Ganga í hús og hvetja fólk til að búa sig undir jarðskjálfta 26. október 2012 08:00 Húsavík. „Óvissuástand þýðir að allir þeir sem eiga eitthvað hlutverk í viðbragðskerfi Almannavarna fara yfir sínar áætlanir og búnað," segir Sigurður Brynjúlfsson, yfirlögregluþjónn á Húsavík. Óvissuástandi var lýst yfir af Almannavörnum á miðvikudag vegna jarðskjálftanna undanfarna viku. Skjálftarnir sem eiga upptök sín í Húsavíkurmisgenginu hafa verið að færast austur eftir misgenginu á undanförnum dögum. Um síðustu helgi var skjálftamiðjan rétt norðaustan Siglufjarðar. „Þetta misgengisbelti sem liggur þarna liggur beint undir Húsavík. Húsavík stendur nánast ofan í þessum sprungum," segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. „Í bænum er jarðskjálftahætta umtalsverð og það þykir alltaf alvörumál þegar þetta kerfi fer af stað." Eftir Kröflugosið árið 1984 hefur þetta skjálftakerfi verið þögult en hefur verið að vakna til lífsins á síðustu árum. Páll segir að búast megi við einum sjö stiga skjálfta þar á hverri öld. „Þessi skjálftavirkni sem var um síðustu helgi var á vesturenda misgengisins, eins langt frá Húsavík og hægt er að komast. En virknin fikraði sig til austurs á þriðjudag og miðvikudag. Það er þróun sem vert er að fylgjast með." Óvissuástandi var lýst yfir vegna þess að talið er að uppsöfnuð spenna í misgenginu sé næg til að framkalla 6,9 stiga jarðskjálfta. „Það er bara spurning hvort við séum farin að nálgast brotmörk misgengisins og hvort það fari að hrökkva. Það vitum við sáralítið um og getum því ekki spáð einhverju sérstöku," segir Páll. birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Óvissuástand þýðir að allir þeir sem eiga eitthvað hlutverk í viðbragðskerfi Almannavarna fara yfir sínar áætlanir og búnað," segir Sigurður Brynjúlfsson, yfirlögregluþjónn á Húsavík. Óvissuástandi var lýst yfir af Almannavörnum á miðvikudag vegna jarðskjálftanna undanfarna viku. Skjálftarnir sem eiga upptök sín í Húsavíkurmisgenginu hafa verið að færast austur eftir misgenginu á undanförnum dögum. Um síðustu helgi var skjálftamiðjan rétt norðaustan Siglufjarðar. „Þetta misgengisbelti sem liggur þarna liggur beint undir Húsavík. Húsavík stendur nánast ofan í þessum sprungum," segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. „Í bænum er jarðskjálftahætta umtalsverð og það þykir alltaf alvörumál þegar þetta kerfi fer af stað." Eftir Kröflugosið árið 1984 hefur þetta skjálftakerfi verið þögult en hefur verið að vakna til lífsins á síðustu árum. Páll segir að búast megi við einum sjö stiga skjálfta þar á hverri öld. „Þessi skjálftavirkni sem var um síðustu helgi var á vesturenda misgengisins, eins langt frá Húsavík og hægt er að komast. En virknin fikraði sig til austurs á þriðjudag og miðvikudag. Það er þróun sem vert er að fylgjast með." Óvissuástandi var lýst yfir vegna þess að talið er að uppsöfnuð spenna í misgenginu sé næg til að framkalla 6,9 stiga jarðskjálfta. „Það er bara spurning hvort við séum farin að nálgast brotmörk misgengisins og hvort það fari að hrökkva. Það vitum við sáralítið um og getum því ekki spáð einhverju sérstöku," segir Páll. birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira