Enn tiplað á tánum í kring um Grástein 25. október 2012 08:00 Grásteinn Álfasteinninn í landi Keldna er bæði tvíklofinn og á haus eftir fyrri flutninga vegna vegaframkvæmda. Að þessu sinni er nýr göngu- og hjólastígur sveigður framhjá Grásteini.Fréttablaðið/GVA „Okkur dettur ekki í hug að hreyfa við álfasteininum," segir Ólafur Bjarnason samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg um lagningu nýs hjóla- og göngustígs fram hjá Grásteini við Vesturlandsveg. Grásteinn, sem er í landi Keldna í Grafarvogi, hefur verið talinn bústaður álfa. Vafasamt þykir að stugga við slíkum stöðum. Reyndist það að minnsta kosti dýrkeypt þegar áður hefur verið átt við Grástein vegna vegaframkvæmda. „Þá var komist að samkomulagi við álfana," segir Ólafur um hinar fornu væringar. Og þess vegna sveigir nýi hjóla- og göngustígurinn framhjá klettinum. Hinum megin steinsins er reiðstígur fyrir hestamenn. „Við vitum að sjálfsögðu vel af því að steinninn á sína sögu. Okkur fannst ekki sérstök ástæða til að hafa samband við álfana núna fyrst við erum ekkert að hrófla við steininum," segir Ólafur. Álfasteinninn var fyrst færður til árið 1970 þegar unnið var að lagningu Vesturlandsvegar. Í Morgunblaðinu 15. janúar 1999 segir frá því að steinninn, sem áætlaður var fimmtíu tonn að þyngd, hafi klofnað í tvennt við þær tilfæringar og endað á hvolfi. Vitnað var til verkfræðings sem starfaði að vegagerðinni á þeim tíma og haft eftir honum að eitt óhapp hefði orðið í kjölfar þess að steinninn var fluttur í fyrra skiptið. Ýtustjóri hefði óvart rofið vatnslögn og þúsundir silungaseiða í fiskeldisstöð drepist. Þegar Vesturlandsvegur var tvöfaldaður á þessum slóðum árið 1999 var Grásteinn aftur færður til. Hafði Morgunblaðið eftir Helga Hallgrímssyni vegamálastjóra að tvær meginástæður hefðu ráðið því að steinninn var fluttur. Annars vegar væri hann skemmtilegt kennileiti og hins vegar sögusagnirnar um álfabyggð í steininum. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Okkur dettur ekki í hug að hreyfa við álfasteininum," segir Ólafur Bjarnason samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg um lagningu nýs hjóla- og göngustígs fram hjá Grásteini við Vesturlandsveg. Grásteinn, sem er í landi Keldna í Grafarvogi, hefur verið talinn bústaður álfa. Vafasamt þykir að stugga við slíkum stöðum. Reyndist það að minnsta kosti dýrkeypt þegar áður hefur verið átt við Grástein vegna vegaframkvæmda. „Þá var komist að samkomulagi við álfana," segir Ólafur um hinar fornu væringar. Og þess vegna sveigir nýi hjóla- og göngustígurinn framhjá klettinum. Hinum megin steinsins er reiðstígur fyrir hestamenn. „Við vitum að sjálfsögðu vel af því að steinninn á sína sögu. Okkur fannst ekki sérstök ástæða til að hafa samband við álfana núna fyrst við erum ekkert að hrófla við steininum," segir Ólafur. Álfasteinninn var fyrst færður til árið 1970 þegar unnið var að lagningu Vesturlandsvegar. Í Morgunblaðinu 15. janúar 1999 segir frá því að steinninn, sem áætlaður var fimmtíu tonn að þyngd, hafi klofnað í tvennt við þær tilfæringar og endað á hvolfi. Vitnað var til verkfræðings sem starfaði að vegagerðinni á þeim tíma og haft eftir honum að eitt óhapp hefði orðið í kjölfar þess að steinninn var fluttur í fyrra skiptið. Ýtustjóri hefði óvart rofið vatnslögn og þúsundir silungaseiða í fiskeldisstöð drepist. Þegar Vesturlandsvegur var tvöfaldaður á þessum slóðum árið 1999 var Grásteinn aftur færður til. Hafði Morgunblaðið eftir Helga Hallgrímssyni vegamálastjóra að tvær meginástæður hefðu ráðið því að steinninn var fluttur. Annars vegar væri hann skemmtilegt kennileiti og hins vegar sögusagnirnar um álfabyggð í steininum. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira