Pistillinn: Kostir þess að tapa Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 2. ágúst 2012 08:00 Frá öðrum leikjanna umdeildu í gær. Mynd/Valli Pierre de Coubertin, faðir Ólympíuleika nútímans, sagði ávallt að það mikilvæga við Ólympíuleika væri ekki að vinna, heldur að taka þátt og að gera sitt besta. Það kom því ekki á óvart að átta badmintonkonum var vikið úr keppni á leikunum í gær. Um er að ræða fjögur pör í tvíliðaleik kvenna – tvö frá Suður-Kóreu, eitt frá Indónesíu og eitt frá Kína – sem öll lögðu sig fram við að tapa viðureignum sínum í fyrradag. Í reglum Alþjóðabadmintonsambandsins eru reglur sem kveða á um að leikmenn skuli ávallt gera sitt besta til að vinna leiki. Voru viðkomandi keppendur fundnir sekir um brot á þessari reglugerð og því vikið úr leik. Allt hófst þetta á því að danskt par vann afar óvæntan sigur á þeim Tian og Zhao frá Kína í D-riðli snemma dags á þriðjudaginn. Kínverska parið er í öðru sæti heimslistans og kom því sigur Dananna mjög á óvart. Aðeins tvö lið frá hverju landi mega keppa í hverri grein og hitt kínverska parið á leikunum er einmitt í efsta sæti heimslistans. Vegna taps þeirra Tian og Zhao var sú staða komin upp að Kínverjarnir myndu mætast í undanúrslitum – ekki úrslitum. Þar lá hundurinn grafinn. Þess vegna reyndi hitt kínverska parið (það sem er í efsta sæti heimstans) líka að tapa viðureign til að reyna að rétta skekkjuna af, ef svo má að orði komast. Parið sem þau mættu vildi samt líka tapa, því þannig hefðu Kínverjarnir mæst innbyrðis í undanúrslitum og viðkomandi ættu því greiða leið í úrslitin. Allt þetta hafði svo áhrif á aðra viðureign, á milli pars frá Suður-Kóreu og Indónesíu, því skyndilega var sú staða komin upp að sigurvegarar þeirrar viðureignar myndu mæta besta pari heims í 8-liða úrslitum. Möguleikarnir á verðlaunapening væru nánast úr sögunni með sigri. Það var sú viðureign sem var á undan leik Rögnu Ingólfsdóttur á leikunum í fyrrakvöld og ég fylgdist með, nánast gapandi. Það var með ólíkindum að sjá bestu badmintonkonur heims svara skoti sem var augljóslega á leiðinni út af og þykjast svo vera fúlar þegar þær gáfu frá sér stig með því að þrykkja í netið. Auðvitað var ekkert annað hægt í stöðunni en að vísa þeim frá keppni. Badmintoníþróttin var skyndilega komin í sviðsljós Ólympíuleikanna hér úti enda greint frá þessu í öllum helstu fjölmiðlum heims. Auðvitað má segja að keppnisfyrirkomulagið hafi boðið hættunni heim en keppendur á Ólympíuleikum eiga þó að geta sagt sér að sú iðja að tapa viljandi sé ekki vænleg til árangurs. Það sem eftir situr er þó kínverska parið Thian og Zhao sem tapaði óviljandi fyrir danska parinu. Það er nú langlíklegast til að hirða gull í greininni og sýnir þannig svo ekki verður um villst að það er í góðu lagi að tapa – ef maður leggur sig fram. Erlendar Pistillinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Sjá meira
Pierre de Coubertin, faðir Ólympíuleika nútímans, sagði ávallt að það mikilvæga við Ólympíuleika væri ekki að vinna, heldur að taka þátt og að gera sitt besta. Það kom því ekki á óvart að átta badmintonkonum var vikið úr keppni á leikunum í gær. Um er að ræða fjögur pör í tvíliðaleik kvenna – tvö frá Suður-Kóreu, eitt frá Indónesíu og eitt frá Kína – sem öll lögðu sig fram við að tapa viðureignum sínum í fyrradag. Í reglum Alþjóðabadmintonsambandsins eru reglur sem kveða á um að leikmenn skuli ávallt gera sitt besta til að vinna leiki. Voru viðkomandi keppendur fundnir sekir um brot á þessari reglugerð og því vikið úr leik. Allt hófst þetta á því að danskt par vann afar óvæntan sigur á þeim Tian og Zhao frá Kína í D-riðli snemma dags á þriðjudaginn. Kínverska parið er í öðru sæti heimslistans og kom því sigur Dananna mjög á óvart. Aðeins tvö lið frá hverju landi mega keppa í hverri grein og hitt kínverska parið á leikunum er einmitt í efsta sæti heimslistans. Vegna taps þeirra Tian og Zhao var sú staða komin upp að Kínverjarnir myndu mætast í undanúrslitum – ekki úrslitum. Þar lá hundurinn grafinn. Þess vegna reyndi hitt kínverska parið (það sem er í efsta sæti heimstans) líka að tapa viðureign til að reyna að rétta skekkjuna af, ef svo má að orði komast. Parið sem þau mættu vildi samt líka tapa, því þannig hefðu Kínverjarnir mæst innbyrðis í undanúrslitum og viðkomandi ættu því greiða leið í úrslitin. Allt þetta hafði svo áhrif á aðra viðureign, á milli pars frá Suður-Kóreu og Indónesíu, því skyndilega var sú staða komin upp að sigurvegarar þeirrar viðureignar myndu mæta besta pari heims í 8-liða úrslitum. Möguleikarnir á verðlaunapening væru nánast úr sögunni með sigri. Það var sú viðureign sem var á undan leik Rögnu Ingólfsdóttur á leikunum í fyrrakvöld og ég fylgdist með, nánast gapandi. Það var með ólíkindum að sjá bestu badmintonkonur heims svara skoti sem var augljóslega á leiðinni út af og þykjast svo vera fúlar þegar þær gáfu frá sér stig með því að þrykkja í netið. Auðvitað var ekkert annað hægt í stöðunni en að vísa þeim frá keppni. Badmintoníþróttin var skyndilega komin í sviðsljós Ólympíuleikanna hér úti enda greint frá þessu í öllum helstu fjölmiðlum heims. Auðvitað má segja að keppnisfyrirkomulagið hafi boðið hættunni heim en keppendur á Ólympíuleikum eiga þó að geta sagt sér að sú iðja að tapa viljandi sé ekki vænleg til árangurs. Það sem eftir situr er þó kínverska parið Thian og Zhao sem tapaði óviljandi fyrir danska parinu. Það er nú langlíklegast til að hirða gull í greininni og sýnir þannig svo ekki verður um villst að það er í góðu lagi að tapa – ef maður leggur sig fram.
Erlendar Pistillinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Sjá meira