Safna pening á netinu til að ljúka við gerð Hross 16. nóvember 2012 15:00 Friðrik Þór Friðriksson, framleiðandi Hross, ásamt leikstjóranum Benedikt Erlingssyni. Þeir safna nú peningum til að geta lokið við gerð hennar. fréttablaðið/vilhelm „Við erum að safna peningum í eftirvinnsluna svo við getum gert þetta vel,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hross. Tökum á henni er lokið og er stefnt á frumsýningu hérlendis næsta haust. Á síðunni Alpha.karolinafund.com óska aðstandendur Hross eftir fjárhagsaðstoð til að geta klárað myndina og vonast þeir til að safna sex og hálfri milljón króna á tveimur mánuðum. Í staðinn fá þeir sem veita aðstoðina eitthvað fyrir sinn snúð. Verðflokkarnir sem koma til greina á síðunni eru sjö. Fyrir rúmar átta hundruð krónur fær fólk persónulegan tölvupóst frá Benedikt þar sem hann þakkar fyrir aðstoðina. Fyrir þann dýrasta, 1,6 milljónir króna eða meira, fær það áritaðan mynddisk, boðsmiða á frumsýningu Hross og kvöldmat með aðstandendum myndarinnar fyrir frumsýninguna. Einnig eru þeir titlaðir meðframleiðendur og geta fengið eitt prósent af ágóðanum. „Við þurfum á hjálp að halda. Ef menn vilja vera meðskapendur að fyrstu íslensku hestamyndinni og góðri kvikmynd þá er þetta tækifærið,“ segir Benedikt. Stutt er síðan Fréttablaðið greindi frá því að tónlistarmaðurinn Pétur Ben notaði þessa sömu vefsíðu til að safna fyrir gerð næstu plötu sinnar. Í staðinn gátu menn fengið áritaða plötu og einkatónleika á Skype. Spurður hvort þetta sé ekki óvenjuleg aðferð til að fjármagna kvikmynd er Benedikt sammála því. „Ég held að þetta hafi ekki verið áður gert með mynd í fullri lengd á Íslandi. Stuttmyndir hafa verið fjármagnaðar í gegnum erlendar síður en við erum að ríða á vaðið, eins og það heitir á hestamáli,“ segir hann og heldur áfram: „Við höfum tvo mánuði til stefnu. Það eru komin tvö prósent. Miðað við Hollywood-myndirnar hérna í sumar þá var fjárhagsáætlunin okkar eitt prósent af þeim peningum sem Hollywood-mennirnir höfðu.“ Kvikmyndasjóður Íslands hefur staðið á bak við Hross, auk einkafjárfesta og er lista yfir þá að finna á síðunni Hrosss.is. freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Við erum að safna peningum í eftirvinnsluna svo við getum gert þetta vel,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hross. Tökum á henni er lokið og er stefnt á frumsýningu hérlendis næsta haust. Á síðunni Alpha.karolinafund.com óska aðstandendur Hross eftir fjárhagsaðstoð til að geta klárað myndina og vonast þeir til að safna sex og hálfri milljón króna á tveimur mánuðum. Í staðinn fá þeir sem veita aðstoðina eitthvað fyrir sinn snúð. Verðflokkarnir sem koma til greina á síðunni eru sjö. Fyrir rúmar átta hundruð krónur fær fólk persónulegan tölvupóst frá Benedikt þar sem hann þakkar fyrir aðstoðina. Fyrir þann dýrasta, 1,6 milljónir króna eða meira, fær það áritaðan mynddisk, boðsmiða á frumsýningu Hross og kvöldmat með aðstandendum myndarinnar fyrir frumsýninguna. Einnig eru þeir titlaðir meðframleiðendur og geta fengið eitt prósent af ágóðanum. „Við þurfum á hjálp að halda. Ef menn vilja vera meðskapendur að fyrstu íslensku hestamyndinni og góðri kvikmynd þá er þetta tækifærið,“ segir Benedikt. Stutt er síðan Fréttablaðið greindi frá því að tónlistarmaðurinn Pétur Ben notaði þessa sömu vefsíðu til að safna fyrir gerð næstu plötu sinnar. Í staðinn gátu menn fengið áritaða plötu og einkatónleika á Skype. Spurður hvort þetta sé ekki óvenjuleg aðferð til að fjármagna kvikmynd er Benedikt sammála því. „Ég held að þetta hafi ekki verið áður gert með mynd í fullri lengd á Íslandi. Stuttmyndir hafa verið fjármagnaðar í gegnum erlendar síður en við erum að ríða á vaðið, eins og það heitir á hestamáli,“ segir hann og heldur áfram: „Við höfum tvo mánuði til stefnu. Það eru komin tvö prósent. Miðað við Hollywood-myndirnar hérna í sumar þá var fjárhagsáætlunin okkar eitt prósent af þeim peningum sem Hollywood-mennirnir höfðu.“ Kvikmyndasjóður Íslands hefur staðið á bak við Hross, auk einkafjárfesta og er lista yfir þá að finna á síðunni Hrosss.is. freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp