Betri bankar Már Wolfgang Mixa skrifar 31. október 2012 08:00 Í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag leggur Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, til í grein sinni að festa í lög forgang sparifjáreiganda í fjármálastofnunum. Þetta eru góð rök í sjálfu sér því þannig er kröfuhöfum ljóst að sparifjáreigendur njóta forgangs komi til gjaldþrots banka. Í framhaldi af þessu er lagt er til að afnema ríkisábyrgð innstæðna. Rök því tengd og önnur rök sem hann leggur fram ganga þó ekki upp. Huginn segir að sparifjáreigendur séu með forgangi krafna í raun tryggðir; slíkt þarf ekki nauðsynlega að vera fyrir hendi enda gæti stofnun að einhverju leyti fjármögnuð með innlánum hæglega tapað meira fé en þeim innstæðum sem eru fyrir hendi. Hann telur að lánveitendur vandi sig betur við lánveitingar til fjármálastofnana ef innstæðueigendur njóta forgangs. Ekkert í fjármálasögunni gefur slíkt til kynna. Miðað við hið litla hlutfall sparifjár Íslendinga í efnahagsreikningi bankanna má spyrja hversu mikið vægi hugsanleg forgangsröðun þeirra hefði haft þegar lánveitingar til banka áttu sér stað. Að lokum segir hann að sparifjáreigendur verði að vanda val sitt á fjármálastofnunum. Hér er skautað fram hjá því hversu langsótt það er að sparifjáreigendur hafi nauðsynlega þekkingu til að vega og meta hversu stöndugir bankar eru hverju sinni. Slæm staða íslensku bankanna var flestum starfsmönnum þeirra hulin fram að 8. október 2008. Það sem meira er, einungis orðrómur um slæma afkomu banka gæti valdið áhlaupi, eins og gerðist í bankahruninu 1907 í Bandaríkjunum, og valdið gjaldþroti. Óttar Guðjónsson bendir samdægurs í Fréttablaðinu einmitt á að lausafjárþurrð fjármagns sé algengasta orsök gjaldþrota fjármálafyrirtækja. Að mati Hugins er erfitt að aðskilja viðskiptabankastarfsemi frá fjárfestingabankastarfsemi en hugmyndir hans geti hugsanlega leyst þau vandamál. Það er rangt í báðum tilvikum. Betri kostur er að bankar borgi árlegt tryggingarfé í ríkissjóð sem hlutfall af innstæðum vegna þeirra trygginga sem viðskiptabankar ættu að njóta, sem eðlilega leiðir til lægri vaxtakjara innstæðueigenda, og aðskilja starfsemi þeirra frá fjárfestingarbönkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Skoðun Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag leggur Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, til í grein sinni að festa í lög forgang sparifjáreiganda í fjármálastofnunum. Þetta eru góð rök í sjálfu sér því þannig er kröfuhöfum ljóst að sparifjáreigendur njóta forgangs komi til gjaldþrots banka. Í framhaldi af þessu er lagt er til að afnema ríkisábyrgð innstæðna. Rök því tengd og önnur rök sem hann leggur fram ganga þó ekki upp. Huginn segir að sparifjáreigendur séu með forgangi krafna í raun tryggðir; slíkt þarf ekki nauðsynlega að vera fyrir hendi enda gæti stofnun að einhverju leyti fjármögnuð með innlánum hæglega tapað meira fé en þeim innstæðum sem eru fyrir hendi. Hann telur að lánveitendur vandi sig betur við lánveitingar til fjármálastofnana ef innstæðueigendur njóta forgangs. Ekkert í fjármálasögunni gefur slíkt til kynna. Miðað við hið litla hlutfall sparifjár Íslendinga í efnahagsreikningi bankanna má spyrja hversu mikið vægi hugsanleg forgangsröðun þeirra hefði haft þegar lánveitingar til banka áttu sér stað. Að lokum segir hann að sparifjáreigendur verði að vanda val sitt á fjármálastofnunum. Hér er skautað fram hjá því hversu langsótt það er að sparifjáreigendur hafi nauðsynlega þekkingu til að vega og meta hversu stöndugir bankar eru hverju sinni. Slæm staða íslensku bankanna var flestum starfsmönnum þeirra hulin fram að 8. október 2008. Það sem meira er, einungis orðrómur um slæma afkomu banka gæti valdið áhlaupi, eins og gerðist í bankahruninu 1907 í Bandaríkjunum, og valdið gjaldþroti. Óttar Guðjónsson bendir samdægurs í Fréttablaðinu einmitt á að lausafjárþurrð fjármagns sé algengasta orsök gjaldþrota fjármálafyrirtækja. Að mati Hugins er erfitt að aðskilja viðskiptabankastarfsemi frá fjárfestingabankastarfsemi en hugmyndir hans geti hugsanlega leyst þau vandamál. Það er rangt í báðum tilvikum. Betri kostur er að bankar borgi árlegt tryggingarfé í ríkissjóð sem hlutfall af innstæðum vegna þeirra trygginga sem viðskiptabankar ættu að njóta, sem eðlilega leiðir til lægri vaxtakjara innstæðueigenda, og aðskilja starfsemi þeirra frá fjárfestingarbönkum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun