Hvað gerist þegar lífið tekur nýja stefnu? 22. nóvember 2012 00:01 Úr sýningu Íslenska dansflokksins Fréttablaðið/Vilhelm Steve Lorenz er höfundur dansverksins …Og þá aldrei framar, eins fjögurra nýrra verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld. Hann er kóreógraf eigin verks, dansar í öðru verki sýningarinnar og er í undanúrslitum í Dans, dans, dans. „Verkið heitir …Og þá aldrei framar og fjallar um ákvarðanir sem fólk þarf að taka í lífi sínu og hvernig þær ákvarðanir breyta lífi þess varanlega," segir Steve Lorenz, höfundur eins fjögurra verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld undir yfirskriftinni Á nýju sviði. „Stundum tekur lífið reyndar af fólki ráðin, það lendir í slysi til dæmis og þarf að aðlagast nýjum aðstæðum og ég er líka að fjalla um hvernig það fer að því." Tónlistin sem dansað er við er samsafn laga sem Steve segir vera „alternative"-tónlist og raftónlist. Steve er höfundur verksins en dansar ekki í því sjálfur. Hann dansar hins vegar í verkinu Ótta eftir Ásgeir Helga Magnússon, Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur og Unni Elísabet Gunnarsdóttur, sem er eitt verkanna fjögurra. Auk þess tekur hann þátt í undanúrslitum Dans, dans, dans á laugardagskvöldið. „Já, þetta er hektísk vika," segir hann. „En ég er ekkert stressaður, bara spenntur og hlakka til að sjá verkið mitt í endanlegri útgáfu. Þarf bara að passa að halda ró minni og skipuleggja mig vel." Spurður hvort ekki sé ósanngjarnt gagnvart öðrum keppendum í Dans, dans, dans að þaulreyndir atvinnudansarar taki þátt segir Steve að hann geti ekki séð það. „Samkvæmisdansararnir eru líka atvinnufólk og hafa tekið þátt í heimsmeistarakeppni. Það hef ég aldrei gert, þannig að ég er lítill fiskur í þessari tjörn. En ég skil samt alveg að fólk velti þessu fyrir sér. Auðvitað hef ég mun meiri reynslu en flestir dansararnir þarna en ég held að þátttaka atvinnudansara hækki standardinn og hvetji hina dansarana til að gera sitt besta. Mér finnst öll atriðin mjög góð og hef ekki séð neinn stórkostlegan mun. Ég þurfti virkilega að leggja hart að mér til að komast áfram síðast." Lífið Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Steve Lorenz er höfundur dansverksins …Og þá aldrei framar, eins fjögurra nýrra verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld. Hann er kóreógraf eigin verks, dansar í öðru verki sýningarinnar og er í undanúrslitum í Dans, dans, dans. „Verkið heitir …Og þá aldrei framar og fjallar um ákvarðanir sem fólk þarf að taka í lífi sínu og hvernig þær ákvarðanir breyta lífi þess varanlega," segir Steve Lorenz, höfundur eins fjögurra verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld undir yfirskriftinni Á nýju sviði. „Stundum tekur lífið reyndar af fólki ráðin, það lendir í slysi til dæmis og þarf að aðlagast nýjum aðstæðum og ég er líka að fjalla um hvernig það fer að því." Tónlistin sem dansað er við er samsafn laga sem Steve segir vera „alternative"-tónlist og raftónlist. Steve er höfundur verksins en dansar ekki í því sjálfur. Hann dansar hins vegar í verkinu Ótta eftir Ásgeir Helga Magnússon, Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur og Unni Elísabet Gunnarsdóttur, sem er eitt verkanna fjögurra. Auk þess tekur hann þátt í undanúrslitum Dans, dans, dans á laugardagskvöldið. „Já, þetta er hektísk vika," segir hann. „En ég er ekkert stressaður, bara spenntur og hlakka til að sjá verkið mitt í endanlegri útgáfu. Þarf bara að passa að halda ró minni og skipuleggja mig vel." Spurður hvort ekki sé ósanngjarnt gagnvart öðrum keppendum í Dans, dans, dans að þaulreyndir atvinnudansarar taki þátt segir Steve að hann geti ekki séð það. „Samkvæmisdansararnir eru líka atvinnufólk og hafa tekið þátt í heimsmeistarakeppni. Það hef ég aldrei gert, þannig að ég er lítill fiskur í þessari tjörn. En ég skil samt alveg að fólk velti þessu fyrir sér. Auðvitað hef ég mun meiri reynslu en flestir dansararnir þarna en ég held að þátttaka atvinnudansara hækki standardinn og hvetji hina dansarana til að gera sitt besta. Mér finnst öll atriðin mjög góð og hef ekki séð neinn stórkostlegan mun. Ég þurfti virkilega að leggja hart að mér til að komast áfram síðast."
Lífið Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira