Óttast um skólabörn vegna bensínstöðvar 26. október 2012 06:30 ÓB við Kirkjustétt Á aðalfundi Íbúasamtaka Grafarholts í vor heyrðust raddir um að öryggi barna og unglinga í Ingunnarskóla kynni að vera í hættu vegna nálægðarinnar við bensínstöð ÓB.Fréttablaðið/Stefán Áhyggjur eru meðal íbúa í Grafarholti vegna staðsetningar bensínstöðvar ÓB við hlið Ingunnarskóla. „Íbúarnir telja að ef slys eða óhapp yrði sé bensínstöðin of nálægt skólanum," segir Berghildur E. Bernharðsdóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarholts. Hún kveður þessar raddir hafa komið fram á aðalfundi íbúasamtakanna sem haldinn var í Ingunnarskóla í vor. Að tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins samþykkti skóla- og frístundaráð Reykjavíkur 19. september að óska eftir því að skipulagsráð og umhverfis- og samgönguráð borgarinnar skoðuðu möguleika á breyttri staðsetningu bensínstöðvar ÓB við Kirkjustétt í samráði við eiganda stöðvarinnar. Stöðin, sem reist var árið 2005, er skammt frá félagsmiðstöðinni Fókus og frístundaheimilinu Stjörnulandi auk Ingunnarskóla. „Árum saman hafa foreldrar barna í Ingunnarskóla gert athugasemdir við staðsetningu stöðvarinnar svo nærri fjölmennasta skóla hverfisins og meðal annars kvartað yfir því að í ákveðnum vindáttum berist bensínfnykur inn í skólahúsnæðið," sagði í tillögunni sem einnig fól í sér ósk um gerð lögfræðilegs álits á því hvort staðsetning stöðvarinnar samræmist reglum, meðal annars um fjarlægð milli bensínstöðvar og bygginga þar sem fólk dvelur um lengri tíma. „Það stendur ekki til af okkar hálfu að flytja stöðina og við höfum ekki fengið neinar formlegar athugasemdir frá aðstandendum barna eða til þess bærum yfirvöldum um okkar starfsemi. ÓB stöðin er einfaldlega á þeim stað þar sem henni var fyrir mörgum árum úthlutað samþykktri lóð á samþykktu deiliskipulagi," segir Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri sölusviðs ÓB. Færanlegar skólastofur sem hefur verið komið fyrir við Ingunnarskóla eru nálægt lóðamörkunum. „Maður veltir þá fyrir sér hvort þessar skólastofur eru komnar inn á skipulag og hvort þær verði þarna til framtíðar," segir Jón. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Ingunnarskóla, segir ÓB vissulega óþægilega nálægt en skólinn sjálfur hafi ekki gert athugasemdir við staðsetningu bensínstöðvarinnar. „Þetta hefur ekki komið inn á borð skólans," segir Guðlaug. Samkvæmt skipulagssviði borgarinnar eru öll tilskilin leyfi fyrir hendi vegna ÓB við Kirkjustétt. Málið verði tekið fyrir af skipulagsráði fljótlega. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Áhyggjur eru meðal íbúa í Grafarholti vegna staðsetningar bensínstöðvar ÓB við hlið Ingunnarskóla. „Íbúarnir telja að ef slys eða óhapp yrði sé bensínstöðin of nálægt skólanum," segir Berghildur E. Bernharðsdóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarholts. Hún kveður þessar raddir hafa komið fram á aðalfundi íbúasamtakanna sem haldinn var í Ingunnarskóla í vor. Að tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins samþykkti skóla- og frístundaráð Reykjavíkur 19. september að óska eftir því að skipulagsráð og umhverfis- og samgönguráð borgarinnar skoðuðu möguleika á breyttri staðsetningu bensínstöðvar ÓB við Kirkjustétt í samráði við eiganda stöðvarinnar. Stöðin, sem reist var árið 2005, er skammt frá félagsmiðstöðinni Fókus og frístundaheimilinu Stjörnulandi auk Ingunnarskóla. „Árum saman hafa foreldrar barna í Ingunnarskóla gert athugasemdir við staðsetningu stöðvarinnar svo nærri fjölmennasta skóla hverfisins og meðal annars kvartað yfir því að í ákveðnum vindáttum berist bensínfnykur inn í skólahúsnæðið," sagði í tillögunni sem einnig fól í sér ósk um gerð lögfræðilegs álits á því hvort staðsetning stöðvarinnar samræmist reglum, meðal annars um fjarlægð milli bensínstöðvar og bygginga þar sem fólk dvelur um lengri tíma. „Það stendur ekki til af okkar hálfu að flytja stöðina og við höfum ekki fengið neinar formlegar athugasemdir frá aðstandendum barna eða til þess bærum yfirvöldum um okkar starfsemi. ÓB stöðin er einfaldlega á þeim stað þar sem henni var fyrir mörgum árum úthlutað samþykktri lóð á samþykktu deiliskipulagi," segir Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri sölusviðs ÓB. Færanlegar skólastofur sem hefur verið komið fyrir við Ingunnarskóla eru nálægt lóðamörkunum. „Maður veltir þá fyrir sér hvort þessar skólastofur eru komnar inn á skipulag og hvort þær verði þarna til framtíðar," segir Jón. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Ingunnarskóla, segir ÓB vissulega óþægilega nálægt en skólinn sjálfur hafi ekki gert athugasemdir við staðsetningu bensínstöðvarinnar. „Þetta hefur ekki komið inn á borð skólans," segir Guðlaug. Samkvæmt skipulagssviði borgarinnar eru öll tilskilin leyfi fyrir hendi vegna ÓB við Kirkjustétt. Málið verði tekið fyrir af skipulagsráði fljótlega. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira