Steinsmuga Þorsteinn Pálsson skrifar 30. mars 2012 06:00 Forsætisráðherra hefur undanfarna daga gert menn út af örkinni til að bera mér á brýn að hafa staðið óheiðarlega að sölu á SR-mjöli fyrir tæpum tveimur áratugum. Með þeim samanburði á myndin af núverandi landsstjórn að líta betur út. Þegar draga á athygli frá málefnalegri rökræðu er þó heppilegra að fara rétt með. Við söluna var ráðinn óháður ráðgjafi með útboði. Það var Verðbréfamarkaður Íslandsbanka undir forystu Sigurðar B. Stefánssonar. Ráðgjafinn samdi síðan útboðsreglur sem fylgt var. Samkvæmt útboðsreglunum var væntanlegum tilboðsgjöfum gert að sýna fyrirfram að þeir hefðu fjárhagslegt bolmagn til kaupanna. Annar tveggja bjóðenda gat ekki að mati ráðgjafafyrirtækisins fullnægt þessu skilyrði. Ég ákvað að veita honum til þess frest jafnlangan tilboðsfrestinum. Það var eina frávikið frá leikreglum ráðgjafans. Við lok tilboðsfrests lagði ráðgjafafyrirtækið til að lægra tilboðinu yrði tekið enda hefði hitt tilboðið ekki uppfyllt skilyrðin þrátt fyrir frestinn. Af 157 nýjum hluthöfum voru þrír stærstu aðeins með 7,5 prósent hlut hver: Sjóvá, Alþýðubankinn og Lífeyrissjóður Austurlands. Forsætisráðherra lætur erindreka sína segja að ég hafi verið að þjóna flokksvinum. Hefðu slík sjónarmið skipt einhverju var úr vöndu að ráða því að í hópi þeirra sem stóðu að baki ógilda tilboðinu voru menn sem stóðu mér mun nær bæði persónulega og pólitískt. Reglan um að tilboðsgjafar þyrftu fyrirfram að sýna að þeir réðu við kaupin var sett meðal annars til að draga úr líkum á að kaupverðið yrði eftir á dregið út úr fyrirtækinu sjálfu eða farið yrði á svig við lög um fjárfestingar útlendinga. Þessi regla þótti þá vera nokkurt nýmæli en er nú viðurkennd varúðarregla. Hneykslun forsætisráðherra á að henni skuli hafa verið beitt segir sína sögu um siðferðileg viðhorf í stjórnarráðinu. Loks var höfðað mál til ógildingar á samningnum með því að réttum reglum þótti ekki hafa verið fylgt að áliti stefnenda. Þeir töpuðu málinu. Af þessu má ráða að eina ólyktin sem eftir situr í þessari umræðu stafar frá málefnalegri steinsmugu forsætisráðherrans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Forsætisráðherra hefur undanfarna daga gert menn út af örkinni til að bera mér á brýn að hafa staðið óheiðarlega að sölu á SR-mjöli fyrir tæpum tveimur áratugum. Með þeim samanburði á myndin af núverandi landsstjórn að líta betur út. Þegar draga á athygli frá málefnalegri rökræðu er þó heppilegra að fara rétt með. Við söluna var ráðinn óháður ráðgjafi með útboði. Það var Verðbréfamarkaður Íslandsbanka undir forystu Sigurðar B. Stefánssonar. Ráðgjafinn samdi síðan útboðsreglur sem fylgt var. Samkvæmt útboðsreglunum var væntanlegum tilboðsgjöfum gert að sýna fyrirfram að þeir hefðu fjárhagslegt bolmagn til kaupanna. Annar tveggja bjóðenda gat ekki að mati ráðgjafafyrirtækisins fullnægt þessu skilyrði. Ég ákvað að veita honum til þess frest jafnlangan tilboðsfrestinum. Það var eina frávikið frá leikreglum ráðgjafans. Við lok tilboðsfrests lagði ráðgjafafyrirtækið til að lægra tilboðinu yrði tekið enda hefði hitt tilboðið ekki uppfyllt skilyrðin þrátt fyrir frestinn. Af 157 nýjum hluthöfum voru þrír stærstu aðeins með 7,5 prósent hlut hver: Sjóvá, Alþýðubankinn og Lífeyrissjóður Austurlands. Forsætisráðherra lætur erindreka sína segja að ég hafi verið að þjóna flokksvinum. Hefðu slík sjónarmið skipt einhverju var úr vöndu að ráða því að í hópi þeirra sem stóðu að baki ógilda tilboðinu voru menn sem stóðu mér mun nær bæði persónulega og pólitískt. Reglan um að tilboðsgjafar þyrftu fyrirfram að sýna að þeir réðu við kaupin var sett meðal annars til að draga úr líkum á að kaupverðið yrði eftir á dregið út úr fyrirtækinu sjálfu eða farið yrði á svig við lög um fjárfestingar útlendinga. Þessi regla þótti þá vera nokkurt nýmæli en er nú viðurkennd varúðarregla. Hneykslun forsætisráðherra á að henni skuli hafa verið beitt segir sína sögu um siðferðileg viðhorf í stjórnarráðinu. Loks var höfðað mál til ógildingar á samningnum með því að réttum reglum þótti ekki hafa verið fylgt að áliti stefnenda. Þeir töpuðu málinu. Af þessu má ráða að eina ólyktin sem eftir situr í þessari umræðu stafar frá málefnalegri steinsmugu forsætisráðherrans.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun