Tölum hreint út um spillingu og þöggun 15. júní 2012 06:30 Herdís Þorgeirsdóttir Forsetaframbjóðandinn heimsótti CCP á dögunum og ræddi um framboðið við starfsfólk fyrirtækisins. fréttablaðið/gva Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi var á persónulegu nótunum þegar hún kynnti framboð sitt á hádegisfundi hjá CCP á Grandagarði. Í stað þess að halda hefðbundnar ræður leggur Herdís áherslu á að setjast niður með fólki og ræða málin. Heitar umræður spunnust um forsetaembættið og framtíðarhorfur landsins yfir gúllassúpunni sem borin var á borð í starfsmannamötuneytinu. Viðmælendum Herdísar varð tíðrætt um efnahagshorfurnar, hrunið og spillingu og spurðu Herdísi hvernig hún sem forseti gæti beitt sér gegn henni. „Við þurfum að tala hreint út um ákveðna hluti eins og spillingu og þöggun og mikilvægi þess að fólk hafi rödd." Herdís sagðist sjálf hafa mikið rannsakað einmitt þessa þætti. „Ég byrjaði mjög ung að skrifa um sjálfsritskoðun og þöggun. Mínar rannsóknir hafa gengið út á þetta og ég er viðurkenndur fræðimaður á þessu sviði. Hér á Íslandi í aðdraganda hrunsins gilti þöggun. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé alltaf einhver málpípa opin fyrir almenning." Því hlutverki segist Herdís vel geta sinnt, enda sé hún óháð. „Þess vegna held ég að ég gæti orðið góður forseti. Af því að ég er ekki tengd neinum stjórnmálaflokki, ég er ekki með nein stórfyrirtæki á bak við mig og ég er ekki með neinar valdablokkir. Ég er ekki með nein hagsmunatengsl." Viðmælendur Herdísar voru einnig áhugasamir um viðhorf hennar til málskotsréttarins og spurðu hana hvort hún sem forseti myndi skjóta málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessu svaraði Herdís játandi. „Ef þingið myndi ákveða að setja einhver lög, sem orkuðu mjög tvímælis og þjónuðu skammtímahagsmunum á kostnað verulegra langtímahagsmuna, getur forsetinn veitt aðhald með því að vísa slíkum lögum í þjóðaratkvæði." Herdís benti á að þrátt fyrir að á Íslandi sé fulltrúalýðræði væri mikilvægt að muna að þjóðin hefur ekki þar með afsalað sér öllum völdum. „Þó svo að við kjósum fulltrúa á þing fyrir okkur, erum við ekki að afsala okkur réttinum til að eiga síðasta orðið í afar mikilvægum málum." katrin@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi var á persónulegu nótunum þegar hún kynnti framboð sitt á hádegisfundi hjá CCP á Grandagarði. Í stað þess að halda hefðbundnar ræður leggur Herdís áherslu á að setjast niður með fólki og ræða málin. Heitar umræður spunnust um forsetaembættið og framtíðarhorfur landsins yfir gúllassúpunni sem borin var á borð í starfsmannamötuneytinu. Viðmælendum Herdísar varð tíðrætt um efnahagshorfurnar, hrunið og spillingu og spurðu Herdísi hvernig hún sem forseti gæti beitt sér gegn henni. „Við þurfum að tala hreint út um ákveðna hluti eins og spillingu og þöggun og mikilvægi þess að fólk hafi rödd." Herdís sagðist sjálf hafa mikið rannsakað einmitt þessa þætti. „Ég byrjaði mjög ung að skrifa um sjálfsritskoðun og þöggun. Mínar rannsóknir hafa gengið út á þetta og ég er viðurkenndur fræðimaður á þessu sviði. Hér á Íslandi í aðdraganda hrunsins gilti þöggun. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé alltaf einhver málpípa opin fyrir almenning." Því hlutverki segist Herdís vel geta sinnt, enda sé hún óháð. „Þess vegna held ég að ég gæti orðið góður forseti. Af því að ég er ekki tengd neinum stjórnmálaflokki, ég er ekki með nein stórfyrirtæki á bak við mig og ég er ekki með neinar valdablokkir. Ég er ekki með nein hagsmunatengsl." Viðmælendur Herdísar voru einnig áhugasamir um viðhorf hennar til málskotsréttarins og spurðu hana hvort hún sem forseti myndi skjóta málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessu svaraði Herdís játandi. „Ef þingið myndi ákveða að setja einhver lög, sem orkuðu mjög tvímælis og þjónuðu skammtímahagsmunum á kostnað verulegra langtímahagsmuna, getur forsetinn veitt aðhald með því að vísa slíkum lögum í þjóðaratkvæði." Herdís benti á að þrátt fyrir að á Íslandi sé fulltrúalýðræði væri mikilvægt að muna að þjóðin hefur ekki þar með afsalað sér öllum völdum. „Þó svo að við kjósum fulltrúa á þing fyrir okkur, erum við ekki að afsala okkur réttinum til að eiga síðasta orðið í afar mikilvægum málum." katrin@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira