Aukið val Steinunn Stefánsdóttir skrifar 6. júní 2012 06:00 Skóli og nám er vinna barna frá um það bil tveggja ára aldri og að minnsta kosti þar til skólaskyldu lýkur þegar þau eru sextán ára. Langflestir unglingar halda svo námi áfram eftir það fram um tvítugt og drjúgur hluti enn lengur í margs konar starfsnámi eða fræðum. Miklu skiptir því að skólinn sé vettvangur þroska og að börnin vaxi upp í sátt og gleði með vinnustað sínum. Börn eru afar mismunandi og hafa þar af leiðandi mismunandi þarfir varðandi skólavist og nám. Þessu hefur í síauknum mæli verið reynt að mæta bæði í stefnumótun um skóla, svo sem í lögum og námsskrá, og úti á akrinum í skólunum sjálfum með sveigjanlegum kennsluháttum og breyttu skipulagi. Meðal þess sem talsvert hefur verið rætt en erfiðar hefur gengið að framkvæma er að gera skil milli skólastiga sveigjanlegri. Þetta á við um skilin bæði við upphaf og lok grunnskólans. Um allnokkurt árabil hafa nokkrir einkaskólar boðið upp á svokallaða fimmárabekki og þróað þannig nám á leikskólastigi með meiri grunnskólabrag en hægt er að bjóða börnum innan leikskólans. Um árabil var grunnskólanemendum einnig boðið að taka framhaldsskólaáfanga meðfram grunnskólanámi þannig að þeir væru í raun komnir af stað með framhaldsskólanám fyrir upphaf formlegrar framhaldsskólagöngu. Vegna ágreinings um kostnað vegna þessa náms hefur þessi valkostur ekki þróast eins og vonast var eftir. Samstarf leik- og grunnskóla hefur aukist þannig að flest börn sem hefja skólagöngu hafa komið oftar en einu sinni í skólann sinn áður en grunnskólagangan hefst og gera sér áreiðanlega betur í hugarlund hvað bíður þeirra þar en foreldrar þeirra gerðu þegar þeir byrjuðu í skóla, hvað þá afar þeirra og ömmur. Að auki hefur þróun átt sér stað í námi leikskólabarna og er elstu börnum leikskólans nú víðast hvar boðin dagskrá sem hefur að markmiði að aðlaga þau að því sem koma skal í grunnskóla. Í Flataskóla í Garðabæ hefur nú verið ákveðið að bjóða upp á nám fyrir fimm ára börn í skólanum. Þetta er liður í samrekstri leik- og grunnskóla sem verið er að skoða um þessar mundir í Garðabæ og verður foreldrum fimm ára barna boðið að velja á milli þess að börn þeirra séu áfram í leikskóla eða fari í grunnskóla þennan síðasta vetur leikskólastigsins. Þetta er áhugaverð tilraun hjá Garðbæingum og rökrétt framhald af þeirri þróun sem átt hefur sér stað í íslenskum skólum undanfarna áratugi. Gera má ráð fyrir að önnur sveitarfélög eigi eftir að taka upp þennan þráð og reyna mismunandi útfærslur á framkvæmdinni. Í slíku þróunarstarfi verður að gæta þess að þó að sumum börnum geti hentað vel að stunda nám með grunnskólabrag þegar þau eru fimm ára þá hentar flestum áreiðanlega best að stunda nám sitt og leik innan þess ramma sem leikskólinn býður. Markmiðið verður alltaf að vera það að bjóða hverju barni þann kost sem best á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun
Skóli og nám er vinna barna frá um það bil tveggja ára aldri og að minnsta kosti þar til skólaskyldu lýkur þegar þau eru sextán ára. Langflestir unglingar halda svo námi áfram eftir það fram um tvítugt og drjúgur hluti enn lengur í margs konar starfsnámi eða fræðum. Miklu skiptir því að skólinn sé vettvangur þroska og að börnin vaxi upp í sátt og gleði með vinnustað sínum. Börn eru afar mismunandi og hafa þar af leiðandi mismunandi þarfir varðandi skólavist og nám. Þessu hefur í síauknum mæli verið reynt að mæta bæði í stefnumótun um skóla, svo sem í lögum og námsskrá, og úti á akrinum í skólunum sjálfum með sveigjanlegum kennsluháttum og breyttu skipulagi. Meðal þess sem talsvert hefur verið rætt en erfiðar hefur gengið að framkvæma er að gera skil milli skólastiga sveigjanlegri. Þetta á við um skilin bæði við upphaf og lok grunnskólans. Um allnokkurt árabil hafa nokkrir einkaskólar boðið upp á svokallaða fimmárabekki og þróað þannig nám á leikskólastigi með meiri grunnskólabrag en hægt er að bjóða börnum innan leikskólans. Um árabil var grunnskólanemendum einnig boðið að taka framhaldsskólaáfanga meðfram grunnskólanámi þannig að þeir væru í raun komnir af stað með framhaldsskólanám fyrir upphaf formlegrar framhaldsskólagöngu. Vegna ágreinings um kostnað vegna þessa náms hefur þessi valkostur ekki þróast eins og vonast var eftir. Samstarf leik- og grunnskóla hefur aukist þannig að flest börn sem hefja skólagöngu hafa komið oftar en einu sinni í skólann sinn áður en grunnskólagangan hefst og gera sér áreiðanlega betur í hugarlund hvað bíður þeirra þar en foreldrar þeirra gerðu þegar þeir byrjuðu í skóla, hvað þá afar þeirra og ömmur. Að auki hefur þróun átt sér stað í námi leikskólabarna og er elstu börnum leikskólans nú víðast hvar boðin dagskrá sem hefur að markmiði að aðlaga þau að því sem koma skal í grunnskóla. Í Flataskóla í Garðabæ hefur nú verið ákveðið að bjóða upp á nám fyrir fimm ára börn í skólanum. Þetta er liður í samrekstri leik- og grunnskóla sem verið er að skoða um þessar mundir í Garðabæ og verður foreldrum fimm ára barna boðið að velja á milli þess að börn þeirra séu áfram í leikskóla eða fari í grunnskóla þennan síðasta vetur leikskólastigsins. Þetta er áhugaverð tilraun hjá Garðbæingum og rökrétt framhald af þeirri þróun sem átt hefur sér stað í íslenskum skólum undanfarna áratugi. Gera má ráð fyrir að önnur sveitarfélög eigi eftir að taka upp þennan þráð og reyna mismunandi útfærslur á framkvæmdinni. Í slíku þróunarstarfi verður að gæta þess að þó að sumum börnum geti hentað vel að stunda nám með grunnskólabrag þegar þau eru fimm ára þá hentar flestum áreiðanlega best að stunda nám sitt og leik innan þess ramma sem leikskólinn býður. Markmiðið verður alltaf að vera það að bjóða hverju barni þann kost sem best á við.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun