Einleikur um vændi á Vinnslunni 8. desember 2012 08:00 Lilja Nótt flytur einleik á Norðurpólnum í kvöld með ráðleggingum til þeirra sem hyggjast leggja vændi fyrir sig.Fréttablaðið/Vilhelm "Við erum að skoða hvort það að banna vændi færi það bara lengra undir yfirborðið og geri það þar af leiðandi verra," segir Lilja Nótt Þórarinsdóttir, sem mun flytja einleik eftir Guðmund Inga Þorvaldsson á klósetti fyrir fatlaða á Norðurpólnum í kvöld. "Ég er ósammála Gumma um að það þurfi að ræða þetta, ég vil bara að það sé bannað, en það gerir það bara enn meira spennandi fyrir okkur að vinna saman." Guðmundur Ingi byggir einleikinn á bókinni When Sex Becomes Work eftir hollenska konu sem heitir Mariska Majoor. "Hún er ekki að hvetja fólk til að stunda vændi," segir Guðmundur Ingi, "heldur að tala til þeirra sem eru búnir að ákveða, eða eru alvarlega að velta fyrir sér, að byrja að stunda vændi. Í bókinni heldur hún því fram að ef þú sért búinn að ákveða að byrja sé betra fyrir þig að vita ákveðna hluti en að þurfa að læra með því að reka sig á. Hún er fyrrverandi vændiskona sem stofnaði og heldur úti Prostitute Information Center í Amsterdam og vill meina að eina leiðin til að eiga við vændi sé að lögleiða það." Hvernig kom þetta til? "Hugmyndin og verkstjórnin er algerlega mín en Vinnslan – sviðslistahópur setur þetta upp," segir Guðmundur. "Ekkert okkar er á nokkurn hátt hallt undir vændi. Við viljum bara bera upp þessa spurningu við almenning. Best er að taka fram að verkið er í vinnslu og þetta er fyrsta tilraun." Einleikurinn er hluti af dagskránni Vinnslan 4 þar sem um þrjátíu listamenn koma fram og sýna verk sín. Listamennirnir eru eins ólíkir og þeir eru margir. Þarna koma fram sviðslistamenn, tónlistarmenn, myndlistarmenn, vídeólistamenn, dansarar og fleiri og fleiri. Dagskráin hefst klukkan 20 á laugardagskvöld og stendur til 1 eftir miðnætti. Listrænir stjórnendur Vinnsl-unnar eru Vala Ómarsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, María Kjartansdóttir og Birgir Hilmarsson. Vinnsluna setja þau upp í samvinnu við Alheiminn – Norðurpóllinn. Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Við erum að skoða hvort það að banna vændi færi það bara lengra undir yfirborðið og geri það þar af leiðandi verra," segir Lilja Nótt Þórarinsdóttir, sem mun flytja einleik eftir Guðmund Inga Þorvaldsson á klósetti fyrir fatlaða á Norðurpólnum í kvöld. "Ég er ósammála Gumma um að það þurfi að ræða þetta, ég vil bara að það sé bannað, en það gerir það bara enn meira spennandi fyrir okkur að vinna saman." Guðmundur Ingi byggir einleikinn á bókinni When Sex Becomes Work eftir hollenska konu sem heitir Mariska Majoor. "Hún er ekki að hvetja fólk til að stunda vændi," segir Guðmundur Ingi, "heldur að tala til þeirra sem eru búnir að ákveða, eða eru alvarlega að velta fyrir sér, að byrja að stunda vændi. Í bókinni heldur hún því fram að ef þú sért búinn að ákveða að byrja sé betra fyrir þig að vita ákveðna hluti en að þurfa að læra með því að reka sig á. Hún er fyrrverandi vændiskona sem stofnaði og heldur úti Prostitute Information Center í Amsterdam og vill meina að eina leiðin til að eiga við vændi sé að lögleiða það." Hvernig kom þetta til? "Hugmyndin og verkstjórnin er algerlega mín en Vinnslan – sviðslistahópur setur þetta upp," segir Guðmundur. "Ekkert okkar er á nokkurn hátt hallt undir vændi. Við viljum bara bera upp þessa spurningu við almenning. Best er að taka fram að verkið er í vinnslu og þetta er fyrsta tilraun." Einleikurinn er hluti af dagskránni Vinnslan 4 þar sem um þrjátíu listamenn koma fram og sýna verk sín. Listamennirnir eru eins ólíkir og þeir eru margir. Þarna koma fram sviðslistamenn, tónlistarmenn, myndlistarmenn, vídeólistamenn, dansarar og fleiri og fleiri. Dagskráin hefst klukkan 20 á laugardagskvöld og stendur til 1 eftir miðnætti. Listrænir stjórnendur Vinnsl-unnar eru Vala Ómarsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, María Kjartansdóttir og Birgir Hilmarsson. Vinnsluna setja þau upp í samvinnu við Alheiminn – Norðurpóllinn.
Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira