Hrafnhildur reddaði skóm á allt landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2012 08:00 Hrafnhildur Ósk Skúladóttir. Mynd/Stefán Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrirliði Vals og íslenska kvennalandsliðsins, fer fyrir sínu liði jafnt innan sem utan vallar. Hrafnhildur og félagar hennar í landsliðinu eru að fara að keppa á sínu þriðja stórmóti í röð í næsta mánuði en það þurfti einkaframtak frá henni sjálfri til að útvega nýja skó á allar landsliðsstelpurnar. Fréttablaðið heyrði í Hrafnhildi og fékk að heyra söguna á bak við það þegar hún komst í tengsl við forsvarsmann Mizuno-umboðsins. „Alexander Petersson er á skósamningi hjá Mizuno og hann reddaði mér Ólympíuskóm," sagði Hrafnhildur en Mizuno framleiddi sérlínu fyrir Ólympíuleikana í London. „Svo fer ég út og hitti þennan Mizuno-mann ásamt konunni hans Alex (Eivor Pála Blöndal) sem er ein besta vinkona mín. Þar lendi ég bara á spjalli við hann og enda á því að koma út með skósamning. Þetta var mjög fyndið og svolítil tilviljun," rifjar Hrafnhildur upp. „Ég er búin að glíma við hásinavandamál og þarf að skipta um skó svo oft. Ég þarf helst að skipta á fjögurra til fimm mánaða fresti og það er því dýrt að þurfa að fara kaupa sér skó á 30 þúsund krónur á fjögurra mánaða fresti," segir Hrafnhildur sem reddaði ekki bara skóm fyrir sjálfa sig. „Ég var síðan í meira sambandi við hann og þá spyr hann hvort að það væru ekki einhverjar stelpur í landsliðinu sem vildu prófa nýju skólínuna þeirra. Út frá því hafði ég samband við landsliðsstelpurnar og reddaði þeim fullt af skóm," segir Hrafnhildur. Stelpurnar fá ekki mörg fríðindi fyrir að halda Íslendingum meðal bestu handboltaþjóða heims. „Það er síðan bara grín hvernig þetta er í kringum okkur. Stelpurnar í 16 ára landsliði kvenna í Danmörku koma drekkhlaðnar af alls konar búningum, vörum og göllum. Þær eru að fá haug gefins fyrir að komast í einhver unglingalandslið en unglingalandsliðin okkar borga sjálf fargjaldið út þegar þau eru að fara að spila," segir Hrafnhildur en hún er ekki reið út í handboltasambandið. „Maður gerir sér alveg grein fyrir því að HSÍ getur ekki gert neitt. Þeir eru að fá sitt hjá einhverjum fyrirtækjum og það er gríðarlega erfitt fyrir þá að ná sér í þessa peninga. Þeir geta ekki verið að borga leikmönnum eða kaupa hitt eða þetta. Það er bara skandall að ríkið skuli ekki styrkja íþróttastarf í landinu," segir Hrafnhildur. „Ég held bara að við þurfum að fara að skófla einhverju íþróttaliði inn á þing. Það er í alvörunni eina lausnin til að það verði eitthvað gert. Íþróttastarf er langbesta forvörnin gegn öllu og það skiptir ótrúlega miklu máli að börn finni sér einhverja íþrótt," segir Hrafnhildur. „Ég held að sjötíu prósent af þeirra fjármagni sé komið inn fá styrktaraðilum sem er bara grín. Þeir þurfa að finna fyrirtæki úti í bæ til að reka landsliðið. Þetta er sorglegt," segir Hrafnhildur og hver veit nema að hún skelli sér í stjórnmálin þegar handboltaskórnir eru komnir upp á hillu. Olís-deild kvenna Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrirliði Vals og íslenska kvennalandsliðsins, fer fyrir sínu liði jafnt innan sem utan vallar. Hrafnhildur og félagar hennar í landsliðinu eru að fara að keppa á sínu þriðja stórmóti í röð í næsta mánuði en það þurfti einkaframtak frá henni sjálfri til að útvega nýja skó á allar landsliðsstelpurnar. Fréttablaðið heyrði í Hrafnhildi og fékk að heyra söguna á bak við það þegar hún komst í tengsl við forsvarsmann Mizuno-umboðsins. „Alexander Petersson er á skósamningi hjá Mizuno og hann reddaði mér Ólympíuskóm," sagði Hrafnhildur en Mizuno framleiddi sérlínu fyrir Ólympíuleikana í London. „Svo fer ég út og hitti þennan Mizuno-mann ásamt konunni hans Alex (Eivor Pála Blöndal) sem er ein besta vinkona mín. Þar lendi ég bara á spjalli við hann og enda á því að koma út með skósamning. Þetta var mjög fyndið og svolítil tilviljun," rifjar Hrafnhildur upp. „Ég er búin að glíma við hásinavandamál og þarf að skipta um skó svo oft. Ég þarf helst að skipta á fjögurra til fimm mánaða fresti og það er því dýrt að þurfa að fara kaupa sér skó á 30 þúsund krónur á fjögurra mánaða fresti," segir Hrafnhildur sem reddaði ekki bara skóm fyrir sjálfa sig. „Ég var síðan í meira sambandi við hann og þá spyr hann hvort að það væru ekki einhverjar stelpur í landsliðinu sem vildu prófa nýju skólínuna þeirra. Út frá því hafði ég samband við landsliðsstelpurnar og reddaði þeim fullt af skóm," segir Hrafnhildur. Stelpurnar fá ekki mörg fríðindi fyrir að halda Íslendingum meðal bestu handboltaþjóða heims. „Það er síðan bara grín hvernig þetta er í kringum okkur. Stelpurnar í 16 ára landsliði kvenna í Danmörku koma drekkhlaðnar af alls konar búningum, vörum og göllum. Þær eru að fá haug gefins fyrir að komast í einhver unglingalandslið en unglingalandsliðin okkar borga sjálf fargjaldið út þegar þau eru að fara að spila," segir Hrafnhildur en hún er ekki reið út í handboltasambandið. „Maður gerir sér alveg grein fyrir því að HSÍ getur ekki gert neitt. Þeir eru að fá sitt hjá einhverjum fyrirtækjum og það er gríðarlega erfitt fyrir þá að ná sér í þessa peninga. Þeir geta ekki verið að borga leikmönnum eða kaupa hitt eða þetta. Það er bara skandall að ríkið skuli ekki styrkja íþróttastarf í landinu," segir Hrafnhildur. „Ég held bara að við þurfum að fara að skófla einhverju íþróttaliði inn á þing. Það er í alvörunni eina lausnin til að það verði eitthvað gert. Íþróttastarf er langbesta forvörnin gegn öllu og það skiptir ótrúlega miklu máli að börn finni sér einhverja íþrótt," segir Hrafnhildur. „Ég held að sjötíu prósent af þeirra fjármagni sé komið inn fá styrktaraðilum sem er bara grín. Þeir þurfa að finna fyrirtæki úti í bæ til að reka landsliðið. Þetta er sorglegt," segir Hrafnhildur og hver veit nema að hún skelli sér í stjórnmálin þegar handboltaskórnir eru komnir upp á hillu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira