250 þúsund seld í Frakklandi Freyr Bjarnason skrifar 2. nóvember 2012 06:00 Arnaldur Indriðason nýtur mikilla vinsælda í Frakklandi. Glæpasagan Myrká eftir Arnald Indriðason hefur notið mikilla vinsælda í Frakklandi frá því hún kom út í vasabroti síðastliðið vor og hefur selst í 250 þúsund eintökum á fáeinum mánuðum. Bókin heitir á frönsku La rivière noire. Hún flaug beint inn á vinsældalistann við útgáfu og var í sautján vikur samfleytt í einu af tíu efstu sætunum. Áður hafði innbundna útgáfan trónað á toppi metsölulista yfir glæpasögur þar í landi. Von er á Bettý eftir Arnald í vasabroti í Frakklandi í næsta mánuði og í febrúar verður bókin Furðustrandir gefin þar út innbundin. Það verður tíunda bókin sem kemur út eftir hann í Frakklandi. Vinsældir bóka Arnaldar á erlendri grund fara stigvaxandi en nú hafa á áttundu milljón bóka hans selst á heimsvísu. Arnaldur var valinn einn af tíu bestu núlifandi glæpasagnahöfundum í Evrópu af Guardian á síðasta ári og var þar meira að segja efstur á blaði. Ný bók eftir Arnald, Reykjavíkurnætur, er nýkominn út en hún fjallar um fyrsta mál lögreglumannsins Erlendar Sveinssonar. Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Glæpasagan Myrká eftir Arnald Indriðason hefur notið mikilla vinsælda í Frakklandi frá því hún kom út í vasabroti síðastliðið vor og hefur selst í 250 þúsund eintökum á fáeinum mánuðum. Bókin heitir á frönsku La rivière noire. Hún flaug beint inn á vinsældalistann við útgáfu og var í sautján vikur samfleytt í einu af tíu efstu sætunum. Áður hafði innbundna útgáfan trónað á toppi metsölulista yfir glæpasögur þar í landi. Von er á Bettý eftir Arnald í vasabroti í Frakklandi í næsta mánuði og í febrúar verður bókin Furðustrandir gefin þar út innbundin. Það verður tíunda bókin sem kemur út eftir hann í Frakklandi. Vinsældir bóka Arnaldar á erlendri grund fara stigvaxandi en nú hafa á áttundu milljón bóka hans selst á heimsvísu. Arnaldur var valinn einn af tíu bestu núlifandi glæpasagnahöfundum í Evrópu af Guardian á síðasta ári og var þar meira að segja efstur á blaði. Ný bók eftir Arnald, Reykjavíkurnætur, er nýkominn út en hún fjallar um fyrsta mál lögreglumannsins Erlendar Sveinssonar.
Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira