Skrefi á undan þeim bestu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2012 06:00 Mynd/Valli Aron Pálmarsson fór á kostum í sigrinum á Hvít-Rússum á miðvikudagskvöldið og þessi 22 ára strákur er fyrir löngu búinn að tryggja sér sæti meðal lykilmanna íslenska handboltalandsliðsins. Það er því athyglisvert að skoða hvað þrír markahæstu leikmenn handboltalandsliðsins frá upphafi og þjálfari hans hjá Kiel, Alfreð Gíslason, voru búnir að afreka á sama aldri. Á fjórða ári í atvinnumennskuAron er nýbyrjaður á sínu fjórða tímabili í atvinnumennsku með einu allra besta liði í heimi, Kiel frá Þýskalandi. Ólafur Stefánsson, Kristján Arason, Alfreð Gíslason og Guðjón Valur Sigurðsson fóru allir mun seinna í atvinnumennsku en það verður þó að taka inn í að aðstæður í dag eru allt aðrar en þær voru á þeim tíma. Aron er þegar búinn að skora 101 mark á þessu ári, mun meira en hinir gerðu á sama aldri, og þá er hann einnig búinn að slá þeim við með því að vinna sjö stóra titla með Kiel, taka þátt í fjórum stórmótum og vera valinn í úrvalslið á stórmóti. Það tók hina mörg ár í viðbót að fá slíkt á afrekaskrána hjá sér. Hvað gerðu hinir fjórir?Kristján Arason varð 22 ára í júlí 1983 en vorið eftir vann hann sinn fyrsta stóra titil þegar FH-ingar urðu Íslandsmeistarar. Kristján fór út í atvinnumennsku tveimur árum síðar þegar hann samdi við þýska liðið Hameln. Kristján var á þessum tíma orðinn algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu, en eftir 22. aldursárið var hann kominn með 225 mörk í 49 landsleikjum, eða 4,6 mörk í leik. Kristján fór hinsvegar ekki á sitt fyrsta stórmót fyrr en ári síðar, þegar íslenska landsliðið náði sjötta sæti á Ólympíuleikunum í Los Angeles. Íslenska landsliðið spilaði ekki á stórmóti fyrstu fjögur ár Kristjáns í landsliðinu. Alfreð Gíslason varð 22 ára í september 1981, en þá var hann að spila með KR í íslensku deildinni. Alfreð gerðist fyrst atvinnumaður tveimur árum síðar, þegar hann samdi við þýska liðið Tusem Essen, og ári síðan tók hann þátt í fyrsta stórmótinu með íslenska landsliðinu þegar það fór á Ólympíuleikana í Los Angeles. Ólafur Stefánsson varð 22 ára í júlí 1995, þá sem leikmaður Vals. Hann átti eftir að spila eitt tímabil í viðbót með Val áður en hann varð atvinnumaður hjá þýska b-deildarfélaginu Wuppertal. Ólafur var þarna búinn að vinna 5 af 6 stórum titlum sínum með Val. Ólafur tók einnig þátt í sínu fyrsta stórmóti 22 ára gamall þegar hann var með á HM á Íslandi. Guðjón Valur Sigurðsson varð 22 ára í ágúst 2001 þegar hann var að hefja atvinnumannaferil sinn hjá TUSEM Essen. Hann var þarna búinn að spila á tveimur stórmótum með íslenska landsliðinu og var búinn að vinna sér fast sæti í stöðu vinstri hornamanns. Nánari úttekt á samanburðinum má sjá hér fyrir neðan Handbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira
Aron Pálmarsson fór á kostum í sigrinum á Hvít-Rússum á miðvikudagskvöldið og þessi 22 ára strákur er fyrir löngu búinn að tryggja sér sæti meðal lykilmanna íslenska handboltalandsliðsins. Það er því athyglisvert að skoða hvað þrír markahæstu leikmenn handboltalandsliðsins frá upphafi og þjálfari hans hjá Kiel, Alfreð Gíslason, voru búnir að afreka á sama aldri. Á fjórða ári í atvinnumennskuAron er nýbyrjaður á sínu fjórða tímabili í atvinnumennsku með einu allra besta liði í heimi, Kiel frá Þýskalandi. Ólafur Stefánsson, Kristján Arason, Alfreð Gíslason og Guðjón Valur Sigurðsson fóru allir mun seinna í atvinnumennsku en það verður þó að taka inn í að aðstæður í dag eru allt aðrar en þær voru á þeim tíma. Aron er þegar búinn að skora 101 mark á þessu ári, mun meira en hinir gerðu á sama aldri, og þá er hann einnig búinn að slá þeim við með því að vinna sjö stóra titla með Kiel, taka þátt í fjórum stórmótum og vera valinn í úrvalslið á stórmóti. Það tók hina mörg ár í viðbót að fá slíkt á afrekaskrána hjá sér. Hvað gerðu hinir fjórir?Kristján Arason varð 22 ára í júlí 1983 en vorið eftir vann hann sinn fyrsta stóra titil þegar FH-ingar urðu Íslandsmeistarar. Kristján fór út í atvinnumennsku tveimur árum síðar þegar hann samdi við þýska liðið Hameln. Kristján var á þessum tíma orðinn algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu, en eftir 22. aldursárið var hann kominn með 225 mörk í 49 landsleikjum, eða 4,6 mörk í leik. Kristján fór hinsvegar ekki á sitt fyrsta stórmót fyrr en ári síðar, þegar íslenska landsliðið náði sjötta sæti á Ólympíuleikunum í Los Angeles. Íslenska landsliðið spilaði ekki á stórmóti fyrstu fjögur ár Kristjáns í landsliðinu. Alfreð Gíslason varð 22 ára í september 1981, en þá var hann að spila með KR í íslensku deildinni. Alfreð gerðist fyrst atvinnumaður tveimur árum síðar, þegar hann samdi við þýska liðið Tusem Essen, og ári síðan tók hann þátt í fyrsta stórmótinu með íslenska landsliðinu þegar það fór á Ólympíuleikana í Los Angeles. Ólafur Stefánsson varð 22 ára í júlí 1995, þá sem leikmaður Vals. Hann átti eftir að spila eitt tímabil í viðbót með Val áður en hann varð atvinnumaður hjá þýska b-deildarfélaginu Wuppertal. Ólafur var þarna búinn að vinna 5 af 6 stórum titlum sínum með Val. Ólafur tók einnig þátt í sínu fyrsta stórmóti 22 ára gamall þegar hann var með á HM á Íslandi. Guðjón Valur Sigurðsson varð 22 ára í ágúst 2001 þegar hann var að hefja atvinnumannaferil sinn hjá TUSEM Essen. Hann var þarna búinn að spila á tveimur stórmótum með íslenska landsliðinu og var búinn að vinna sér fast sæti í stöðu vinstri hornamanns. Nánari úttekt á samanburðinum má sjá hér fyrir neðan
Handbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira