Misskilningur olli leyfisleysi auglýsinga 12. júní 2012 08:00 Lifðu Skiltunum var komið fyrir við fjölfarnar götur af útsendurum Zo-On Iceland. Myndbandi var hlaðið upp á Youtube sem sýndi mennina festa skiltin. Vegagerðin hefur fjarlægt um 100 skilti sem komið var fyrir við fjölfarnar götur í Reykjavík og við þjóðvegi út úr borginni. Skiltin voru hluti af auglýsingaherferð Zo-On Iceland en ekki var sótt um leyfi fyrir þeim. „Það er út frá umferðaröryggissjónarmiðum sem skiltin eru tekin niður," sagði Stefán Erlendsson, lögfræðingur hjá Vegagerðinni. „Þetta er eitthvað sem við viljum ekki hafa inni á vegsvæðinu." Skiltin báru öll skilaboðin „Lifðu" en það er yfirskrift auglýsingaherferðar Zo-On. Herferðin hófst á svokölluðum „teaser" sem birtist í formi skiltanna. Enginn átti að vita hvaðan skiltin voru komin og var myndbandi hlaðið á YouTube sem sýnir menn á tvítugsaldri dreifa skiltunum og festa á staura og brúarhandrið. „Við ætluðum aldrei að stofna öryggi fólks í hættu," segir Halldór Örn Jónsson hjá Zo-On Iceland. „Við viðurkennum þau mistök okkar að fá ekki leyfi fyrir skiltunum." Lögreglan hafði afskipti af skiltamönnum Zo-On og stöðvaði uppsetningu við Kalkofnsveg. „Um leið og við vorum stoppaðir af lögreglunni hættum við þessu algerlega og settum ekki upp neitt meira," bendir Halldór á og segir menn sína hafa tekið niður einhver skilti til viðbótar. Ekki hafi verið hægt að taka þau öll niður. „Klukkan var orðin svo margt að ég gat ekki látið mennina halda áfram að taka niður skiltin." Spurður hvers vegna ekki hafi verið sótt um leyfi segir Halldór að um misskilning hafi verið að ræða. „Það voru smá samskiptaörðugleikar milli okkar og auglýsingastofunnar sem sér um herferðina." Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er mikill brestur á því að sótt sé um leyfi fyrir skiltum við akbrautir. Stefán Erlendsson tekur undir það. „Þetta er dálítið stríð við ýmsa aðila sem eru að setja upp auglýsingar hingað og þangað. Þetta er hugsanlega eitthvað sem við þurfum að athuga hvernig við eigum að bregðast við." Stefán segir auglýsingar við vegi aðeins leyfðar í undantekningartilvikum. „Ástæðan fyrir því að það er amast við þessu er að æskilegast er að hafa sem minnst af skiltum sem trufla athygli ökumanna inni á vegsvæðinu." birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Vegagerðin hefur fjarlægt um 100 skilti sem komið var fyrir við fjölfarnar götur í Reykjavík og við þjóðvegi út úr borginni. Skiltin voru hluti af auglýsingaherferð Zo-On Iceland en ekki var sótt um leyfi fyrir þeim. „Það er út frá umferðaröryggissjónarmiðum sem skiltin eru tekin niður," sagði Stefán Erlendsson, lögfræðingur hjá Vegagerðinni. „Þetta er eitthvað sem við viljum ekki hafa inni á vegsvæðinu." Skiltin báru öll skilaboðin „Lifðu" en það er yfirskrift auglýsingaherferðar Zo-On. Herferðin hófst á svokölluðum „teaser" sem birtist í formi skiltanna. Enginn átti að vita hvaðan skiltin voru komin og var myndbandi hlaðið á YouTube sem sýnir menn á tvítugsaldri dreifa skiltunum og festa á staura og brúarhandrið. „Við ætluðum aldrei að stofna öryggi fólks í hættu," segir Halldór Örn Jónsson hjá Zo-On Iceland. „Við viðurkennum þau mistök okkar að fá ekki leyfi fyrir skiltunum." Lögreglan hafði afskipti af skiltamönnum Zo-On og stöðvaði uppsetningu við Kalkofnsveg. „Um leið og við vorum stoppaðir af lögreglunni hættum við þessu algerlega og settum ekki upp neitt meira," bendir Halldór á og segir menn sína hafa tekið niður einhver skilti til viðbótar. Ekki hafi verið hægt að taka þau öll niður. „Klukkan var orðin svo margt að ég gat ekki látið mennina halda áfram að taka niður skiltin." Spurður hvers vegna ekki hafi verið sótt um leyfi segir Halldór að um misskilning hafi verið að ræða. „Það voru smá samskiptaörðugleikar milli okkar og auglýsingastofunnar sem sér um herferðina." Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er mikill brestur á því að sótt sé um leyfi fyrir skiltum við akbrautir. Stefán Erlendsson tekur undir það. „Þetta er dálítið stríð við ýmsa aðila sem eru að setja upp auglýsingar hingað og þangað. Þetta er hugsanlega eitthvað sem við þurfum að athuga hvernig við eigum að bregðast við." Stefán segir auglýsingar við vegi aðeins leyfðar í undantekningartilvikum. „Ástæðan fyrir því að það er amast við þessu er að æskilegast er að hafa sem minnst af skiltum sem trufla athygli ökumanna inni á vegsvæðinu." birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira