Rassskellingar á að afnema með öllu 15. júní 2012 10:00 Þorlákur Helgason Ég veit að börn hafa hætt í íþróttum vegna rassskellinganna," segir Þorlákur Helgason, framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar gegn einelti. „Þetta er alveg eins og hvert annað ofbeldi þar sem krakkar eru að reyna að komast inn í hópana. Þetta á að afnema með öllu og það á ekki að fara neina millileið." Nýliðavígslur í landslið Íslendinga í hinum ýmsu íþróttagreinum hafa tíðkast lengi. Í íslenska karlalandsliðinu í handknattleik hefur mikið borið á rassskellingum nýliða undir því yfirskyni að þannig séu þeir boðnir velkomnir. Þorlákur segir brýnt að landsliðin sýni gott fordæmi. „Þarna eru fyrirmyndirnar og krakkarnir apa þetta eftir. Það á ekki að vera gantast eitthvað með svona," segir Þorlákur. „Nýliðar í íslenska landsliðinu tala um það undir rós að þeir séu fegnir því að Sigfús Sigurðsson sé ekki lengur þar því þá yrðu þeir barðir enn þá fastar." „Ég veit að þetta tíðkast í yngri flokkum. Svona niðurlæging á sér stað og foreldrar hafa hringt í mig og sagt mér af því," segir Þorlákur. „Þetta er bara niðurlægjandi, þetta er ofbeldi og þetta er útilokun sem á ekki að eiga sér stað í íþróttum." „Það er regla með alla krakka að þeir reyna að telja foreldrum sínum trú um að þetta sé leiðin til að verða ekki útundan." Þorlákur segir að taka eigi á móti nýliðum í íþróttahópum með virðingu en ekki niðurlægingu. Hann kallar ennfremur eftir því að íþróttasamböndin setji siðareglur um nýliðavígslurnar. „Það verður samt sem áður að hrósa þeim íþróttafélögum sem hafa afnumið ofbeldið," segir Þorlákur að lokum.- bþh Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Erlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Ég veit að börn hafa hætt í íþróttum vegna rassskellinganna," segir Þorlákur Helgason, framkvæmdastjóri Olweusar-áætlunarinnar gegn einelti. „Þetta er alveg eins og hvert annað ofbeldi þar sem krakkar eru að reyna að komast inn í hópana. Þetta á að afnema með öllu og það á ekki að fara neina millileið." Nýliðavígslur í landslið Íslendinga í hinum ýmsu íþróttagreinum hafa tíðkast lengi. Í íslenska karlalandsliðinu í handknattleik hefur mikið borið á rassskellingum nýliða undir því yfirskyni að þannig séu þeir boðnir velkomnir. Þorlákur segir brýnt að landsliðin sýni gott fordæmi. „Þarna eru fyrirmyndirnar og krakkarnir apa þetta eftir. Það á ekki að vera gantast eitthvað með svona," segir Þorlákur. „Nýliðar í íslenska landsliðinu tala um það undir rós að þeir séu fegnir því að Sigfús Sigurðsson sé ekki lengur þar því þá yrðu þeir barðir enn þá fastar." „Ég veit að þetta tíðkast í yngri flokkum. Svona niðurlæging á sér stað og foreldrar hafa hringt í mig og sagt mér af því," segir Þorlákur. „Þetta er bara niðurlægjandi, þetta er ofbeldi og þetta er útilokun sem á ekki að eiga sér stað í íþróttum." „Það er regla með alla krakka að þeir reyna að telja foreldrum sínum trú um að þetta sé leiðin til að verða ekki útundan." Þorlákur segir að taka eigi á móti nýliðum í íþróttahópum með virðingu en ekki niðurlægingu. Hann kallar ennfremur eftir því að íþróttasamböndin setji siðareglur um nýliðavígslurnar. „Það verður samt sem áður að hrósa þeim íþróttafélögum sem hafa afnumið ofbeldið," segir Þorlákur að lokum.- bþh
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Erlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira