Sighvatur getur sagt „nei“ án vandkvæða Reimar Pétursson skrifar 16. október 2012 06:00 Sighvatur Björgvinsson skrifar grein í Fréttablaðið 11. okt. 2012 um komandi ráðgefandi kosningar um stjórnarskrármál. Hann er skiljanlega í vanda með hvernig hann á að svara þeim óskýru spurningum sem stendur til að leggja fyrir þjóðina. Hann lýsir sig „ósammála sumum“ tillögum stjórnlagaráðs en „sammála öðrum“ og vill ekki að vinnu að baki tillögunum „verði hent út í hafsauga“. En þar sem hann sé ósammála sumum tillögunum geti hann ekki sagt „já“. Málið vandast hins vegar þegar hann segir að mín afstaða til málsins geri honum ókleift að segja „nei“ við tillögunum. Hann segir mig telja að „nei“ leiði til þess að „þá eigi að leggja tillögurnar til hliðar og ekki taka mark á þeim meir“. Sighvatur segist því standa frammi fyrir því að geta hvorki sagt „já“ eða „nei“. Upp virðist kominn óleysanlegur hnútur! Lausnin er hins vegar einföld. Í reynd er ástæðulaust að ætla minni afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs svona mikið hlutverk. Þótt ég sé á móti tillögum stjórnlagaráðs hef ég aldrei lagst gegn því að gerðar séu skynsamlegar breytingar á stjórnarskránni með víðtækri sátt. Kjarni málsins er hins vegar sá að ég er ekki að leggja spurningarnar fyrir þjóðina heldur er það löggjafinn. Löggjafinn getur því unnið með tillögur stjórnlagaráðs með þeim hætti sem hann telur sæmandi eftir atkvæðagreiðsluna. Þá er vandi Sighvats leystur. Nú getur hann sagt „nei“ án vandkvæða. Hann getur svo talað við þingmenn eftir kosningarnar og unnið að framgangi þeirra tillagna stjórnlagaráðs sem honum finnast skynsamlegar. Þeir sem eru ósammála honum geta unnið að hinu gagnstæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reimar Pétursson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Sighvatur Björgvinsson skrifar grein í Fréttablaðið 11. okt. 2012 um komandi ráðgefandi kosningar um stjórnarskrármál. Hann er skiljanlega í vanda með hvernig hann á að svara þeim óskýru spurningum sem stendur til að leggja fyrir þjóðina. Hann lýsir sig „ósammála sumum“ tillögum stjórnlagaráðs en „sammála öðrum“ og vill ekki að vinnu að baki tillögunum „verði hent út í hafsauga“. En þar sem hann sé ósammála sumum tillögunum geti hann ekki sagt „já“. Málið vandast hins vegar þegar hann segir að mín afstaða til málsins geri honum ókleift að segja „nei“ við tillögunum. Hann segir mig telja að „nei“ leiði til þess að „þá eigi að leggja tillögurnar til hliðar og ekki taka mark á þeim meir“. Sighvatur segist því standa frammi fyrir því að geta hvorki sagt „já“ eða „nei“. Upp virðist kominn óleysanlegur hnútur! Lausnin er hins vegar einföld. Í reynd er ástæðulaust að ætla minni afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs svona mikið hlutverk. Þótt ég sé á móti tillögum stjórnlagaráðs hef ég aldrei lagst gegn því að gerðar séu skynsamlegar breytingar á stjórnarskránni með víðtækri sátt. Kjarni málsins er hins vegar sá að ég er ekki að leggja spurningarnar fyrir þjóðina heldur er það löggjafinn. Löggjafinn getur því unnið með tillögur stjórnlagaráðs með þeim hætti sem hann telur sæmandi eftir atkvæðagreiðsluna. Þá er vandi Sighvats leystur. Nú getur hann sagt „nei“ án vandkvæða. Hann getur svo talað við þingmenn eftir kosningarnar og unnið að framgangi þeirra tillagna stjórnlagaráðs sem honum finnast skynsamlegar. Þeir sem eru ósammála honum geta unnið að hinu gagnstæða.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar