Frumvarp um vernd dýra endurskoðað 16. júní 2012 10:00 Virða ber rétt dýra Yfirvöld eiga að hafa ótvíræðar heimildir til að grípa til aðgerða gegn þeim sem brjóta á rétti dýra. Fréttablaðið/Vilhelm Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið mun endurskoða frumvarp um dýravernd í sumar. Það verður svo lagt fyrir þingið næsta haust. „Það verður auðvitað farið yfir þá gagnrýni sem fram hefur komið," segir Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri. „En ég get ekki sagt neitt um hvort eða hverju verður breytt." Sigurgeir segir að meðal annars verði leyfi fyrir geldingu á sjö daga gömlum grísum án deyfingar tekið til endurskoðunar. „Þetta hefur verið praktíserað svona og er í samræmi við gildandi reglur í nágrannalöndunum," segir Sigurgeir og bendir á að nýlega hafi verið sett á reglugerð sem tilgreinir að ef slíkt sé gert verði að beita verkjastillandi lyfjum. Þá sé verið að þróa nýtt lyf á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu sem gæti hugsanlega komið í staðinn fyrir geldingu á næstu árum. „Við þurfum að horfa á þróun þessa tiltekna lyfs sem seinkar þroska á eistum grísa og kemur í veg fyrir að galtarbragðið myndist," segir hann. „Við hljótum að horfa til þess hvort það sé ekki lausn sem verði innleidd hér. Ég ætla þó ekki að nefna neinn tíma í því samhengi, en það verður skoðað." Hagsmunahópar hafa einnig gagnrýnt þá ákvörðun ráðuneytisins að vilja taka út þvingunarúrræði Matvælastofnunar til að skerða eða fella niður ríkisstyrki hjá þeim sem brjóta gegn dýrum. Sigurgeir segir þá gagnrýni umdeilanlega. Þar hafi verið uppi lögfræðileg sjónarmið varðandi hvernig breyta átti þeim viðurlögum sem hægt sé að beita þá sem brjóta gegn réttindum dýra. Til staðar séu nú þegar ákveðin refsi- og sektarákvæði, þar á meðal stjórnvaldssekt upp í allt að fimm milljónir króna. „Svo eru heimildir til að svipta fólk rétti til að halda dýr," segir hann. „Ef menn framfylgja lögunum á það ekki að geta liðist að bændur haldi bústofn sem er illa með farið til lengdar því það á að vera hægt að stöðva það." Hann segir yfirvöld hafa borið því við að ekki væru nægilega skýr ákvæði til að taka á þessu með viðeigandi hætti. „En það á að færa mönnum ótvíræðar heimildir til að grípa til nauðsynlegra aðgerða." sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið mun endurskoða frumvarp um dýravernd í sumar. Það verður svo lagt fyrir þingið næsta haust. „Það verður auðvitað farið yfir þá gagnrýni sem fram hefur komið," segir Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri. „En ég get ekki sagt neitt um hvort eða hverju verður breytt." Sigurgeir segir að meðal annars verði leyfi fyrir geldingu á sjö daga gömlum grísum án deyfingar tekið til endurskoðunar. „Þetta hefur verið praktíserað svona og er í samræmi við gildandi reglur í nágrannalöndunum," segir Sigurgeir og bendir á að nýlega hafi verið sett á reglugerð sem tilgreinir að ef slíkt sé gert verði að beita verkjastillandi lyfjum. Þá sé verið að þróa nýtt lyf á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu sem gæti hugsanlega komið í staðinn fyrir geldingu á næstu árum. „Við þurfum að horfa á þróun þessa tiltekna lyfs sem seinkar þroska á eistum grísa og kemur í veg fyrir að galtarbragðið myndist," segir hann. „Við hljótum að horfa til þess hvort það sé ekki lausn sem verði innleidd hér. Ég ætla þó ekki að nefna neinn tíma í því samhengi, en það verður skoðað." Hagsmunahópar hafa einnig gagnrýnt þá ákvörðun ráðuneytisins að vilja taka út þvingunarúrræði Matvælastofnunar til að skerða eða fella niður ríkisstyrki hjá þeim sem brjóta gegn dýrum. Sigurgeir segir þá gagnrýni umdeilanlega. Þar hafi verið uppi lögfræðileg sjónarmið varðandi hvernig breyta átti þeim viðurlögum sem hægt sé að beita þá sem brjóta gegn réttindum dýra. Til staðar séu nú þegar ákveðin refsi- og sektarákvæði, þar á meðal stjórnvaldssekt upp í allt að fimm milljónir króna. „Svo eru heimildir til að svipta fólk rétti til að halda dýr," segir hann. „Ef menn framfylgja lögunum á það ekki að geta liðist að bændur haldi bústofn sem er illa með farið til lengdar því það á að vera hægt að stöðva það." Hann segir yfirvöld hafa borið því við að ekki væru nægilega skýr ákvæði til að taka á þessu með viðeigandi hætti. „En það á að færa mönnum ótvíræðar heimildir til að grípa til nauðsynlegra aðgerða." sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira