Samfélagsleg áhrif kláms Róbert R. Spanó og Halla Gunnarsdóttir skrifar 12. október 2012 00:01 Innanríkisráðuneytið og lagadeild Háskóla Íslands hafa undanfarin misseri efnt til umræðu um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Hófst þetta ferli haustið 2010 með stórum samráðsfundi þáverandi dómsmála- og mannréttindaráðuneytis og í framhaldinu smærri fundum með fulltrúum réttarvörslukerfisins, fræðasamfélagsins, stofnana og frjálsra félagasamtaka. Í framhaldi af samráðinu hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða og má þar nefna lagabreytingar, ráðstefnuhald, aukið formlegt samráð varðandi rannsókn kynferðisbrota og gerð fræðilegrar rannsóknar sem nú stendur yfir. Í þessu ferli hefur komið fram að ýmsir aðilar sem starfa í tengslum við málaflokkinn meta það svo að aukin klámvæðing kunni að hafa áhrif á kynferðisbrot, bæði á tíðni þeirra og á ofbeldið sjálft. M.ö.o. þá þurfi að taka klám til sérstakrar skoðunar í tengslum við umræðu um kynferðisbrot. Tíðarandi og löggjöfSamkvæmt almennum hegningarlögum er dreifing, innflutningur, sala, útbýting og prentun kláms refsiverð á Íslandi og getur varðað fangelsi allt að sex mánuðum. Lögin kveða ekki á um hvernig skilgreina eigi klám og dómafordæmi eru ekki mörg. Þá breytist tíðarandinn hratt. Bækur sem voru bannaðar um miðja síðustu öld með vísan til þess að þær innihéldu klám myndu tæplega falla undir það hugtak í vitund fólks í dag. Þá hafa áhrif internetsins verið gríðarleg á undanförnum árum og aðgengi að klámi stóraukist. Samhliða fer ekki fram mikil umræða um mörkin milli kláms annars vegar og kynferðislega opinskás efnis hins vegar. Ráðstefna um klámÞessi mörk verða til umfjöllunar á ráðstefnu um klám sem innanríkisráðuneytið og Lagadeild HÍ efna til í samvinnu við velferðarráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneytið þriðjudaginn 16. október nk. Á ráðstefnunni verður jafnframt velt upp spurningum um sálræn áhrif kláms á þá sem slíks efnis neyta, einkum á börn og ungmenni. Markmiðið er að varpa ljósi á hvert hlutverk stjórnvalda eigi að vera þegar kemur að klámi, með tilliti til dreifingar, notkunar og einstaklingsbundinna og samfélagslegra áhrifa. Vonin er að þetta verði liður í því að efna til markvissrar umræðu um klámvæðingu og samfélagsleg áhrif hennar. Ráðstefnan hefst kl. 13 í Hátíðasal Háskóla Íslands og er öllum opin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Spanó Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun
Innanríkisráðuneytið og lagadeild Háskóla Íslands hafa undanfarin misseri efnt til umræðu um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Hófst þetta ferli haustið 2010 með stórum samráðsfundi þáverandi dómsmála- og mannréttindaráðuneytis og í framhaldinu smærri fundum með fulltrúum réttarvörslukerfisins, fræðasamfélagsins, stofnana og frjálsra félagasamtaka. Í framhaldi af samráðinu hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða og má þar nefna lagabreytingar, ráðstefnuhald, aukið formlegt samráð varðandi rannsókn kynferðisbrota og gerð fræðilegrar rannsóknar sem nú stendur yfir. Í þessu ferli hefur komið fram að ýmsir aðilar sem starfa í tengslum við málaflokkinn meta það svo að aukin klámvæðing kunni að hafa áhrif á kynferðisbrot, bæði á tíðni þeirra og á ofbeldið sjálft. M.ö.o. þá þurfi að taka klám til sérstakrar skoðunar í tengslum við umræðu um kynferðisbrot. Tíðarandi og löggjöfSamkvæmt almennum hegningarlögum er dreifing, innflutningur, sala, útbýting og prentun kláms refsiverð á Íslandi og getur varðað fangelsi allt að sex mánuðum. Lögin kveða ekki á um hvernig skilgreina eigi klám og dómafordæmi eru ekki mörg. Þá breytist tíðarandinn hratt. Bækur sem voru bannaðar um miðja síðustu öld með vísan til þess að þær innihéldu klám myndu tæplega falla undir það hugtak í vitund fólks í dag. Þá hafa áhrif internetsins verið gríðarleg á undanförnum árum og aðgengi að klámi stóraukist. Samhliða fer ekki fram mikil umræða um mörkin milli kláms annars vegar og kynferðislega opinskás efnis hins vegar. Ráðstefna um klámÞessi mörk verða til umfjöllunar á ráðstefnu um klám sem innanríkisráðuneytið og Lagadeild HÍ efna til í samvinnu við velferðarráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneytið þriðjudaginn 16. október nk. Á ráðstefnunni verður jafnframt velt upp spurningum um sálræn áhrif kláms á þá sem slíks efnis neyta, einkum á börn og ungmenni. Markmiðið er að varpa ljósi á hvert hlutverk stjórnvalda eigi að vera þegar kemur að klámi, með tilliti til dreifingar, notkunar og einstaklingsbundinna og samfélagslegra áhrifa. Vonin er að þetta verði liður í því að efna til markvissrar umræðu um klámvæðingu og samfélagsleg áhrif hennar. Ráðstefnan hefst kl. 13 í Hátíðasal Háskóla Íslands og er öllum opin.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun