Björgvin Páll: Við erum of góðir til að vera í sama liðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2012 06:00 Björgvin Páll kom til Magdeburg sumarið 2011. Nordic Photos / Getty Images Björgvin Páll Gústavsson fer frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Magdeburg næsta sumar. Félagið ákvað að semja við annan markvörð, Dario Quenstedt, sem er reyndar uppalinn hjá félaginu en leikur nú með Lübbecke. Björgvin Páll segir að það hafi verið sameiginleg ákvörðun aðila að hann færi frá félaginu. „Ég fundaði með þjálfaranum í vikunni og við ræddum þetta ítarlega. Mitt aðalmarkmið er að fá að spila reglulega og bæta mig og það varð því niðurstaðan að leita á önnur mið í sumar," segir Björgvin við Fréttablaðið. Hann hefur deilt markvarðarstöðunni með Hollendingnum Gerrie Eijlers. „Við erum líklega of góðir markverðir til að geta verið í sama liðinu," segir Björgvin sem er þó ekki óánægður með veru sína hjá Magdeburg en hann er á sínu öðru ári þar. Gekk vel í fyrra„Markmið félagsins með því að fá mig var að auka hlutfallsmarkvörslu liðsins og það tókst. Markvarslan var mun betri á síðasta tímabili en árið þar á undan," segir Björgvin sem hefur verið frá keppni síðustu vikurnar eftir að hann fékk fyrst salmonellusýkingu og greindist svo með fylgigigt. Björgvin er þó á góðum batavegi og segir markmiðið að spila með Magdeburg á ný eftir rúma viku. Hann segist ætla að halda áfram að gefa allt sitt til félagsins. „Þrátt fyrir allt hefur minn tími hér verið mjög góður og það verður vonandi þannig áfram. Það er heilmikið eftir af tímabilinu og stór verkefni fram undan, bæði með félagsliðinu og landsliðinu. Ég ætla að leggja fyrst og fremst áherslu á að ná mér góðum á ný." Frakkland gæti verið spennandiBjörgvin Páll segir að umboðsmanni hans hafi þegar borist fyrirspurnir frá öðrum félögum. „Það er auðvitað mikið sem kemur til greina. Ég hef verið í þýskumælandi löndum í nokkur ár og líður vel þar. Svo er franska deildin líka spennandi en ég er svo sem til í að prófa allt. Þetta snýst frekar um hvaða lið komi til greina en land," segir Björgvin en hann hefur ekki áhyggjur af því að það verði erfitt fyrir sig að vinna lið. „Markaðurinn fyrir markverði er mjög góður núna. Markvarðarstaðan er mjög mikilvæg í handbolta og flest lið þurfa að vera með tvo góða markverði í sínum liðum. Þegar einn markvörður skiptir um lið geta farið miklar hrókeringar af stað og því oft margir möguleikar í stöðunni," segir Björgvin að lokum. Magdeburg er í níunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar en auk Björgvins Páls hefur Eijlers einnig átt við meiðsli að stríða. Liðið fékk því hinn 41 árs gamla Kristian Asmussen að láni frá Nordsjælland í Danmörku til áramóta. Handbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson fer frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Magdeburg næsta sumar. Félagið ákvað að semja við annan markvörð, Dario Quenstedt, sem er reyndar uppalinn hjá félaginu en leikur nú með Lübbecke. Björgvin Páll segir að það hafi verið sameiginleg ákvörðun aðila að hann færi frá félaginu. „Ég fundaði með þjálfaranum í vikunni og við ræddum þetta ítarlega. Mitt aðalmarkmið er að fá að spila reglulega og bæta mig og það varð því niðurstaðan að leita á önnur mið í sumar," segir Björgvin við Fréttablaðið. Hann hefur deilt markvarðarstöðunni með Hollendingnum Gerrie Eijlers. „Við erum líklega of góðir markverðir til að geta verið í sama liðinu," segir Björgvin sem er þó ekki óánægður með veru sína hjá Magdeburg en hann er á sínu öðru ári þar. Gekk vel í fyrra„Markmið félagsins með því að fá mig var að auka hlutfallsmarkvörslu liðsins og það tókst. Markvarslan var mun betri á síðasta tímabili en árið þar á undan," segir Björgvin sem hefur verið frá keppni síðustu vikurnar eftir að hann fékk fyrst salmonellusýkingu og greindist svo með fylgigigt. Björgvin er þó á góðum batavegi og segir markmiðið að spila með Magdeburg á ný eftir rúma viku. Hann segist ætla að halda áfram að gefa allt sitt til félagsins. „Þrátt fyrir allt hefur minn tími hér verið mjög góður og það verður vonandi þannig áfram. Það er heilmikið eftir af tímabilinu og stór verkefni fram undan, bæði með félagsliðinu og landsliðinu. Ég ætla að leggja fyrst og fremst áherslu á að ná mér góðum á ný." Frakkland gæti verið spennandiBjörgvin Páll segir að umboðsmanni hans hafi þegar borist fyrirspurnir frá öðrum félögum. „Það er auðvitað mikið sem kemur til greina. Ég hef verið í þýskumælandi löndum í nokkur ár og líður vel þar. Svo er franska deildin líka spennandi en ég er svo sem til í að prófa allt. Þetta snýst frekar um hvaða lið komi til greina en land," segir Björgvin en hann hefur ekki áhyggjur af því að það verði erfitt fyrir sig að vinna lið. „Markaðurinn fyrir markverði er mjög góður núna. Markvarðarstaðan er mjög mikilvæg í handbolta og flest lið þurfa að vera með tvo góða markverði í sínum liðum. Þegar einn markvörður skiptir um lið geta farið miklar hrókeringar af stað og því oft margir möguleikar í stöðunni," segir Björgvin að lokum. Magdeburg er í níunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar en auk Björgvins Páls hefur Eijlers einnig átt við meiðsli að stríða. Liðið fékk því hinn 41 árs gamla Kristian Asmussen að láni frá Nordsjælland í Danmörku til áramóta.
Handbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Sjá meira