Fellihýsamenningin kveikti hugmyndina að þáttunum 5. september 2012 14:30 Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð vinna að nýrri sjónvarpsþáttaröð. Fréttablaðið/Stefán „Þetta fjallar svolítið um þetta helvíti þegar fjölskyldur sem dagsdaglega eyða kannski litlum tíma saman eru settar í þær aðstæður að þurfa að eyða tíma saman og takast hvert á við annað,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson. Hann hefur verið ráðinn til að leikstýra sinni fyrstu sjónvarpsþáttaröð, Helvítis Ísland, eftir handriti Huldars Breiðfjörð. Þáttaröðin verður framleidd af Sagafilm og eru samningaviðræður í gangi um að Sjónvarpið sýni hana. Um er að ræða mannlega dramatíska kómedíu um fjölskyldu sem ferðast um landið að undirlagi fjölskylduföðurins í von um að bjarga hjónabandinu. Huldar segist hafa fengið hugmyndina eftir að hafa á ferðalögum sínum um landið fylgst með hjólahýsa- og fellihýsamenningunni sem hefur verið að skapast hérlendis. „Það fór að rifjast upp fyrir mér hvers konar álag getur orðið þegar maður þarf að sitja í bíl og tilheyra fjölskyldu í jafnþröngu rými og láta allt virka.“ Enn á eftir að ráða leikara í þættina en tökur eru áætlaðar næsta sumar. Hafsteinn Gunnar sló í gegn með sinni fyrstu mynd, Á annan veg, sem kom út í fyrra og fjallaði um tvo vegagerðarmenn uppi á hálendi. Bandaríska kvikmyndabiblían Variety hrósaði myndinni og sagði Hafstein hæfileikamann sem kvikmyndaáhugafólk ætti að fylgjast vel með í framtíðinni. Hafsteinn og Huldar kynntust er þeir voru báðir í kvikmyndanámi í New York. Þeir eru einnig með kvikmynd í bígerð sem heitir Kalt vor og verður tekin upp á næsta ári eftir að tökum á Helvítis Íslandi lýkur. „Það er einnig dramatísk kómedía sem fjallar um samband feðga og gerist í litlu þorpi á Vestfjörðum. Það er voða fínt að vinna með Huldari. Við erum góðir vinir og svo deilum við svipaðri sýn á hlutina. Hann er frábær höfundur og okkur langar að gera fleiri verkefni saman,“ segir Hafsteinn og Huldar bætir við: „Þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa sjónvarpsseríu. Okkur langaði að prófa þetta og það hefur verið ansi gaman að vinna inni í því.“ freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta fjallar svolítið um þetta helvíti þegar fjölskyldur sem dagsdaglega eyða kannski litlum tíma saman eru settar í þær aðstæður að þurfa að eyða tíma saman og takast hvert á við annað,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson. Hann hefur verið ráðinn til að leikstýra sinni fyrstu sjónvarpsþáttaröð, Helvítis Ísland, eftir handriti Huldars Breiðfjörð. Þáttaröðin verður framleidd af Sagafilm og eru samningaviðræður í gangi um að Sjónvarpið sýni hana. Um er að ræða mannlega dramatíska kómedíu um fjölskyldu sem ferðast um landið að undirlagi fjölskylduföðurins í von um að bjarga hjónabandinu. Huldar segist hafa fengið hugmyndina eftir að hafa á ferðalögum sínum um landið fylgst með hjólahýsa- og fellihýsamenningunni sem hefur verið að skapast hérlendis. „Það fór að rifjast upp fyrir mér hvers konar álag getur orðið þegar maður þarf að sitja í bíl og tilheyra fjölskyldu í jafnþröngu rými og láta allt virka.“ Enn á eftir að ráða leikara í þættina en tökur eru áætlaðar næsta sumar. Hafsteinn Gunnar sló í gegn með sinni fyrstu mynd, Á annan veg, sem kom út í fyrra og fjallaði um tvo vegagerðarmenn uppi á hálendi. Bandaríska kvikmyndabiblían Variety hrósaði myndinni og sagði Hafstein hæfileikamann sem kvikmyndaáhugafólk ætti að fylgjast vel með í framtíðinni. Hafsteinn og Huldar kynntust er þeir voru báðir í kvikmyndanámi í New York. Þeir eru einnig með kvikmynd í bígerð sem heitir Kalt vor og verður tekin upp á næsta ári eftir að tökum á Helvítis Íslandi lýkur. „Það er einnig dramatísk kómedía sem fjallar um samband feðga og gerist í litlu þorpi á Vestfjörðum. Það er voða fínt að vinna með Huldari. Við erum góðir vinir og svo deilum við svipaðri sýn á hlutina. Hann er frábær höfundur og okkur langar að gera fleiri verkefni saman,“ segir Hafsteinn og Huldar bætir við: „Þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa sjónvarpsseríu. Okkur langaði að prófa þetta og það hefur verið ansi gaman að vinna inni í því.“ freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira