Platþjóðfélag Þórður Snær Júlíusson skrifar 17. desember 2012 06:00 Stjórnvöld hafa sagt slælegum ársreikningaskilum og kennitöluflakki stríð á hendur. Til stendur að ráðast í róttækar breytingar á starfsumhverfi félaga sem eru með takmarkaða ábyrgð. Starfshópur skilaði um helgina inn tillögum um heimild yfirvalda til að afskrá og slíta félögum, skoða leiðir til að stjórnendur félaga með takmarkaða ábyrgð "axli persónulega ábyrgð" á þeim, endurskoða stofnskilyrði þeirra og ákvæði um lánveitingar þeirra ef þau standa ekki skil á upplýsingum eða starfa lifandi dauð í lengri tíma. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sagði í Fréttablaðinu að það þyrfti "að hreinsa til í þessum einkahlutafélagaskógi. Það þarf að ná því fram að hér séu ekki til þúsundir skúffufélaga þar sem engin sérstök starfsemi er í gangi". Afstaða Steingríms er skiljanleg. Kennitöluflakk hefur þótt jafn sjálfsagt í íslenskum atvinnurekstri og malt og appelsín með jólasteikinni. Hér hafa stór rekstrarfélög líka komist upp með að skila ekki ársreikningum í allt að áratug. Árið 2006 var 1.541 félag í vanskilum með ársreikninga. Árið 2008 var sú tala komin upp í 6.171. Embætti ríkisskattstjóra hefur tekið sér tak á undanförnum árum og gengið harðar fram í baráttu sinni gegn þessu ógagnsæi. Um fimm þúsund félög hafa þó enn ekki skilað inn ársreikningi vegna ársins 2011. Úræði yfirvalda vegna þessa eru hins vegar af skornum skammti. Í dag er hægt að vísa málum stærri félaga sem ekki skila reikningum til meðferðar hjá skattrannsóknarstjóra. Til að teljast stórt félag þarf slíkt þó að uppfylla tvenn af þrennum stærðarmörkum: að eiga eignir sem nema meira en 300 milljónum króna, vera með rekstrartekjur sem eru meiri en 600 milljónir króna eða vera með yfir 50 starfsmenn. Langflest einkahlutafélög á Íslandi eru stofnuð utan um eignaumsýslu. Þau hafa hvorki rekstrartekjur né marga starfsmenn. Einu viðurlögin sem hægt er að beita slík félög eru 250-500 þúsund króna sekt árlega. Óhætt er að fullyrða að margir eigendur þeirra kjósi frekar að borga sektina en að skila inn ársreikningum, enda hafa þeir mikla fjárhagslega hagsmuni af slíkum feluleik. Mörg einkahlutafélög eru enn starfandi þrátt fyrir að hafa skuldað milljarða en vera eignalítil eða -laus. Og nú fer að styttast í að þau séu sloppin. Bráðabirgðaákvæði um riftanir var nefnilega sett inn í lög um gjaldþrotaskipti eftir hrun, sem lengdi hefðbundinn riftunarfrest úr tveimur árum eftir frestdag í fjögur ár. Það ákvæði rennur út í lok þessa mánaðar. Þau félög sem náðu að "þrauka" án þess að fara í þrot, en færðu til eignir á árunum 2008, 2009 og 2010, eru því í vari með þá gerninga verði bráðabirgðaákvæðið ekki endurnýjað. Til framtíðar þarf að loka þessum leiðum ef taka á Ísland alvarlega. Hagsmunasamtök atvinnu- og viðskiptalífs eru að átta sig á því og styðja auknar heimildir skattayfirvalda til aðgerða og eftirlits. Í Fréttablaðinu á þriðjudag sagði Skúli Jónsson, sviðstjóri skráasviðs Ríkisskattstjóra, að viðhorfsbreytingin hefði komið í kjölfar þess að "innan viðskiptalífsins áttuðu menn sig á því að þeir voru ekki að fá greiðslutryggingar erlendis þar sem litið var á Ísland sem einhvers konar platþjóðfélag". Ljóst er að margir Íslendingar deila skoðun hinna erlendu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun
Stjórnvöld hafa sagt slælegum ársreikningaskilum og kennitöluflakki stríð á hendur. Til stendur að ráðast í róttækar breytingar á starfsumhverfi félaga sem eru með takmarkaða ábyrgð. Starfshópur skilaði um helgina inn tillögum um heimild yfirvalda til að afskrá og slíta félögum, skoða leiðir til að stjórnendur félaga með takmarkaða ábyrgð "axli persónulega ábyrgð" á þeim, endurskoða stofnskilyrði þeirra og ákvæði um lánveitingar þeirra ef þau standa ekki skil á upplýsingum eða starfa lifandi dauð í lengri tíma. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sagði í Fréttablaðinu að það þyrfti "að hreinsa til í þessum einkahlutafélagaskógi. Það þarf að ná því fram að hér séu ekki til þúsundir skúffufélaga þar sem engin sérstök starfsemi er í gangi". Afstaða Steingríms er skiljanleg. Kennitöluflakk hefur þótt jafn sjálfsagt í íslenskum atvinnurekstri og malt og appelsín með jólasteikinni. Hér hafa stór rekstrarfélög líka komist upp með að skila ekki ársreikningum í allt að áratug. Árið 2006 var 1.541 félag í vanskilum með ársreikninga. Árið 2008 var sú tala komin upp í 6.171. Embætti ríkisskattstjóra hefur tekið sér tak á undanförnum árum og gengið harðar fram í baráttu sinni gegn þessu ógagnsæi. Um fimm þúsund félög hafa þó enn ekki skilað inn ársreikningi vegna ársins 2011. Úræði yfirvalda vegna þessa eru hins vegar af skornum skammti. Í dag er hægt að vísa málum stærri félaga sem ekki skila reikningum til meðferðar hjá skattrannsóknarstjóra. Til að teljast stórt félag þarf slíkt þó að uppfylla tvenn af þrennum stærðarmörkum: að eiga eignir sem nema meira en 300 milljónum króna, vera með rekstrartekjur sem eru meiri en 600 milljónir króna eða vera með yfir 50 starfsmenn. Langflest einkahlutafélög á Íslandi eru stofnuð utan um eignaumsýslu. Þau hafa hvorki rekstrartekjur né marga starfsmenn. Einu viðurlögin sem hægt er að beita slík félög eru 250-500 þúsund króna sekt árlega. Óhætt er að fullyrða að margir eigendur þeirra kjósi frekar að borga sektina en að skila inn ársreikningum, enda hafa þeir mikla fjárhagslega hagsmuni af slíkum feluleik. Mörg einkahlutafélög eru enn starfandi þrátt fyrir að hafa skuldað milljarða en vera eignalítil eða -laus. Og nú fer að styttast í að þau séu sloppin. Bráðabirgðaákvæði um riftanir var nefnilega sett inn í lög um gjaldþrotaskipti eftir hrun, sem lengdi hefðbundinn riftunarfrest úr tveimur árum eftir frestdag í fjögur ár. Það ákvæði rennur út í lok þessa mánaðar. Þau félög sem náðu að "þrauka" án þess að fara í þrot, en færðu til eignir á árunum 2008, 2009 og 2010, eru því í vari með þá gerninga verði bráðabirgðaákvæðið ekki endurnýjað. Til framtíðar þarf að loka þessum leiðum ef taka á Ísland alvarlega. Hagsmunasamtök atvinnu- og viðskiptalífs eru að átta sig á því og styðja auknar heimildir skattayfirvalda til aðgerða og eftirlits. Í Fréttablaðinu á þriðjudag sagði Skúli Jónsson, sviðstjóri skráasviðs Ríkisskattstjóra, að viðhorfsbreytingin hefði komið í kjölfar þess að "innan viðskiptalífsins áttuðu menn sig á því að þeir voru ekki að fá greiðslutryggingar erlendis þar sem litið var á Ísland sem einhvers konar platþjóðfélag". Ljóst er að margir Íslendingar deila skoðun hinna erlendu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun