Stelpurnar okkar sáu aldrei til sólar í Úkraínu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júní 2012 06:00 Karen og stöllur hennar náðu engum takti í sóknarleikinn. fréttablaðið/anton Íslenska kvennalandsliðið lék gegn Úkraínu ytra í gær í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. Íslenska liðið varð að vinna leikinn með þremur mörkum til þess að komast á EM í Hollandi en það átti aldrei að vera því íslenska liðið átti undir högg að sækja allan leikinn. Þegar upp var staðið vann Úkraína með tveimur mörkum, 22-20, en liðið var lengi vel með þriggja til fimm marka forskot. Íslenska liðið átti ekki sinn besta dag. Sóknarleikurinn hörmulegur allan tímann og klaufaskapurinn oft mikill. Stelpurnar voru í raun sjálfum sér verstar og áttu ekkert skilið úr þessum leik nema markvörðurinn Guðný Jenný sem átti frábæran leik. „Varnarleikurinn var slakur framan af en frábær í seinni. Það vantaði mikla áræðni í sóknina og svo förum við illa með góð færi á mikilvægum augnablikum. Fyrst og fremst erum við að spila undir getu og það gengur ekki á útivelli gegn Úkraínu," sagði landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson hundsvekktur eftir leikinn. „Við fengum ekki mörk utan af velli og það gengur ekki upp. Við nálguðumst þær en náðum aldrei að stíga skrefið til fulls." Ísland tapaði einnig fyrri leiknum gegn Úkraínu á heimavelli og Ágúst vill meina að þar hafi draumurinn um EM farið. „EM-draumurinn fer þar. Við mættum ekki tilbúnar í þann leik en hann áttum við að vinna. Góður sigur þar hefði fleytt okkur á EM." Íslenska liðið var búið að fara á tvö stórmót í röð og því nokkuð áfall að missa af næsta móti. „Það er samt margt gott í þessu og liðið að spila vel. Það er mikið af spennandi verkefnum fram undan og við verðum að einbeita okkur að þeim." Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið lék gegn Úkraínu ytra í gær í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. Íslenska liðið varð að vinna leikinn með þremur mörkum til þess að komast á EM í Hollandi en það átti aldrei að vera því íslenska liðið átti undir högg að sækja allan leikinn. Þegar upp var staðið vann Úkraína með tveimur mörkum, 22-20, en liðið var lengi vel með þriggja til fimm marka forskot. Íslenska liðið átti ekki sinn besta dag. Sóknarleikurinn hörmulegur allan tímann og klaufaskapurinn oft mikill. Stelpurnar voru í raun sjálfum sér verstar og áttu ekkert skilið úr þessum leik nema markvörðurinn Guðný Jenný sem átti frábæran leik. „Varnarleikurinn var slakur framan af en frábær í seinni. Það vantaði mikla áræðni í sóknina og svo förum við illa með góð færi á mikilvægum augnablikum. Fyrst og fremst erum við að spila undir getu og það gengur ekki á útivelli gegn Úkraínu," sagði landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson hundsvekktur eftir leikinn. „Við fengum ekki mörk utan af velli og það gengur ekki upp. Við nálguðumst þær en náðum aldrei að stíga skrefið til fulls." Ísland tapaði einnig fyrri leiknum gegn Úkraínu á heimavelli og Ágúst vill meina að þar hafi draumurinn um EM farið. „EM-draumurinn fer þar. Við mættum ekki tilbúnar í þann leik en hann áttum við að vinna. Góður sigur þar hefði fleytt okkur á EM." Íslenska liðið var búið að fara á tvö stórmót í röð og því nokkuð áfall að missa af næsta móti. „Það er samt margt gott í þessu og liðið að spila vel. Það er mikið af spennandi verkefnum fram undan og við verðum að einbeita okkur að þeim."
Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti