Leikhúsið er hálfpartinn verndaður vinnustaður 1. nóvember 2012 00:01 Ragnar segist hafa notað sama verferli við vinnslu leikritsins og hann hefur gert við vinnslu kvikmynda sinna og þáttaraða. fréttablaðið/anton Stutta útgáfan er sú að Magnús Geir borgarleikhússtjóri hefur annað slagið undanfarin ár leitað til mín og spurt hvort ég hafi áhuga á að leikstýra hjá sér. Ég hafði aldrei tíma, var upptekinn við annað, en hafði svo sem alveg áhuga," segir Ragnar. "Magnús gafst svo upp á biðinni í fyrra og við bókuðum þetta í haust. Hann gaf mér algjörlega frítt spil með það hvað ég vildi gera og svo góðu boði gat ég ekki hafnað." Þú ert búinn að vera lengi að þróa verkið, ekki satt? "Ég gekk frá grunnsöguþræði og persónum í fyrra og byrjaði svo að hitta leikarana, einn í einu, í janúar og þróa persónurnar með þeim. Í vor var ég tilbúinn með atriðahandrit og þá tókum við tveggja vikna spuna sem ég festi á filmu. Það varð heilmikill massi af efni, um það bil fjörutíu klukkutímar, sem ég sat svo yfir í tvo mánuði heima í Súðavík í sumar og hamraði út hinn endanlega leiktexta." Er mikill munur á því að vinna í leikhúsinu eða við kvikmyndagerðina? "Það er töluverður munur. Þetta er svona þægileg innivinna en í kvikmyndagerðinni er maður hálfan daginn í bíl að þeytast á milli staða í misjöfnum veðrum og vindum og alltaf eitthvað nýtt að koma upp á. Leikhúsið hins vegar er svona hálfpartinn verndaður vinnustaður. En verkferlið nálgaðist ég á mjög svipaðan hátt og þegar ég er að gera kvikmyndir." Það hefur ekki verið Jón Gnarr sem reddaði þér þessari þægilegu innivinnu, samanber kosningaloforð hans um að útvega vinum sínum slíka vinnu? "Nei, hann hafði nú ekki hönd í bagga held ég, nema hann hafi kannski undirstungið Magnús Geir, ég bara veit það ekki." Talandi um Jón Gnarr, eru einhverjir ódauðlegir karakterar þarna sambærilegir við Vaktakarakterana? "Í augnablikinu finnst mér þeir allir ódauðlegir, en er auðvitað í miðri hringiðunni og kannski ekki dómbær. Tíminn verður að leiða í ljós hvort þeir verða "legendary" en ég get allavega fullyrt að þeir eru mjög eftirminnilegir. Kynjahlutföllin eru líka öll önnur en í Vöktunum, þar var karllægur heimur en hér er upplifun kvenna í forgrunni." Fjallar verkið um rasisma og hatur á innflytjendum? "Einn af útgangspunktum verksins eru fordómar. Þeir birtast í ýmsum myndum og meðal annars er Indíana, aðalpersónan, mjög fordómafull manneskja og bara rasisti, svo það sé sagt hreint út. Í stigaganginum hennar býr fólk héðan og þaðan úr heiminum við litla hrifningu hennar en hún verður líka að kljást við það að stolt hennar og yndi, Gullregnið í garðinum hennar, er líka innflytjandi og á ekki tilverurétt á Íslandi samkvæmt nýrri tilskipun yfirvalda." Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
Stutta útgáfan er sú að Magnús Geir borgarleikhússtjóri hefur annað slagið undanfarin ár leitað til mín og spurt hvort ég hafi áhuga á að leikstýra hjá sér. Ég hafði aldrei tíma, var upptekinn við annað, en hafði svo sem alveg áhuga," segir Ragnar. "Magnús gafst svo upp á biðinni í fyrra og við bókuðum þetta í haust. Hann gaf mér algjörlega frítt spil með það hvað ég vildi gera og svo góðu boði gat ég ekki hafnað." Þú ert búinn að vera lengi að þróa verkið, ekki satt? "Ég gekk frá grunnsöguþræði og persónum í fyrra og byrjaði svo að hitta leikarana, einn í einu, í janúar og þróa persónurnar með þeim. Í vor var ég tilbúinn með atriðahandrit og þá tókum við tveggja vikna spuna sem ég festi á filmu. Það varð heilmikill massi af efni, um það bil fjörutíu klukkutímar, sem ég sat svo yfir í tvo mánuði heima í Súðavík í sumar og hamraði út hinn endanlega leiktexta." Er mikill munur á því að vinna í leikhúsinu eða við kvikmyndagerðina? "Það er töluverður munur. Þetta er svona þægileg innivinna en í kvikmyndagerðinni er maður hálfan daginn í bíl að þeytast á milli staða í misjöfnum veðrum og vindum og alltaf eitthvað nýtt að koma upp á. Leikhúsið hins vegar er svona hálfpartinn verndaður vinnustaður. En verkferlið nálgaðist ég á mjög svipaðan hátt og þegar ég er að gera kvikmyndir." Það hefur ekki verið Jón Gnarr sem reddaði þér þessari þægilegu innivinnu, samanber kosningaloforð hans um að útvega vinum sínum slíka vinnu? "Nei, hann hafði nú ekki hönd í bagga held ég, nema hann hafi kannski undirstungið Magnús Geir, ég bara veit það ekki." Talandi um Jón Gnarr, eru einhverjir ódauðlegir karakterar þarna sambærilegir við Vaktakarakterana? "Í augnablikinu finnst mér þeir allir ódauðlegir, en er auðvitað í miðri hringiðunni og kannski ekki dómbær. Tíminn verður að leiða í ljós hvort þeir verða "legendary" en ég get allavega fullyrt að þeir eru mjög eftirminnilegir. Kynjahlutföllin eru líka öll önnur en í Vöktunum, þar var karllægur heimur en hér er upplifun kvenna í forgrunni." Fjallar verkið um rasisma og hatur á innflytjendum? "Einn af útgangspunktum verksins eru fordómar. Þeir birtast í ýmsum myndum og meðal annars er Indíana, aðalpersónan, mjög fordómafull manneskja og bara rasisti, svo það sé sagt hreint út. Í stigaganginum hennar býr fólk héðan og þaðan úr heiminum við litla hrifningu hennar en hún verður líka að kljást við það að stolt hennar og yndi, Gullregnið í garðinum hennar, er líka innflytjandi og á ekki tilverurétt á Íslandi samkvæmt nýrri tilskipun yfirvalda."
Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira