Bótatímabil sé lengt og lausn fundin 26. október 2012 06:00 Rannveig Ásgeirsdóttir Fólk þarf að að vinna saman til að leysa málefni langtímaatvinnulausra, segir formaður bæjarráðs Kópavogs. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta er að verða algjör þvæla," segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, um stöðuna á málefnum þeirra sem glíma við langtímaatvinnuleysi. Um áramótin stefnir í að stór hópur atvinnulausra missi réttinn til atvinnuleysisbóta og fari þá á framfærslustyrk hjá sveitarfélögunum með tilheyrandi útgjöldum fyrir þau. Rannveig gagnrýnir framgöngu ríkisvaldsins í málinu. „Við vorum kölluð með dags fyrirvara á fund um síðustu mánaðamót hjá velferðarráðuneytinu. Við héldum að þarna væru að koma fram einhverjar verulegar ákvarðanir en fundurinn var þá aðeins til að segja okkur að það væri búið að ákveða að framlengja ekki bótatímabilið hjá þessum hópi. Sveitarfélögin þyrftu að vinna hratt og komast að niðurstöðu um það hvernig þau ætluðu að bregðast við fyrir lok þessa mánaðar," segir Rannveig. Að sögn Rannveigar er óljóst hvaða fjármagn muni fylgja frá ríkinu vegna yfirfærslu fyrrgreinds hóps frá og með áramótum. „Menn voru að hugsa um að slökkva elda þegar var að brenna en hafa síðan ekki verið að nýta tímann til að finna heildarlausnir. Það er engin hugmyndaauðgi," segir bæjarráðsformaðurinn. Aðspurð kveður Rannveig lækkun tryggingargjalds og fjölgun starfa hluta þeirra lausna sem horfa eigi til. „Það þarf að fá lengingu á bótatímabilinu og aðilar að skuldbinda sig til að fara í þá vinnu sem þarf til að finna lausnir. Þetta er samfélagslegt verkefni sem við þurfum að leysa saman. Við þurfum hvert á öðru að halda." - gar Fréttir Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
„Þetta er að verða algjör þvæla," segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, um stöðuna á málefnum þeirra sem glíma við langtímaatvinnuleysi. Um áramótin stefnir í að stór hópur atvinnulausra missi réttinn til atvinnuleysisbóta og fari þá á framfærslustyrk hjá sveitarfélögunum með tilheyrandi útgjöldum fyrir þau. Rannveig gagnrýnir framgöngu ríkisvaldsins í málinu. „Við vorum kölluð með dags fyrirvara á fund um síðustu mánaðamót hjá velferðarráðuneytinu. Við héldum að þarna væru að koma fram einhverjar verulegar ákvarðanir en fundurinn var þá aðeins til að segja okkur að það væri búið að ákveða að framlengja ekki bótatímabilið hjá þessum hópi. Sveitarfélögin þyrftu að vinna hratt og komast að niðurstöðu um það hvernig þau ætluðu að bregðast við fyrir lok þessa mánaðar," segir Rannveig. Að sögn Rannveigar er óljóst hvaða fjármagn muni fylgja frá ríkinu vegna yfirfærslu fyrrgreinds hóps frá og með áramótum. „Menn voru að hugsa um að slökkva elda þegar var að brenna en hafa síðan ekki verið að nýta tímann til að finna heildarlausnir. Það er engin hugmyndaauðgi," segir bæjarráðsformaðurinn. Aðspurð kveður Rannveig lækkun tryggingargjalds og fjölgun starfa hluta þeirra lausna sem horfa eigi til. „Það þarf að fá lengingu á bótatímabilinu og aðilar að skuldbinda sig til að fara í þá vinnu sem þarf til að finna lausnir. Þetta er samfélagslegt verkefni sem við þurfum að leysa saman. Við þurfum hvert á öðru að halda." - gar
Fréttir Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira