Feikileg pressa á tökustað 27. ágúst 2012 00:01 Baltasar Kormákur Tökum á Hollywood-hasarmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, lýkur í byrjun september en þær hófust í júníbyrjun. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum á áætlun og það lítur út fyrir að við klárum þetta á réttum tíma. Það virðast allir vera sáttir við efnið en svo kemur þetta allt í ljós," segir Baltasar, sem var staddur í Nýju-Mexíkó þegar Fréttablaðið ræddi við hann. 2 Guns er tvisvar til þrisvar sinnum dýrari en síðasta mynd Baltasars, hin vinsæla Contraband. Heildarpakkinn hljóðar upp á rúmlega tíu milljarða króna. Leikstjórinn viðurkennir að það sé mjög mikil pressan á sér að skila af sér góðu verki og halda áætlun. „Þegar við erum komin með svona stórar myndir er feikileg pressa." Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington og Mark Wahlberg leika aðalhlutverkin í 2 Guns og með smærri hlutverk fara þekktir leikarar á borð við Bill Paxton, James Marsden, Edward James Olmos, Fred Ward og Paulu Patton. Hvernig er að vinna með stjörnum eins og Denzel Washington? „Það er bara meiri háttar. Þetta eru ekki auðveldir karlar, eins og hann til dæmis. En hann er frábær leikari og það er frábært að vinna með honum. Það er mjög fín samstaða á milli okkar og við náum mjög vel saman. En þetta fólk gerir miklar kröfur og er fylgið sér eins og aðrir líka," greinir hann frá. „Mark þekki ég vel. Ég er búinn að vinna með honum áður og það er gott samband á milli okkar." Á venjulegum tökudegi vaknar Baltasar um hálfsjö. Aðstoðarmaður keyrir hann á tökustað en í millitíðinni eiga þeir mikilvægt stopp á Starbucks. „Svo er ég meira og minna að hamast í þessu í tólf tíma þangað til birtan fer á milli sjö og átta. Svo er bara farið heim og fengið sér kvöldmat og yfirleitt er maður búinn á því." Frumsýning er áætluð 16. ágúst á næsta ári. Eftir að tökum á 2 Guns lýkur snýr Baltasar sér að annarri mynd, Djúpinu, og kynnir hana á kvikmyndahátíðinni í Toronto um miðjan september. Myndin verður frumsýnd hér heima 21. september þar sem leikstjórinn verður viðstaddur. Eftir það flýgur hann til Los Angeles og vinnur við klippingu 2 Guns. „Ég er rosalega ánægður með þá mynd," segir hann um Djúpið. „Þetta er mynd sem ég er hvað stoltastur af að hafa gert." freyr@frettabladid.is Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Tökum á Hollywood-hasarmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, lýkur í byrjun september en þær hófust í júníbyrjun. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum á áætlun og það lítur út fyrir að við klárum þetta á réttum tíma. Það virðast allir vera sáttir við efnið en svo kemur þetta allt í ljós," segir Baltasar, sem var staddur í Nýju-Mexíkó þegar Fréttablaðið ræddi við hann. 2 Guns er tvisvar til þrisvar sinnum dýrari en síðasta mynd Baltasars, hin vinsæla Contraband. Heildarpakkinn hljóðar upp á rúmlega tíu milljarða króna. Leikstjórinn viðurkennir að það sé mjög mikil pressan á sér að skila af sér góðu verki og halda áætlun. „Þegar við erum komin með svona stórar myndir er feikileg pressa." Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington og Mark Wahlberg leika aðalhlutverkin í 2 Guns og með smærri hlutverk fara þekktir leikarar á borð við Bill Paxton, James Marsden, Edward James Olmos, Fred Ward og Paulu Patton. Hvernig er að vinna með stjörnum eins og Denzel Washington? „Það er bara meiri háttar. Þetta eru ekki auðveldir karlar, eins og hann til dæmis. En hann er frábær leikari og það er frábært að vinna með honum. Það er mjög fín samstaða á milli okkar og við náum mjög vel saman. En þetta fólk gerir miklar kröfur og er fylgið sér eins og aðrir líka," greinir hann frá. „Mark þekki ég vel. Ég er búinn að vinna með honum áður og það er gott samband á milli okkar." Á venjulegum tökudegi vaknar Baltasar um hálfsjö. Aðstoðarmaður keyrir hann á tökustað en í millitíðinni eiga þeir mikilvægt stopp á Starbucks. „Svo er ég meira og minna að hamast í þessu í tólf tíma þangað til birtan fer á milli sjö og átta. Svo er bara farið heim og fengið sér kvöldmat og yfirleitt er maður búinn á því." Frumsýning er áætluð 16. ágúst á næsta ári. Eftir að tökum á 2 Guns lýkur snýr Baltasar sér að annarri mynd, Djúpinu, og kynnir hana á kvikmyndahátíðinni í Toronto um miðjan september. Myndin verður frumsýnd hér heima 21. september þar sem leikstjórinn verður viðstaddur. Eftir það flýgur hann til Los Angeles og vinnur við klippingu 2 Guns. „Ég er rosalega ánægður með þá mynd," segir hann um Djúpið. „Þetta er mynd sem ég er hvað stoltastur af að hafa gert." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp