Óttast afleiðingar herskipabanns í borginni 22. nóvember 2012 06:00 Herskip Í Reykjavíkurhöfn Erlend ríki hafa skilning á málflutningi borgarstjóra segir aðstoðarmaður hans. Fréttablaðið/Vilhelm Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir þá afstöðu Jóns Gnarr borgarstjóra að banna ætti komur herskipa til Reykjavíkur stefna í voða farsælu björgunarsamstarfi við aðrar þjóðir, sérstaklega Dani og Norðmenn. „Slíkt gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar vegna björgunarhagsmuna Íslendinga í framtíðinni," sagði Kjartan við umræður í borgarstjórn á fimmtudag. „Ólíklegt er að vinaþjóðir kjósi að auka samstarf við Íslendinga í öryggis- og björgunarmálum og rétta hjálparhönd, til dæmis með því að lána þyrlur, ef þær eru um leið látnar finna fyrir því að skip þeirra, þyrlur og flugvélar eru óvelkomnar til sjálfrar höfuðborgar landsins." S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, segir Jón Gnarr hafa rætt við sendiherra erlendra ríkja og bent þeim á að í þessu felist engin óvirðing og alls engin stríðsyfirlýsing. „Þeir taka þessu mjög vel og hafa fullan skilning á þessari „friðleitni" borgarstjóra," segir Björn sem kveður það ókost að samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum séu björgunarskip eins og strandgæsluskip Norðmanna og Dana flokkuð sem herskip. Tæki umrætt bann gildi myndi það á engan hátt eiga við slík björgunarskip. Hætta stafi hins vegar af þungvopnuðum herskipum. „Eins og menn vita eru er ekki gefið upp hver farmur herskipa er. Það getur ógnað öryggi borgarinnar gríðarlega ef kjarnorkuvopn eru um borð í skipi og þau verða fyrir árás eða eitthvað annað ber út af," segir aðstoðarmaðurinn.- gar Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir þá afstöðu Jóns Gnarr borgarstjóra að banna ætti komur herskipa til Reykjavíkur stefna í voða farsælu björgunarsamstarfi við aðrar þjóðir, sérstaklega Dani og Norðmenn. „Slíkt gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar vegna björgunarhagsmuna Íslendinga í framtíðinni," sagði Kjartan við umræður í borgarstjórn á fimmtudag. „Ólíklegt er að vinaþjóðir kjósi að auka samstarf við Íslendinga í öryggis- og björgunarmálum og rétta hjálparhönd, til dæmis með því að lána þyrlur, ef þær eru um leið látnar finna fyrir því að skip þeirra, þyrlur og flugvélar eru óvelkomnar til sjálfrar höfuðborgar landsins." S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, segir Jón Gnarr hafa rætt við sendiherra erlendra ríkja og bent þeim á að í þessu felist engin óvirðing og alls engin stríðsyfirlýsing. „Þeir taka þessu mjög vel og hafa fullan skilning á þessari „friðleitni" borgarstjóra," segir Björn sem kveður það ókost að samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum séu björgunarskip eins og strandgæsluskip Norðmanna og Dana flokkuð sem herskip. Tæki umrætt bann gildi myndi það á engan hátt eiga við slík björgunarskip. Hætta stafi hins vegar af þungvopnuðum herskipum. „Eins og menn vita eru er ekki gefið upp hver farmur herskipa er. Það getur ógnað öryggi borgarinnar gríðarlega ef kjarnorkuvopn eru um borð í skipi og þau verða fyrir árás eða eitthvað annað ber út af," segir aðstoðarmaðurinn.- gar
Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira