Orðar bann á almenn lán hjá lífeyrissjóðum kóp skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Björn Valur Gíslason Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að lífeyrissjóðir hafi ekki viljað taka þátt í því að bregðast við efnahagshruninu, hvorki með niðurfellingu skulda né fjárfestingum. Hann segir að þeir skáki í skjóli lánsveða sem séu trygg og vilji því lítið sem ekkert gera. Björn Valur segir að tímabært sé að íhuga breytingar á lögum um lífeyrissjóði, leysist ekki úr málunum. Ekki sé hægt að breyta lögum afturvirkt en huga þurfi að framtíðinni. „Við getum sagt við þá: nú eruð þið að lána einstaklingum til langs tíma, 20, 30, 40 ár. Það er langur tími, það er hálf mannsævi og það getur ýmislegt gerst, eins og dæmin sanna. Dæmin sanna líka að þið eruð ekki tilbúnir til að taka mikinn þátt í því ef eitthvað gerist." Björn Valur vill skoða tvennt. Íhuga þurfi hvort skuldbinda eigi lífeyrissjóðina til að leggja í varasjóð til að bregðast við áföllum. Flestir lánveitendur geri það, en ekki lífeyrissjóðirnir þar sem þeir láni fyrst og fremst út á veð hjá lántakendum. „Hitt væri kannski það sem er auðvitað róttækt að gera, en maður spyr sig í ljósi reynslunnar hvort það sé kannski nauðsynlegt, það er að segja að lífeyrissjóðunum verði hreinlega óheimilt að vera á lánamarkaði til einstaklinga." Séu lífeyrissjóðirnir ekki tilbúnir til þess að bera sömu samfélagslegu ábyrgð gagnvart lántakendum og krafa er gerð um til ríkisins og jafnvel bankanna verði að skoða þetta. „Ef þú vilt þetta ekki þá er bara spurning, ágæti lífeyrissjóður, hvort þú eigir ekki bara að taka þátt í skuldabréfakaupum og gjaldeyriskaupum og slíku, en ekki vera að offra sjóðfélögum með persónulegum lánveitingum." Björn segir að reynt hafi verið að fá lífeyrissjóðina til að taka þátt í ýmsum stórum fjárfestingum, en þeir einatt skorast undan. Þeir vilji hærri vexti en ríkið geti borgað eða sjálft fengið erlendis. Þannig haldi þeir uppi vaxtastigi. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að málefni lífeyrissjóðanna verði rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Raddir um einhvers konar lagasetningu séu orðnar háværari.- Fréttir Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira
Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að lífeyrissjóðir hafi ekki viljað taka þátt í því að bregðast við efnahagshruninu, hvorki með niðurfellingu skulda né fjárfestingum. Hann segir að þeir skáki í skjóli lánsveða sem séu trygg og vilji því lítið sem ekkert gera. Björn Valur segir að tímabært sé að íhuga breytingar á lögum um lífeyrissjóði, leysist ekki úr málunum. Ekki sé hægt að breyta lögum afturvirkt en huga þurfi að framtíðinni. „Við getum sagt við þá: nú eruð þið að lána einstaklingum til langs tíma, 20, 30, 40 ár. Það er langur tími, það er hálf mannsævi og það getur ýmislegt gerst, eins og dæmin sanna. Dæmin sanna líka að þið eruð ekki tilbúnir til að taka mikinn þátt í því ef eitthvað gerist." Björn Valur vill skoða tvennt. Íhuga þurfi hvort skuldbinda eigi lífeyrissjóðina til að leggja í varasjóð til að bregðast við áföllum. Flestir lánveitendur geri það, en ekki lífeyrissjóðirnir þar sem þeir láni fyrst og fremst út á veð hjá lántakendum. „Hitt væri kannski það sem er auðvitað róttækt að gera, en maður spyr sig í ljósi reynslunnar hvort það sé kannski nauðsynlegt, það er að segja að lífeyrissjóðunum verði hreinlega óheimilt að vera á lánamarkaði til einstaklinga." Séu lífeyrissjóðirnir ekki tilbúnir til þess að bera sömu samfélagslegu ábyrgð gagnvart lántakendum og krafa er gerð um til ríkisins og jafnvel bankanna verði að skoða þetta. „Ef þú vilt þetta ekki þá er bara spurning, ágæti lífeyrissjóður, hvort þú eigir ekki bara að taka þátt í skuldabréfakaupum og gjaldeyriskaupum og slíku, en ekki vera að offra sjóðfélögum með persónulegum lánveitingum." Björn segir að reynt hafi verið að fá lífeyrissjóðina til að taka þátt í ýmsum stórum fjárfestingum, en þeir einatt skorast undan. Þeir vilji hærri vexti en ríkið geti borgað eða sjálft fengið erlendis. Þannig haldi þeir uppi vaxtastigi. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að málefni lífeyrissjóðanna verði rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Raddir um einhvers konar lagasetningu séu orðnar háværari.-
Fréttir Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira