Krafan er einföld og auðskilin Árni Stefán Jónsson skrifar 17. ágúst 2012 06:00 Með jöfnu millibili birtast fréttir og greinar um lífeyriskjör opinberra starfsmanna. Þessar fréttir eru þó oftar en ekki mjög ónákvæmar og gefa villandi upplýsingar um stöðu lífeyrismála og þá sér í lagi um stöðu lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna (LSR). Reglulega er þó reynt að leiðrétta helstu villur í umræðunni, hér er það gert enn og aftur. Síðustu fréttir af lífeyrismálum opinberra starfsmanna birtust m.a. í Fréttablaðinu. Þar var farið yfir stöðu LSR, bæði A- og B-deildarinnar. Sú yfirferð var að mörgu leyti ágæt, en umfjöllunin var sett þannig fram að ætli mátti að lífeyriskjör opinberra ríkisstarfsmanna væru forréttindi en ekki hluti af starfskjörum þeirra. Í umfjölluninni var sáð fræi tortryggni og óvildar í garð ríkisstarfsmanna með ósanngjörnum hætti. Málinu var stillt þannig upp að til þess að ríkið gæti staðið við launagreiðslur til sinna starfsmanna, þá yrði að hækka skatta, eða að skattgreiðendur þyrftu hver og einn að fara ofan í eigin vasa til að borga í lífeyriskerfi ríkisstarfsmanna. Þetta er auðvitað fráleit framsetning. Ríkið er atvinnurekandi og fær sínar tekjur að mestu leyti af skattgreiðslum frá almenningi, sem sumir hverjir eru vel að merkja einnig ríkisstarfsmenn. Ríkið notar síðan þessar tekjur til að greiða ýmsa þjónustu fyrir landsmenn, s.s. skóla- og heilbrigðiskerfi. Hluti þessara greiðslna eru laun þeirra sem starfa við almannaþjónustuna – starfsmenn ríkisins. Í stuttu máli lítur málið út svona: 1. Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna (LSR) er skipt í A-deild og B-deild. B-deildin er „gamla fyrirkomulagið" en það var lokað fyrir nýjum starfsmönnum 1997. 2. B-deild lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna var bæði uppsöfnunar- og gegnumstreymissjóður. Ríki og sveitarfélög greiddu lögbundinn lífeyri til sjóðanna, annað hvort fyrirfram eða í síðasta lagi þegar sjóðsfélagi hóf töku lífeyris. Í tilfelli LSR þá hefur ríkið sem atvinnurekandi ekki greitt sinn hluta lífeyrisins til sjóðsins eins og það átti að gera. Þess vegna hafa hlaðist upp skuldir ríkisins við sjóðinn. 3. A-deildin er uppbyggð eins og lífeyrissjóðir á hinum almenna markaði. Það sem er frábrugðið er hins vegar að réttindi starfsmanna í LSR eru tryggð, þannig að ef sjóðurinn stendur ekki undir þeim réttindum sem eru óaðskiljanlegur hluti launakjaranna, þá ber stjórn sjóðsins að hækka iðgjaldið samkvæmt lögum. Skuldir ríkisins við A-deildina eru tilkomnar vegna þess að stjórnvöld hafa neitað að hækka iðgjald til sjóðsins eins og lögbundið er. Iðgjaldið hefur ekki staðið undir réttindum í nokkurn tíma vegna þess að atvinnurekandinn neitar að standa við skuldbindingar sínar. Það átti að hækka iðgjaldið árið 2009, en ríkið hefur komist undan því með bráðabirgðaákvæðum í lögum sem heimila því að draga það á langinn. Á meðan hækkar skuldin. Niðurstaðan er því sú að ríkið sem atvinnurekandi skuldar sínum starfsmönnum, bæði núverandi og þeim sem komnir eru á lífeyri. Ímyndum okkur atvinnurekanda á almennum markaði sem ekki greiðir lögbundin gjöld af launum starfsmanna sinna. Hvað er gert? Gjöldin eru sótt, ekki satt? Um þetta snýst málið. Krafa opinberra starfsmanna er einföld og auðskilin. Við viljum að ríkið borgi skuldir sínar eins og aðrir atvinnurekendur í þessu landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Með jöfnu millibili birtast fréttir og greinar um lífeyriskjör opinberra starfsmanna. Þessar fréttir eru þó oftar en ekki mjög ónákvæmar og gefa villandi upplýsingar um stöðu lífeyrismála og þá sér í lagi um stöðu lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna (LSR). Reglulega er þó reynt að leiðrétta helstu villur í umræðunni, hér er það gert enn og aftur. Síðustu fréttir af lífeyrismálum opinberra starfsmanna birtust m.a. í Fréttablaðinu. Þar var farið yfir stöðu LSR, bæði A- og B-deildarinnar. Sú yfirferð var að mörgu leyti ágæt, en umfjöllunin var sett þannig fram að ætli mátti að lífeyriskjör opinberra ríkisstarfsmanna væru forréttindi en ekki hluti af starfskjörum þeirra. Í umfjölluninni var sáð fræi tortryggni og óvildar í garð ríkisstarfsmanna með ósanngjörnum hætti. Málinu var stillt þannig upp að til þess að ríkið gæti staðið við launagreiðslur til sinna starfsmanna, þá yrði að hækka skatta, eða að skattgreiðendur þyrftu hver og einn að fara ofan í eigin vasa til að borga í lífeyriskerfi ríkisstarfsmanna. Þetta er auðvitað fráleit framsetning. Ríkið er atvinnurekandi og fær sínar tekjur að mestu leyti af skattgreiðslum frá almenningi, sem sumir hverjir eru vel að merkja einnig ríkisstarfsmenn. Ríkið notar síðan þessar tekjur til að greiða ýmsa þjónustu fyrir landsmenn, s.s. skóla- og heilbrigðiskerfi. Hluti þessara greiðslna eru laun þeirra sem starfa við almannaþjónustuna – starfsmenn ríkisins. Í stuttu máli lítur málið út svona: 1. Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna (LSR) er skipt í A-deild og B-deild. B-deildin er „gamla fyrirkomulagið" en það var lokað fyrir nýjum starfsmönnum 1997. 2. B-deild lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna var bæði uppsöfnunar- og gegnumstreymissjóður. Ríki og sveitarfélög greiddu lögbundinn lífeyri til sjóðanna, annað hvort fyrirfram eða í síðasta lagi þegar sjóðsfélagi hóf töku lífeyris. Í tilfelli LSR þá hefur ríkið sem atvinnurekandi ekki greitt sinn hluta lífeyrisins til sjóðsins eins og það átti að gera. Þess vegna hafa hlaðist upp skuldir ríkisins við sjóðinn. 3. A-deildin er uppbyggð eins og lífeyrissjóðir á hinum almenna markaði. Það sem er frábrugðið er hins vegar að réttindi starfsmanna í LSR eru tryggð, þannig að ef sjóðurinn stendur ekki undir þeim réttindum sem eru óaðskiljanlegur hluti launakjaranna, þá ber stjórn sjóðsins að hækka iðgjaldið samkvæmt lögum. Skuldir ríkisins við A-deildina eru tilkomnar vegna þess að stjórnvöld hafa neitað að hækka iðgjald til sjóðsins eins og lögbundið er. Iðgjaldið hefur ekki staðið undir réttindum í nokkurn tíma vegna þess að atvinnurekandinn neitar að standa við skuldbindingar sínar. Það átti að hækka iðgjaldið árið 2009, en ríkið hefur komist undan því með bráðabirgðaákvæðum í lögum sem heimila því að draga það á langinn. Á meðan hækkar skuldin. Niðurstaðan er því sú að ríkið sem atvinnurekandi skuldar sínum starfsmönnum, bæði núverandi og þeim sem komnir eru á lífeyri. Ímyndum okkur atvinnurekanda á almennum markaði sem ekki greiðir lögbundin gjöld af launum starfsmanna sinna. Hvað er gert? Gjöldin eru sótt, ekki satt? Um þetta snýst málið. Krafa opinberra starfsmanna er einföld og auðskilin. Við viljum að ríkið borgi skuldir sínar eins og aðrir atvinnurekendur í þessu landi.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun