Fyndnari í fullri lengd 24. ágúst 2012 14:00 Sigríður Lára Sigurjónsdóttir tók sig til og þýddi Önnu í Grænuhlíð á nýjan leik eftir að hún komst að því að bókin hafði verið stytt verulega í íslenskri þýðingu á sínum tíma. Hér handleikur hún nýja útgáfu bókarinnar sem dreift var í verslanir í vikunni. Fréttablaðið/Valli Sigríður Lára Sigurjónsdóttir komst að því fyrir nokkrum árum að íslensk þýðing einnar eftirlætisbókar hennar, Önnu í Grænuhlíð, væri stytt útgáfa sögunnar. Hún hefur nú þýtt á ný fyrstu bókina af átta um Önnu. „Ég hef lengi verið aðdáandi Önnu í Grænuhlíð en það var fyrst árið 2009 að ég komst að því að bækurnar væri bæði fleiri en ég hélt og lengri. Ég byrjaði því á að lesa bækurnar sem ég hafði ekki lesið og svo þær sem höfðu verið þýddar á íslensku og komst að því að það var meira í þær spunnið en ég hélt. Bækurnar um Önnu eru til dæmis miklu fyndnari en ég hafði gert mér grein fyrir,“ segir Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, þýðandi Önnu í Grænuhlíð sem komin er út á nýjan leik í óstyttri útgáfu hjá forlaginu Ástríki. „Fyrstu fjórar bækurnar af þeim átta sem höfundurinn Lucy Maud Montgomery samdi um Önnu voru þýddar á árunum 1933 til 1937 af Axel Guðmundssyni. Gömlu þýðingarnar eru mjög góðar að mörgu leyti en þær voru þýddar inn í gömlu þýðingarhefðina sem fól í sér þá hugsun að ekki þyrfti að fara eftir frumtextanum. Fyrsta bókin var til dæmis 27 kaflar á íslensku en 38 á ensku. Og styttingar þýddu líka að sögunni var breytt á köflum,“ segir Sigríður Lára og lofar því að lesendum sem þekkja bókina bara í íslenskri þýðingu verði komið á óvart í nýju þýðingunni. Fyrsta bókin um Önnu í Grænuhlíð kom út árið 1908. Sögusviðið eru æskuslóðir höfundar, Prince Edwards-eyja sem er við austurströnd Kanada. „Þetta er sígild sveitarómantík en sögurnar eru alls ekki barnabækur eins og sumir halda. Anna sjálf er bara barn í fyrstu bókinni og síðustu bækurnar segja frá börnunum hennar. Ég les þær að minnsta kosti enn mér til ánægju og veit að bækurnar eiga sér fjölmarga aðdáendur á öllum aldri.“ sigridur@frettabladid.is Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Lífið samstarf Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir komst að því fyrir nokkrum árum að íslensk þýðing einnar eftirlætisbókar hennar, Önnu í Grænuhlíð, væri stytt útgáfa sögunnar. Hún hefur nú þýtt á ný fyrstu bókina af átta um Önnu. „Ég hef lengi verið aðdáandi Önnu í Grænuhlíð en það var fyrst árið 2009 að ég komst að því að bækurnar væri bæði fleiri en ég hélt og lengri. Ég byrjaði því á að lesa bækurnar sem ég hafði ekki lesið og svo þær sem höfðu verið þýddar á íslensku og komst að því að það var meira í þær spunnið en ég hélt. Bækurnar um Önnu eru til dæmis miklu fyndnari en ég hafði gert mér grein fyrir,“ segir Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, þýðandi Önnu í Grænuhlíð sem komin er út á nýjan leik í óstyttri útgáfu hjá forlaginu Ástríki. „Fyrstu fjórar bækurnar af þeim átta sem höfundurinn Lucy Maud Montgomery samdi um Önnu voru þýddar á árunum 1933 til 1937 af Axel Guðmundssyni. Gömlu þýðingarnar eru mjög góðar að mörgu leyti en þær voru þýddar inn í gömlu þýðingarhefðina sem fól í sér þá hugsun að ekki þyrfti að fara eftir frumtextanum. Fyrsta bókin var til dæmis 27 kaflar á íslensku en 38 á ensku. Og styttingar þýddu líka að sögunni var breytt á köflum,“ segir Sigríður Lára og lofar því að lesendum sem þekkja bókina bara í íslenskri þýðingu verði komið á óvart í nýju þýðingunni. Fyrsta bókin um Önnu í Grænuhlíð kom út árið 1908. Sögusviðið eru æskuslóðir höfundar, Prince Edwards-eyja sem er við austurströnd Kanada. „Þetta er sígild sveitarómantík en sögurnar eru alls ekki barnabækur eins og sumir halda. Anna sjálf er bara barn í fyrstu bókinni og síðustu bækurnar segja frá börnunum hennar. Ég les þær að minnsta kosti enn mér til ánægju og veit að bækurnar eiga sér fjölmarga aðdáendur á öllum aldri.“ sigridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Lífið samstarf Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira