörkuðum. Þegar við hittum fulltrúa úr stjórnlagaráði voru þeir með þessar sömu spurningar og við í huga." Valgerður segir að einnig hafi verið leitað til sérfræðinga um það hvernig spurningarnar skyldu orðaðar. Hún kannast við þá umræðu að málið geti reynst þungt í vöfum er varðar kosningar, en segir að það eigi líka við önnur mál, til dæmis Evrópusambandið og Icesave. „Það verður þriggja mánaða kynning á þessu máli og á þeim tíma getur fólk vegið þetta og metið. Það verða hins vegar ekki allir sammála, það liggur fyrir." Valgerður tekur sem dæmi að hún sé þeirrar skoðunar að óþarft sé að spyrja hvort atkvæði allra kjósenda eigi að vega jafnt, óháð búsetu. Það séu sjálfsögð mannréttindi að hennar mati, en um það séu skiptar skoðanir. Þjóðkirkjan er ekki nefnd í tillögum stjórnlagaráðs en lagt er til að spurt verði hvort ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðkirkjuna eigi að standa óbreytt. „Við erum að kalla eftir vilja þjóðarinnar; hvað þjóðin vill að við gerum næst," segir Valgerður. „Ég held að þessi skoðanakönnun verði ómarkviss og ruglingsleg," segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður, og nefnir þrennt sem hann telur veigamest. Áhætta felist í því að halda kosninguna samhliða forsetakjöri; hvaða áhrif stjórnarskrármálið hefur á forsetakjörið og öfugt. Þá sé galli að annars vegar sé spurt um tillögu ráðsins í heild og hins vegar um einstök álitamál. Niðurstöðurnar geti orðið misvísandi. „Svo er það umhugsunarefni hvað það þýðir sem segir í tillögunni að tillagan verði lögð fram eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga. Þegar fólk greiðir atkvæði hefur það ekki forsendur til að meta hvað af því sem það tekur afstöðu til á eftir að breytast á síðari stigum. Þetta er galli," segir Birgir. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Sjá meira