Segir úrbóta þörf eftir laumufarþegaatvik 11. júlí 2012 09:00 Keflavíkurflugvöllur Talsmaður Iceland Express segir atvik þar sem tveir menn komust í leyfisleysi inn á flughlað og upp í flugvél kalla á umbætur. Fréttablaðið/pjetur Öryggisferlar flugfélaga á Keflavíkurflugvelli eru óbeint tengdir almennu öryggiskerfi á flugvallarsvæðinu. Úrbóta er þó þörf í ljósi atviks um síðustu helgi þegar tveir menn komust inn á öryggissvæði flugvallarins og upp í flugvél Icelandair þar sem þeir fundust. Þetta segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, í samtali við Fréttablaðið, aðspurður um yfirlýsingu Isavia um að öryggiskerfi á flugvellinum „hafi virkað" þrátt fyrir uppákomuna. „Bæði flugstjórar og yfirflugfreyjur eru öryggisfulltrúar í vélunum og athuga hvort allt sé með felldu um borð í vélinni áður en byrjað er að hleypa um borð," segir Heimir Már. „Þetta er öryggiskerfi sem við höfum sjálf og tengist óbeint almennu öryggi á Keflavíkurflugvelli." Hann segir þó ljóst að úrbóta sé þörf. „Það er ekki alveg allt í lagi ef fólk kemst yfir girðinguna óáreitt og getur athafnað sig í einhvern tíma á flughlaðinu. Ef menn með verri tilgang en þennan hefðu verið á ferð er aldrei að vita hvað hefði getað gerst," segir Heimir Már og bætir því við að hann búist við úrbótum að rannsókn lokinni. Í svari Wow Air við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að þjálfun flugliða snúist fyrst og fremst um öryggismál og flugvernd. „Það sem gerðist [þegar mennirnir fundust í flugvélinni um helgina] sýnir að sú þjálfun skilar sér. En auðvitað er þetta stórt svæði og erfitt að verja allt svæðið og því ljóst að alltaf er gott að endurskoða og bæta öryggisferla."- þj Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Öryggisferlar flugfélaga á Keflavíkurflugvelli eru óbeint tengdir almennu öryggiskerfi á flugvallarsvæðinu. Úrbóta er þó þörf í ljósi atviks um síðustu helgi þegar tveir menn komust inn á öryggissvæði flugvallarins og upp í flugvél Icelandair þar sem þeir fundust. Þetta segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, í samtali við Fréttablaðið, aðspurður um yfirlýsingu Isavia um að öryggiskerfi á flugvellinum „hafi virkað" þrátt fyrir uppákomuna. „Bæði flugstjórar og yfirflugfreyjur eru öryggisfulltrúar í vélunum og athuga hvort allt sé með felldu um borð í vélinni áður en byrjað er að hleypa um borð," segir Heimir Már. „Þetta er öryggiskerfi sem við höfum sjálf og tengist óbeint almennu öryggi á Keflavíkurflugvelli." Hann segir þó ljóst að úrbóta sé þörf. „Það er ekki alveg allt í lagi ef fólk kemst yfir girðinguna óáreitt og getur athafnað sig í einhvern tíma á flughlaðinu. Ef menn með verri tilgang en þennan hefðu verið á ferð er aldrei að vita hvað hefði getað gerst," segir Heimir Már og bætir því við að hann búist við úrbótum að rannsókn lokinni. Í svari Wow Air við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að þjálfun flugliða snúist fyrst og fremst um öryggismál og flugvernd. „Það sem gerðist [þegar mennirnir fundust í flugvélinni um helgina] sýnir að sú þjálfun skilar sér. En auðvitað er þetta stórt svæði og erfitt að verja allt svæðið og því ljóst að alltaf er gott að endurskoða og bæta öryggisferla."- þj
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira