Nú þurfum við að taka upp boxhanskana Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 30. júlí 2012 06:00 Hreiðar Levý Guðmundsson lokaði íslenska markinu í lokin. Mynd/Valli Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu sinn fyrsta leik á Ólympíuleikunum í gær þegar þeir mættu Argentínumönnum í þriðja sinn á rúmri viku, 31-25. Ísland hafði spilað tvo æfingaleiki við Argentínu fyrir leikana og það borgaði sig, því strákunum tókst að gera nóg til að hafa betur gegn hættulegum andstæðingi. „Skylduverkið var kannski að spila þennan fyrsta leik en eins og við sáum þá er Argentína ekki með lélegt handboltalið. Sá sem heldur því fram veit bara ekkert um handbolta," sagði Arnór Atlason ákveðinn en hann byrjaði í stöðu leikstjórnanda í gær í fjarveru Snorra Steins Guðjónssonar. Snorri Steinn spilaði svo síðustu 20 mínútur leiksins og gerði það ljómandi vel, enda sigu strákarnir fram úr á lokakaflanum og unnu öruggan sex marka sigur. Hreiðar Levý Guðmundsson spilaði einnig síðustu 20 mínúturnar og var valinn maður leiksins. Enda varði hann tólf skot, þar af þrjú víti, og fór á kostum. „Það er ótrúlega gaman að þetta sé komið í gang aftur. Við erum búnir að bíða eftir þessu síðan við töpuðum fyrir Frökkum í Peking fyrir fjórum árum síðan. Það var frábært að spila í þessari æðislegu höll og við fíluðum okkur vel. Aðalmálið er þó að við fengum tvö stig," sagði Arnór. Það gekk þó á ýmsu hjá íslenska liðinu sem á heilmikið inni fyrir næstu leiki. „Það er alltaf eitthvað sem má laga en heilt yfir erum við sáttir. Við fengum nú varla sókn þar sem við vorum sex gegn sex í fyrri hálfleik og við áttum stundum í erfiðleikum með að finna dauðafærin. En það er samt fínt að skora 31 mark." Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson skrifaði slæma byrjun Íslands í leiknum á sviðsskrekk. „Menn eru búnir að bíða eftir þessu í fjögur ár og undirbúa sig í allt sumar fyrir þennan fyrsta leik. Svo komum við í þorpið og var biðin eftir þessum leik erfið, sem og óvissan vegna meiðsli þeirra Arons, Snorra og Ólafs Bjarka." Hann var þó sáttur við leikinn, þó að ýmislegt megi bæta. „Það vildu allir gefa allt sitt í leikinn en til að byrjað með vantaði meiri grimmd í leikmenn. Menn voru hikandi og þess fyrir utan virtist ólánið elta okkur – við misstum öll fráköst út af eða til þeirra auk þess sem dómararnir dæmdu mikið á okkur." Næst spilar Ísland gegn Túnis í fyrramálið og á Arnór von á erfiðari leik en gegn Argentínu. „Við mættum Túnis í Frakklandi og það var ekki auðvelt. Þeir eru líkamlega mjög sterkir og við þurfum nú að taka upp boxhanskana. Það verða slagsmál og læti. Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu sinn fyrsta leik á Ólympíuleikunum í gær þegar þeir mættu Argentínumönnum í þriðja sinn á rúmri viku, 31-25. Ísland hafði spilað tvo æfingaleiki við Argentínu fyrir leikana og það borgaði sig, því strákunum tókst að gera nóg til að hafa betur gegn hættulegum andstæðingi. „Skylduverkið var kannski að spila þennan fyrsta leik en eins og við sáum þá er Argentína ekki með lélegt handboltalið. Sá sem heldur því fram veit bara ekkert um handbolta," sagði Arnór Atlason ákveðinn en hann byrjaði í stöðu leikstjórnanda í gær í fjarveru Snorra Steins Guðjónssonar. Snorri Steinn spilaði svo síðustu 20 mínútur leiksins og gerði það ljómandi vel, enda sigu strákarnir fram úr á lokakaflanum og unnu öruggan sex marka sigur. Hreiðar Levý Guðmundsson spilaði einnig síðustu 20 mínúturnar og var valinn maður leiksins. Enda varði hann tólf skot, þar af þrjú víti, og fór á kostum. „Það er ótrúlega gaman að þetta sé komið í gang aftur. Við erum búnir að bíða eftir þessu síðan við töpuðum fyrir Frökkum í Peking fyrir fjórum árum síðan. Það var frábært að spila í þessari æðislegu höll og við fíluðum okkur vel. Aðalmálið er þó að við fengum tvö stig," sagði Arnór. Það gekk þó á ýmsu hjá íslenska liðinu sem á heilmikið inni fyrir næstu leiki. „Það er alltaf eitthvað sem má laga en heilt yfir erum við sáttir. Við fengum nú varla sókn þar sem við vorum sex gegn sex í fyrri hálfleik og við áttum stundum í erfiðleikum með að finna dauðafærin. En það er samt fínt að skora 31 mark." Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson skrifaði slæma byrjun Íslands í leiknum á sviðsskrekk. „Menn eru búnir að bíða eftir þessu í fjögur ár og undirbúa sig í allt sumar fyrir þennan fyrsta leik. Svo komum við í þorpið og var biðin eftir þessum leik erfið, sem og óvissan vegna meiðsli þeirra Arons, Snorra og Ólafs Bjarka." Hann var þó sáttur við leikinn, þó að ýmislegt megi bæta. „Það vildu allir gefa allt sitt í leikinn en til að byrjað með vantaði meiri grimmd í leikmenn. Menn voru hikandi og þess fyrir utan virtist ólánið elta okkur – við misstum öll fráköst út af eða til þeirra auk þess sem dómararnir dæmdu mikið á okkur." Næst spilar Ísland gegn Túnis í fyrramálið og á Arnór von á erfiðari leik en gegn Argentínu. „Við mættum Túnis í Frakklandi og það var ekki auðvelt. Þeir eru líkamlega mjög sterkir og við þurfum nú að taka upp boxhanskana. Það verða slagsmál og læti.
Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira