Heimilisofbeldismál sent aftur í rannsókn 25. október 2012 07:00 Lögreglustöðin við hverfisgötu Hér braut Már rúðu þannig að gler fór í auga lögreglumanns.Fréttablaðið/anton Aðalmeðferð fór fram í gær í máli Más Ívars Henryssonar, margdæmds manns, sem ákærður er fyrir fjöldann allan af brotum, meðal annars nokkrar árásir á lögreglumenn. Málið var höfðað með þremur ákærum og einni framhaldsákæru að auki. Ákæruliðirnir snúa að hylmingu yfir þjófnaði, fíkniefnabrotum, líkamsárásum og fimm árásum á lögreglumenn. Ein árásin var sýnu alvarlegust, en þá kýldi hann í gegnum glugga á salernishurð á lögreglustöð og við það fóru glerbrot í augu varðstjóra, sem hlaut af varanlegan skaða á auga og sjón. Már Ívar hefur sætt gæsluvarðhaldi vegna málanna síðan í fyrri hluta september. Í varðhaldsúrskurði sem var kveðinn upp yfir honum 11. september kemur fram að einnig sé til rannsóknar grunur um mjög gróft heimilisofbeldi hans gegn þáverandi unnustu sinni. Samkvæmt úrskurðinum er hann grunaður um að hafa slegið hana með krepptum hnefa, kastað henni utan í vegg og slegið höfði hennar ítrekað í vegg þar til hún missti meðvitund og við annað tilefni hrint henni í gólfið, sparkað ítrekað í hana, rifið gat á gallabuxur hennar og rekið fingur upp í leggöng hennar. Það síðastnefnda flokkast sem nauðgun ef brotið sannast. Þessi ofbeldisverk eru hins vegar ekki meðal ákæruatriðanna sem réttað var vegna í gær. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins þótti ákæruvaldinu málið ekki fullrannsakað og vísaði því til baka til frekari meðferðar. Unnustan mun hafa í huga að draga kærur sínar til baka, en ekki liggur fyrir hvers vegna.- sh Fréttir Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í gær í máli Más Ívars Henryssonar, margdæmds manns, sem ákærður er fyrir fjöldann allan af brotum, meðal annars nokkrar árásir á lögreglumenn. Málið var höfðað með þremur ákærum og einni framhaldsákæru að auki. Ákæruliðirnir snúa að hylmingu yfir þjófnaði, fíkniefnabrotum, líkamsárásum og fimm árásum á lögreglumenn. Ein árásin var sýnu alvarlegust, en þá kýldi hann í gegnum glugga á salernishurð á lögreglustöð og við það fóru glerbrot í augu varðstjóra, sem hlaut af varanlegan skaða á auga og sjón. Már Ívar hefur sætt gæsluvarðhaldi vegna málanna síðan í fyrri hluta september. Í varðhaldsúrskurði sem var kveðinn upp yfir honum 11. september kemur fram að einnig sé til rannsóknar grunur um mjög gróft heimilisofbeldi hans gegn þáverandi unnustu sinni. Samkvæmt úrskurðinum er hann grunaður um að hafa slegið hana með krepptum hnefa, kastað henni utan í vegg og slegið höfði hennar ítrekað í vegg þar til hún missti meðvitund og við annað tilefni hrint henni í gólfið, sparkað ítrekað í hana, rifið gat á gallabuxur hennar og rekið fingur upp í leggöng hennar. Það síðastnefnda flokkast sem nauðgun ef brotið sannast. Þessi ofbeldisverk eru hins vegar ekki meðal ákæruatriðanna sem réttað var vegna í gær. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins þótti ákæruvaldinu málið ekki fullrannsakað og vísaði því til baka til frekari meðferðar. Unnustan mun hafa í huga að draga kærur sínar til baka, en ekki liggur fyrir hvers vegna.- sh
Fréttir Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira