Safna pening á netinu til að ljúka við gerð Hross 16. nóvember 2012 15:00 Friðrik Þór Friðriksson, framleiðandi Hross, ásamt leikstjóranum Benedikt Erlingssyni. Þeir safna nú peningum til að geta lokið við gerð hennar. fréttablaðið/vilhelm „Við erum að safna peningum í eftirvinnsluna svo við getum gert þetta vel,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hross. Tökum á henni er lokið og er stefnt á frumsýningu hérlendis næsta haust. Á síðunni Alpha.karolinafund.com óska aðstandendur Hross eftir fjárhagsaðstoð til að geta klárað myndina og vonast þeir til að safna sex og hálfri milljón króna á tveimur mánuðum. Í staðinn fá þeir sem veita aðstoðina eitthvað fyrir sinn snúð. Verðflokkarnir sem koma til greina á síðunni eru sjö. Fyrir rúmar átta hundruð krónur fær fólk persónulegan tölvupóst frá Benedikt þar sem hann þakkar fyrir aðstoðina. Fyrir þann dýrasta, 1,6 milljónir króna eða meira, fær það áritaðan mynddisk, boðsmiða á frumsýningu Hross og kvöldmat með aðstandendum myndarinnar fyrir frumsýninguna. Einnig eru þeir titlaðir meðframleiðendur og geta fengið eitt prósent af ágóðanum. „Við þurfum á hjálp að halda. Ef menn vilja vera meðskapendur að fyrstu íslensku hestamyndinni og góðri kvikmynd þá er þetta tækifærið,“ segir Benedikt. Stutt er síðan Fréttablaðið greindi frá því að tónlistarmaðurinn Pétur Ben notaði þessa sömu vefsíðu til að safna fyrir gerð næstu plötu sinnar. Í staðinn gátu menn fengið áritaða plötu og einkatónleika á Skype. Spurður hvort þetta sé ekki óvenjuleg aðferð til að fjármagna kvikmynd er Benedikt sammála því. „Ég held að þetta hafi ekki verið áður gert með mynd í fullri lengd á Íslandi. Stuttmyndir hafa verið fjármagnaðar í gegnum erlendar síður en við erum að ríða á vaðið, eins og það heitir á hestamáli,“ segir hann og heldur áfram: „Við höfum tvo mánuði til stefnu. Það eru komin tvö prósent. Miðað við Hollywood-myndirnar hérna í sumar þá var fjárhagsáætlunin okkar eitt prósent af þeim peningum sem Hollywood-mennirnir höfðu.“ Kvikmyndasjóður Íslands hefur staðið á bak við Hross, auk einkafjárfesta og er lista yfir þá að finna á síðunni Hrosss.is. freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við erum að safna peningum í eftirvinnsluna svo við getum gert þetta vel,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hross. Tökum á henni er lokið og er stefnt á frumsýningu hérlendis næsta haust. Á síðunni Alpha.karolinafund.com óska aðstandendur Hross eftir fjárhagsaðstoð til að geta klárað myndina og vonast þeir til að safna sex og hálfri milljón króna á tveimur mánuðum. Í staðinn fá þeir sem veita aðstoðina eitthvað fyrir sinn snúð. Verðflokkarnir sem koma til greina á síðunni eru sjö. Fyrir rúmar átta hundruð krónur fær fólk persónulegan tölvupóst frá Benedikt þar sem hann þakkar fyrir aðstoðina. Fyrir þann dýrasta, 1,6 milljónir króna eða meira, fær það áritaðan mynddisk, boðsmiða á frumsýningu Hross og kvöldmat með aðstandendum myndarinnar fyrir frumsýninguna. Einnig eru þeir titlaðir meðframleiðendur og geta fengið eitt prósent af ágóðanum. „Við þurfum á hjálp að halda. Ef menn vilja vera meðskapendur að fyrstu íslensku hestamyndinni og góðri kvikmynd þá er þetta tækifærið,“ segir Benedikt. Stutt er síðan Fréttablaðið greindi frá því að tónlistarmaðurinn Pétur Ben notaði þessa sömu vefsíðu til að safna fyrir gerð næstu plötu sinnar. Í staðinn gátu menn fengið áritaða plötu og einkatónleika á Skype. Spurður hvort þetta sé ekki óvenjuleg aðferð til að fjármagna kvikmynd er Benedikt sammála því. „Ég held að þetta hafi ekki verið áður gert með mynd í fullri lengd á Íslandi. Stuttmyndir hafa verið fjármagnaðar í gegnum erlendar síður en við erum að ríða á vaðið, eins og það heitir á hestamáli,“ segir hann og heldur áfram: „Við höfum tvo mánuði til stefnu. Það eru komin tvö prósent. Miðað við Hollywood-myndirnar hérna í sumar þá var fjárhagsáætlunin okkar eitt prósent af þeim peningum sem Hollywood-mennirnir höfðu.“ Kvikmyndasjóður Íslands hefur staðið á bak við Hross, auk einkafjárfesta og er lista yfir þá að finna á síðunni Hrosss.is. freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira