Gefa út nýtt túristablað á frönsku 4. júlí 2012 17:00 Virginie Le Borgne og Lea Gestsdóttir Gayet standa á bak við nýtt blað á frönsku um íslenska menningu. „Flestir Frakkar skilja ekki ensku og við viljum útskýra fyrir þeim íslenska menningu í raun og veru og sleppa öllum klisjum," segir Lea Gestsdóttir Gayet sem gaf út fyrsta tölublað fríblaðsins Le Pourquoi Pas? síðasta föstudag. Blaðið er ætlað frönskumælandi ferðalöngum en Leu hefur þótt skorta slíkt rit. „Þetta er ætlað fólki til dæmis frá Frakklandi, Sviss, Belgíu og Kanada. Ég hef líka tekið eftir Ítölum og Spánverjum að lesa blaðið en þeir skilja margir frönsku mun betur en ensku," segir Lea og nefnir Grapevine máli sínu til stuðnings um mikilvægi fríblaða sem fjalla um íslenska menningu á erlendu tungumáli. Lea ritstýrði blaðinu ásamt frönsku blaðakonunni Virginie Le Borgne en blaðamaðurinn Serge Ronene kom jafnframt að útgáfunni ásamt góðum hópi. „Hugmyndin kviknaði í byrjun mars þegar ég og Ronene vorum á Fáskrúðsfirði að rannsaka sögu frönsku sjómannanna sem voru þar í gamla daga og við fórum að velta fyrir okkur hve lítið efni er skrifað fyrir franska ferðamenn." Næsta tölublað er væntanlegt í byrjun ágúst og finnur Lea fyrir miklum meðbyr. „Við stefnum á að gefa blaðið út í júlí, ágúst og desember," segir Lea og bætir við að 30 þúsund Frakkar komi hingað ár hvert og þá helst í fyrrnefndum mánuðum. Efnistök fyrsta tölublaðsins eru þrískipt. „Við tókum viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur og Þóru Arnórsdóttur til að vekja athygli á að Þóra bauð sig fram til forseta sem ólétt kona. Það er eitthvað sem væri ekki hægt í Frakklandi og vildum við sýna sterkan hlut kvenna í íslensku samfélagi." Ritstjórnin tók einnig viðtöl við frönskumælandi listamenn hér á landi, fjallaði um bæi úti á landi sem og íslenska íþróttaiðkun. -hþt Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Flestir Frakkar skilja ekki ensku og við viljum útskýra fyrir þeim íslenska menningu í raun og veru og sleppa öllum klisjum," segir Lea Gestsdóttir Gayet sem gaf út fyrsta tölublað fríblaðsins Le Pourquoi Pas? síðasta föstudag. Blaðið er ætlað frönskumælandi ferðalöngum en Leu hefur þótt skorta slíkt rit. „Þetta er ætlað fólki til dæmis frá Frakklandi, Sviss, Belgíu og Kanada. Ég hef líka tekið eftir Ítölum og Spánverjum að lesa blaðið en þeir skilja margir frönsku mun betur en ensku," segir Lea og nefnir Grapevine máli sínu til stuðnings um mikilvægi fríblaða sem fjalla um íslenska menningu á erlendu tungumáli. Lea ritstýrði blaðinu ásamt frönsku blaðakonunni Virginie Le Borgne en blaðamaðurinn Serge Ronene kom jafnframt að útgáfunni ásamt góðum hópi. „Hugmyndin kviknaði í byrjun mars þegar ég og Ronene vorum á Fáskrúðsfirði að rannsaka sögu frönsku sjómannanna sem voru þar í gamla daga og við fórum að velta fyrir okkur hve lítið efni er skrifað fyrir franska ferðamenn." Næsta tölublað er væntanlegt í byrjun ágúst og finnur Lea fyrir miklum meðbyr. „Við stefnum á að gefa blaðið út í júlí, ágúst og desember," segir Lea og bætir við að 30 þúsund Frakkar komi hingað ár hvert og þá helst í fyrrnefndum mánuðum. Efnistök fyrsta tölublaðsins eru þrískipt. „Við tókum viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur og Þóru Arnórsdóttur til að vekja athygli á að Þóra bauð sig fram til forseta sem ólétt kona. Það er eitthvað sem væri ekki hægt í Frakklandi og vildum við sýna sterkan hlut kvenna í íslensku samfélagi." Ritstjórnin tók einnig viðtöl við frönskumælandi listamenn hér á landi, fjallaði um bæi úti á landi sem og íslenska íþróttaiðkun. -hþt
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira