Rússar í hart vegna laxveiði í net 25. september 2012 08:30 Veitt á Kólaskaga Hér er hinn þekkti veiðimaður Árni Baldursson með stórlax sem hann veiddi í Yokanga-ánni á Kólaskaga. Ríkisstjóri Múrmansk-héraðs í Rússlandi hefur ákveðið að vísa ágreiningi um laxveiðar Norðmanna í net á hafsvæði undan ströndum Finnmerkur til öryggisráðs Rússlands. Samningaviðræður Norðmanna og Rússa síðastliðin tvö ár hafa engan árangur borið, og því er þessi leið nú valin. Öryggisráðið er forsetanum til ráðuneytis um öryggi ríkisins og skipað ráðherrum og fleiri háttsettum embættismönnum. Ríkisstjórinn, Marína Kovtun, boðaði vegna þessa Orra Vigfússon, formann NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, nýlega á fund á Kólaskaga þar sem þau ræddu ítarlega um hrun laxastofnsins í N-Atlantshafi. Ríkisstjórinn sagði eftir fundinn að meira en hundrað rússneskar laxveiðiár á svæðinu væru mikilvægar ferðaþjónustu Rússlands og að sögn Orra er það skoðun ríkisstjórans að ótækt sé að laxanet Norðmanna skaði laxastofninn. Á milli 60–70% af þeim laxi sem veiddur er í netin eru hinn verðmæti vorlax sem stendur undir meginhrygningunni í rússneskum ám á þessum slóðum, að sögn Orra. Bent hefur verið á að veiðar Norðmanna séu brot á 66. grein Hafréttarsáttmála Sameinuðu Þjóðanna, en alþjóðleg nefnd vísindamanna hefur staðfest að laxinn sem um ræðir sé af rússneskum uppruna. Þess utan hefur Nils Pettersen, formaður norskra veiðiréttareigenda, sagt að ef netaveiðar Norðmanna verði aflagðar hefði það góð áhrif á norskar laxveiðiár en ástand þeirra margra er bágborið. - shá Fréttir Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Ríkisstjóri Múrmansk-héraðs í Rússlandi hefur ákveðið að vísa ágreiningi um laxveiðar Norðmanna í net á hafsvæði undan ströndum Finnmerkur til öryggisráðs Rússlands. Samningaviðræður Norðmanna og Rússa síðastliðin tvö ár hafa engan árangur borið, og því er þessi leið nú valin. Öryggisráðið er forsetanum til ráðuneytis um öryggi ríkisins og skipað ráðherrum og fleiri háttsettum embættismönnum. Ríkisstjórinn, Marína Kovtun, boðaði vegna þessa Orra Vigfússon, formann NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, nýlega á fund á Kólaskaga þar sem þau ræddu ítarlega um hrun laxastofnsins í N-Atlantshafi. Ríkisstjórinn sagði eftir fundinn að meira en hundrað rússneskar laxveiðiár á svæðinu væru mikilvægar ferðaþjónustu Rússlands og að sögn Orra er það skoðun ríkisstjórans að ótækt sé að laxanet Norðmanna skaði laxastofninn. Á milli 60–70% af þeim laxi sem veiddur er í netin eru hinn verðmæti vorlax sem stendur undir meginhrygningunni í rússneskum ám á þessum slóðum, að sögn Orra. Bent hefur verið á að veiðar Norðmanna séu brot á 66. grein Hafréttarsáttmála Sameinuðu Þjóðanna, en alþjóðleg nefnd vísindamanna hefur staðfest að laxinn sem um ræðir sé af rússneskum uppruna. Þess utan hefur Nils Pettersen, formaður norskra veiðiréttareigenda, sagt að ef netaveiðar Norðmanna verði aflagðar hefði það góð áhrif á norskar laxveiðiár en ástand þeirra margra er bágborið. - shá
Fréttir Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira