Málamiðlun sem sögð er ganga of skammt 14. júní 2012 04:30 fundað Maria Dananaki, sjávarútvegsstjóri ESB, og Richard Benyan, umhverfis- og sjávarútvegsráðherra Bretlands. Þau vildu bæði ganga lengra, án árangurs.nordicphotos/afp Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins (ESB) náðu í gær mikilvægu samkomulagi um að brottkasti á fiski innan sambandsins verði hætt og þar með dregið úr ofveiði. Tímasetningar samkomulagsins eru hins vegar gagnrýndar af umhverfisverndarsamtökum sem telja að gildistaka takmarkana við brottkasti einstakra tegunda muni koma of seint. Þetta var niðurstaða maraþonfundar ráðherranna í Lúxemborg þar sem tekist var á um hvort og hvenær bann við brottkasti ætti að verða að veruleika. Eins hvernig má ákvarða hver sjálfbær nýting einstakra stofna verður. Samkomulagið, sem er í raun málamiðlun, er sögulegt í þeim skilningi að í fyrsta sinn í um fjóra áratugi hefur náðst niðurstaða í því umdeilda deilumáli sem brottkast meðafla er. Talið er að vel yfir milljón tonn af vel nýtanlegum fiski sé hent frá borði af skipum sambandsins vegna þeirra reglna sem eru samofnar fiskveiðistefnu ESB. Nú hins vegar er stefnt á að banna brottkast með öllu. Bann við brottkasti á makríl og síld er líklegt til að taka gildi árið 2014. Bann við brottkasti þorsks og ýsu tekur hins vegar mun síðar gildi, og jafnvel ekki fyrr en 2019. Þetta segja sérfræðingar og umhverfissamtök að gæti reynst of seint, enda ástand þessara stofna, svo aðeins tveir séu nefndir, alvarlegt. Umhverfissinnar ganga jafnvel svo langt að segja að samkomulagið sé lítils virði og ofveiði innan ESB hafi verið framlengd um áratug eða meira. Samþykkt samkomulagsins kemur nú til kasta Evrópuþingsins þar sem það getur tekið breytingum. - shá Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins (ESB) náðu í gær mikilvægu samkomulagi um að brottkasti á fiski innan sambandsins verði hætt og þar með dregið úr ofveiði. Tímasetningar samkomulagsins eru hins vegar gagnrýndar af umhverfisverndarsamtökum sem telja að gildistaka takmarkana við brottkasti einstakra tegunda muni koma of seint. Þetta var niðurstaða maraþonfundar ráðherranna í Lúxemborg þar sem tekist var á um hvort og hvenær bann við brottkasti ætti að verða að veruleika. Eins hvernig má ákvarða hver sjálfbær nýting einstakra stofna verður. Samkomulagið, sem er í raun málamiðlun, er sögulegt í þeim skilningi að í fyrsta sinn í um fjóra áratugi hefur náðst niðurstaða í því umdeilda deilumáli sem brottkast meðafla er. Talið er að vel yfir milljón tonn af vel nýtanlegum fiski sé hent frá borði af skipum sambandsins vegna þeirra reglna sem eru samofnar fiskveiðistefnu ESB. Nú hins vegar er stefnt á að banna brottkast með öllu. Bann við brottkasti á makríl og síld er líklegt til að taka gildi árið 2014. Bann við brottkasti þorsks og ýsu tekur hins vegar mun síðar gildi, og jafnvel ekki fyrr en 2019. Þetta segja sérfræðingar og umhverfissamtök að gæti reynst of seint, enda ástand þessara stofna, svo aðeins tveir séu nefndir, alvarlegt. Umhverfissinnar ganga jafnvel svo langt að segja að samkomulagið sé lítils virði og ofveiði innan ESB hafi verið framlengd um áratug eða meira. Samþykkt samkomulagsins kemur nú til kasta Evrópuþingsins þar sem það getur tekið breytingum. - shá
Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira