Umhverfis Ísland í 83 myndum 4. september 2012 16:30 Útsýnisflug með Landhelgisgæslunni varð að bók sem Pjetur selur til styrktar Davíð Erni Arnarssyni sem glímir við krabbamein. Fréttablaðið/Stefán Umhverfis Íslands er heiti bókar Pjeturs Sigurðssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins, sem er nýkomin úr prentun. Bókin er gefin út til styrktar Davíð Erni Arnarssyni og fjölskyldu hans en Davíð Örn glímir við krabbamein og hefur þess vegna verið frá vinnu í nokkur ár. „Bókin varð þannig til að ég fór í útsýnisflug með Landhelgisgæslunni síðastliðið vor. Ég átti von á stuttri flugferð hér yfir Suðvesturhorninu en raunin varð sú að við fórum í kringum landið og flugið tók um sjö klukkutíma. Allan tímann var ég með myndavélina á lofti og afrakstur ferðarinnar var því ansi mikill. Nokkrar myndanna birtust svo í Fréttablaðinu og á Vísi og vöktu mikla athygli. Sjónarhornið er kannski nokkuð óvenjulegt, á myndunum má sjá strandlengju Íslands nokkurn veginn eins og hún leggur sig, firði og fjöll og það sem fyrir augu bar án þess að því væri ritstýrt sérstaklega,“ segir Pjetur sem fékk frábært útsýni á hringförinni enda varla ský á himni þegar hann fór í ferðina. „Ég myndaði í 3.500 feta hæð og sýnin yfir fjöllin og landslagið var stórbrotin. Ferðin var farin um mánaðamótin apríl-maí og víða var snjóföl yfir landinu sem skerpir allar línur í landinu. Þá var ekki farið að grænka og fyrir utan hvítan snjóinn eru brúnleitir tónar mest áberandi í landslaginu.“ Eftir að myndirnar birtust kviknaði sú hugmynd að gefa þær út á bók. „Í fyrstu kom til greina að gefa þær út hjá bókaforlagi en þegar sú hugmynd datt upp fyrir ákvað ég að ráðast í málið sjálfur og gefa út bók til styrktar góðu málefni,“ segir Pjetur, sem fljótlega afréð að styrkja Davíð Örn og fjölskyldu. „Davíð Örn var stuðningskennari í bekk fósturdóttur minnar, Elfu, hann býr hér í Grafarvogi eins og ég og er mikill stuðningsmaður Fjölnis. Davíð Örn hefur ekki getið unnið um langt skeið vegna krabbameins sem hann glímir við og sömuleiðis hefur kona hans verið mikið frá vinnu. Þau hafa verið að glíma við að koma sér þaki yfir höfuðið fyrir sig og börnin sín tvö og ágóðinn af sölu bókarinnar rennur allur til þeirra.“ sigridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Umhverfis Íslands er heiti bókar Pjeturs Sigurðssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins, sem er nýkomin úr prentun. Bókin er gefin út til styrktar Davíð Erni Arnarssyni og fjölskyldu hans en Davíð Örn glímir við krabbamein og hefur þess vegna verið frá vinnu í nokkur ár. „Bókin varð þannig til að ég fór í útsýnisflug með Landhelgisgæslunni síðastliðið vor. Ég átti von á stuttri flugferð hér yfir Suðvesturhorninu en raunin varð sú að við fórum í kringum landið og flugið tók um sjö klukkutíma. Allan tímann var ég með myndavélina á lofti og afrakstur ferðarinnar var því ansi mikill. Nokkrar myndanna birtust svo í Fréttablaðinu og á Vísi og vöktu mikla athygli. Sjónarhornið er kannski nokkuð óvenjulegt, á myndunum má sjá strandlengju Íslands nokkurn veginn eins og hún leggur sig, firði og fjöll og það sem fyrir augu bar án þess að því væri ritstýrt sérstaklega,“ segir Pjetur sem fékk frábært útsýni á hringförinni enda varla ský á himni þegar hann fór í ferðina. „Ég myndaði í 3.500 feta hæð og sýnin yfir fjöllin og landslagið var stórbrotin. Ferðin var farin um mánaðamótin apríl-maí og víða var snjóföl yfir landinu sem skerpir allar línur í landinu. Þá var ekki farið að grænka og fyrir utan hvítan snjóinn eru brúnleitir tónar mest áberandi í landslaginu.“ Eftir að myndirnar birtust kviknaði sú hugmynd að gefa þær út á bók. „Í fyrstu kom til greina að gefa þær út hjá bókaforlagi en þegar sú hugmynd datt upp fyrir ákvað ég að ráðast í málið sjálfur og gefa út bók til styrktar góðu málefni,“ segir Pjetur, sem fljótlega afréð að styrkja Davíð Örn og fjölskyldu. „Davíð Örn var stuðningskennari í bekk fósturdóttur minnar, Elfu, hann býr hér í Grafarvogi eins og ég og er mikill stuðningsmaður Fjölnis. Davíð Örn hefur ekki getið unnið um langt skeið vegna krabbameins sem hann glímir við og sömuleiðis hefur kona hans verið mikið frá vinnu. Þau hafa verið að glíma við að koma sér þaki yfir höfuðið fyrir sig og börnin sín tvö og ágóðinn af sölu bókarinnar rennur allur til þeirra.“ sigridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira