Sjálfræði nemenda minnkar milli skólastiga 1. nóvember 2012 08:00 menntunarfræðingur „Ég tel að grunnskólinn hafi ekki áttað sig á hversu mikið hefur breyst í leikskólanum eftir að hann varð að heilsdagsdvöl um 95% nemenda í fjögur ár,” segir Gerður.Fréttablaðið/Vilhelm Nokkur endurtekning á sér stað í námi og kennslu barna er þau fara úr leikskóla yfir í grunnskóla og einnig sumra unglinga er þeir flytjast úr grunnskóla í framhaldsskóla. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri bók Gerðar G. Óskarsdóttur menntunarfræðings, Skil skólastiga. ?Það er nokkuð um að nemendur byrji á nýju skólastigi að vinna aftur að einhverju sem þeir voru að læra á skólastiginu á undan,? segir Gerður G. Óskarsdóttir sem hefur gefið út bók um stóra rannsókn er hún hefur unnið að undanfarin ár á skilum skólastiga. ?Í raun var meiri samfella í mörgum þáttum en ég átti von á. En ég varð fyrir vonbrigðum þegar ég varð vör við það sem ég kalla afturhverft rof. Til dæmis er mikið leikið með stafi, orð og rím í leikskólanum og börnin byrjuð að skrifa, að minnsta kosti nafnið sitt. Ég held því fram að þetta sé fyrsta stig lestrarnáms en í 1. bekk grunnskóla var látið sem nemendur hefðu ekki gengið í gegnum þetta stig og þar var unnið með einn staf á viku þó meirihluti nemenda þekkti alla stafina. Þetta á við um tölurnar líka.?Sama námsefnið aftur Á mörkum grunn- og framhaldsskóla kveðst Gerður hafa séð svipuð tilfelli og á fyrri skólaskilum. ?Ég get nefnt sem dæmi að nemendur eiga kost á að velja náttúrufræðigreinar í 10. bekk í stað samfélagsgreina, jafnvel nám á náttúrufræðibraut í grunnskóla. Síðan geta þessir krakkar lent í náttúrufræðiáfanga í framhaldsskóla með nemendum sem ekki hafa þennan bakgrunn. Þá er stór hópur að læra sama námsefnið aftur en aðrir í fyrsta sinn.? Annað, nokkuð alvarlegt dæmi um afturhverft rof að mati Gerðar, snerist um sjálfræði nemenda í námi sem hún mat á þriggja stiga kvarða. ?Í leikskólum velja nemendur sér til dæmis viðfangsefni með formlegum hætti, jafnvel daglega, en ég sá mjög lítið slíkt val í 1. bekk grunnskóla. Eins voru nemendur farnir að vinna ansi mikið sjálfstætt í 10. bekk, til dæmis í svonefndum smiðjum eða verkhringjum, en á 1. önn í framhaldsskóla sá ég nánast ekkert slíkt. Þarna minnkaði sjálfræðið milli skólastiga.? Vill stytta nám til lokaprófsGerði finnst endurtekning á báðum skólaskilum sterk rök fyrir því að stytta heildarnámstíma til lokaprófs úr framhaldsskóla um að minnsta kosti eitt ár. Þá yrði námslengdin svipað og í öðrum löndum. ?Ég legg til að við setjum ein lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla og samfellda námsskrá. Til að tryggja að allir nemendur sæki síðasta ár leikskóla ætti að gera það að skólaskyldu og líka fyrstu eitt eða tvö ár framhaldsskóla,? segir hún og bætir við að samræmd lög fyrir öll skólastig kalli á að framhaldsskólinn flytjist yfir til sveitarfélaganna. Samvinna og viðhorfin milli skólastiga var meðal þess sem Gerður kannaði. ?Ég varð vör við að kennarar vissu ekki hvað var að gerast á hinu skólastiginu og fann jafnvel fyrir fordómum. Ég tel að grunnskólinn hafi ekki áttað sig á hversu mikið hefur breyst í leikskólanum eftir að hann varð að heilsdagsdvöl um 95% nemenda í fjögur ár. Ég kenndi fyrir mörgum árum sjö ára börnum og núna er verið að vinna með fimm ára börnum í leikskóla með sama efni. Sama er að segja um skil grunn- og framhaldsskóla. Með grunnskólalögum frá 1995 lengdist bæði skóladagurinn og skólaárið þannig að segja má að heildartíminn hafi lengst um tvö heil ár. Það hefur orðið til þess að grunnskólinn hefur tekið upp efni sem áður var kennt á framhaldsskólastigi.? Meta ekki fjarnámiðGerður segir marga grunnskólakennara vita mikið um framhaldsskólann því talsvert sé um að þeir kenni eða aðstoði nemendur sem taka framhaldsskólaáfanga í fjarnámi meðan þeir eru enn í grunnskóla. Sá sveigjanleiki á mörkum grunn- og framhaldsskóla sé mjög jákvæður. ?Vandinn er sá að sumir framhaldsskólar meta ekki áfangana nema þeir hafi verið teknir hjá þeim,? segir hún og telur mikið atriði að það verði lagað með einhverjum hætti. Könnun Gerðar nær einungis yfir skóla í Reykjavík enda gerð með myndarlegum stuðningi frá borginni. ?Ég sat í tímum, gerði vettvangsathuganir og tók viðtöl bæði við nemendur á öllum stigum og kennara. Síðan byggði ég líka á spurningakönnunum. Það sem kom mér á óvart er að starfshættir eru mjög líkir innan hvers skólastigs. Ég hélt til dæmis að það væri miklu meiri munur á framhaldsskólum en raunin er. Þegar komið er inn í skólastofuna og búið að loka er ekki hægt að segja til um í hvaða skóla maður er.? Bókin Skil skólastiga er hugsuð sem veganesti fyrir kennara, skólastjórnendur og aðra sem vinna að mótun stefnu í menntamálum, að sögn Gerðar. Í lokakafla birtir hún hugmyndir og tillögur að úrbótum. ?Mér finnst að kennarar á öllum skólastigunum ættu að vinna meira saman og skólar eigi sér til dæmis samstarfsskóla á næstu skólastigum.? gun@frettabladid.is Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Nokkur endurtekning á sér stað í námi og kennslu barna er þau fara úr leikskóla yfir í grunnskóla og einnig sumra unglinga er þeir flytjast úr grunnskóla í framhaldsskóla. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri bók Gerðar G. Óskarsdóttur menntunarfræðings, Skil skólastiga. ?Það er nokkuð um að nemendur byrji á nýju skólastigi að vinna aftur að einhverju sem þeir voru að læra á skólastiginu á undan,? segir Gerður G. Óskarsdóttir sem hefur gefið út bók um stóra rannsókn er hún hefur unnið að undanfarin ár á skilum skólastiga. ?Í raun var meiri samfella í mörgum þáttum en ég átti von á. En ég varð fyrir vonbrigðum þegar ég varð vör við það sem ég kalla afturhverft rof. Til dæmis er mikið leikið með stafi, orð og rím í leikskólanum og börnin byrjuð að skrifa, að minnsta kosti nafnið sitt. Ég held því fram að þetta sé fyrsta stig lestrarnáms en í 1. bekk grunnskóla var látið sem nemendur hefðu ekki gengið í gegnum þetta stig og þar var unnið með einn staf á viku þó meirihluti nemenda þekkti alla stafina. Þetta á við um tölurnar líka.?Sama námsefnið aftur Á mörkum grunn- og framhaldsskóla kveðst Gerður hafa séð svipuð tilfelli og á fyrri skólaskilum. ?Ég get nefnt sem dæmi að nemendur eiga kost á að velja náttúrufræðigreinar í 10. bekk í stað samfélagsgreina, jafnvel nám á náttúrufræðibraut í grunnskóla. Síðan geta þessir krakkar lent í náttúrufræðiáfanga í framhaldsskóla með nemendum sem ekki hafa þennan bakgrunn. Þá er stór hópur að læra sama námsefnið aftur en aðrir í fyrsta sinn.? Annað, nokkuð alvarlegt dæmi um afturhverft rof að mati Gerðar, snerist um sjálfræði nemenda í námi sem hún mat á þriggja stiga kvarða. ?Í leikskólum velja nemendur sér til dæmis viðfangsefni með formlegum hætti, jafnvel daglega, en ég sá mjög lítið slíkt val í 1. bekk grunnskóla. Eins voru nemendur farnir að vinna ansi mikið sjálfstætt í 10. bekk, til dæmis í svonefndum smiðjum eða verkhringjum, en á 1. önn í framhaldsskóla sá ég nánast ekkert slíkt. Þarna minnkaði sjálfræðið milli skólastiga.? Vill stytta nám til lokaprófsGerði finnst endurtekning á báðum skólaskilum sterk rök fyrir því að stytta heildarnámstíma til lokaprófs úr framhaldsskóla um að minnsta kosti eitt ár. Þá yrði námslengdin svipað og í öðrum löndum. ?Ég legg til að við setjum ein lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla og samfellda námsskrá. Til að tryggja að allir nemendur sæki síðasta ár leikskóla ætti að gera það að skólaskyldu og líka fyrstu eitt eða tvö ár framhaldsskóla,? segir hún og bætir við að samræmd lög fyrir öll skólastig kalli á að framhaldsskólinn flytjist yfir til sveitarfélaganna. Samvinna og viðhorfin milli skólastiga var meðal þess sem Gerður kannaði. ?Ég varð vör við að kennarar vissu ekki hvað var að gerast á hinu skólastiginu og fann jafnvel fyrir fordómum. Ég tel að grunnskólinn hafi ekki áttað sig á hversu mikið hefur breyst í leikskólanum eftir að hann varð að heilsdagsdvöl um 95% nemenda í fjögur ár. Ég kenndi fyrir mörgum árum sjö ára börnum og núna er verið að vinna með fimm ára börnum í leikskóla með sama efni. Sama er að segja um skil grunn- og framhaldsskóla. Með grunnskólalögum frá 1995 lengdist bæði skóladagurinn og skólaárið þannig að segja má að heildartíminn hafi lengst um tvö heil ár. Það hefur orðið til þess að grunnskólinn hefur tekið upp efni sem áður var kennt á framhaldsskólastigi.? Meta ekki fjarnámiðGerður segir marga grunnskólakennara vita mikið um framhaldsskólann því talsvert sé um að þeir kenni eða aðstoði nemendur sem taka framhaldsskólaáfanga í fjarnámi meðan þeir eru enn í grunnskóla. Sá sveigjanleiki á mörkum grunn- og framhaldsskóla sé mjög jákvæður. ?Vandinn er sá að sumir framhaldsskólar meta ekki áfangana nema þeir hafi verið teknir hjá þeim,? segir hún og telur mikið atriði að það verði lagað með einhverjum hætti. Könnun Gerðar nær einungis yfir skóla í Reykjavík enda gerð með myndarlegum stuðningi frá borginni. ?Ég sat í tímum, gerði vettvangsathuganir og tók viðtöl bæði við nemendur á öllum stigum og kennara. Síðan byggði ég líka á spurningakönnunum. Það sem kom mér á óvart er að starfshættir eru mjög líkir innan hvers skólastigs. Ég hélt til dæmis að það væri miklu meiri munur á framhaldsskólum en raunin er. Þegar komið er inn í skólastofuna og búið að loka er ekki hægt að segja til um í hvaða skóla maður er.? Bókin Skil skólastiga er hugsuð sem veganesti fyrir kennara, skólastjórnendur og aðra sem vinna að mótun stefnu í menntamálum, að sögn Gerðar. Í lokakafla birtir hún hugmyndir og tillögur að úrbótum. ?Mér finnst að kennarar á öllum skólastigunum ættu að vinna meira saman og skólar eigi sér til dæmis samstarfsskóla á næstu skólastigum.? gun@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp