Ótrúleg og sönn saga 20. desember 2012 06:00 Átakasaga The Impossible segir frá fjölskyldu sem berst fyrir lífi sínu er hún lendir í miðri flóðbylgjunni sem átti sér stað við Indlandshaf árið 2004. Tugir þúsunda manna fórust annan í jólum árið 2004 þegar allt að tíu metra há flóðbylgja skall á ströndum margra landa við Indlandshaf eftir jarðskjálfta sem átti upptök sín í sjónum vestur af Súmötru. Flóðbylgjan æddi yfir Indlandshaf á gríðarlegum hraða og sökkti um leið hundruðum skipa og upprætti heilu þorpin. Kvikmyndin The Impossible segir sögu fjölskyldu sem lifði af náttúruhamfarirnar. Hjónin Henry og Maria eru stödd á Taílandi ásamt sonum sínum þremur, Simon, Thomas og Lucas, þegar flóðbylgjan skellur skyndilega á að morgni hins 26. desember. Mikil skelfing grípur þá sem fyrir henni verða og berst fólk fyrir lífi sínu á meðan straumurinn rífur með sér allt sem fyrir verður. Þegar látunum linnir hefur fjölskyldunni, líkt og svo mörgum öðrum fjölskyldum, verið sundrað og leita þau nú leiða til að finna hvert annað aftur. Spænski leikstjórinn Juan Antonio Bayona leikstýrir þessari magnþrungnu mynd og lagði hann mikla áherslu á að endurskapa atburðarásina á sem nákvæmasta hátt. Tökur áttu sér stað á stöðum sem urðu hvað harðast úti eftir hamfarirnar og raunverulegir eftirlifendur koma einnig fram í myndinni. Handritið er skrifað af Sergio G. Sánchez, en hann og Bayona unnu einnig saman að gerð hrollvekjunnar El orfanato frá árinu 2007. Naomi Watts og Ewan McGregor fara með hlutverk Mariu og Henry og með hlutverk drengjanna þriggja fara Tom Holland, Samuel Joslin og Oaklee Pendergast. Með önnur hlutverk fara Geraldine Chaplin, Marta Etura og Simon Blyberg. The Impossible hefur víðast hvar hlotið góða dóma. Vefsíðan Rottentomatoes.com gefur henni 83 prósent og áhorfendur gefa henni 96 prósent. Gagnrýnendum eru sammála um að myndin sé sjónrænt meistaraverk og að leikur Naomi Watts og Ewan McGregor glæði myndina enn frekari dýpt. Sumum þykir tilfinningasemin á köflum helst til of mikil og að raunaleg píanólög auki enn frekar á væmnina. Gagnrýnandi The Guardian segir meðal annars að endir The Impossible væri fráleitur ef ekki væri fyrir þá staðreynd að myndin er byggð á sönnum atburðum. Menning Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
Tugir þúsunda manna fórust annan í jólum árið 2004 þegar allt að tíu metra há flóðbylgja skall á ströndum margra landa við Indlandshaf eftir jarðskjálfta sem átti upptök sín í sjónum vestur af Súmötru. Flóðbylgjan æddi yfir Indlandshaf á gríðarlegum hraða og sökkti um leið hundruðum skipa og upprætti heilu þorpin. Kvikmyndin The Impossible segir sögu fjölskyldu sem lifði af náttúruhamfarirnar. Hjónin Henry og Maria eru stödd á Taílandi ásamt sonum sínum þremur, Simon, Thomas og Lucas, þegar flóðbylgjan skellur skyndilega á að morgni hins 26. desember. Mikil skelfing grípur þá sem fyrir henni verða og berst fólk fyrir lífi sínu á meðan straumurinn rífur með sér allt sem fyrir verður. Þegar látunum linnir hefur fjölskyldunni, líkt og svo mörgum öðrum fjölskyldum, verið sundrað og leita þau nú leiða til að finna hvert annað aftur. Spænski leikstjórinn Juan Antonio Bayona leikstýrir þessari magnþrungnu mynd og lagði hann mikla áherslu á að endurskapa atburðarásina á sem nákvæmasta hátt. Tökur áttu sér stað á stöðum sem urðu hvað harðast úti eftir hamfarirnar og raunverulegir eftirlifendur koma einnig fram í myndinni. Handritið er skrifað af Sergio G. Sánchez, en hann og Bayona unnu einnig saman að gerð hrollvekjunnar El orfanato frá árinu 2007. Naomi Watts og Ewan McGregor fara með hlutverk Mariu og Henry og með hlutverk drengjanna þriggja fara Tom Holland, Samuel Joslin og Oaklee Pendergast. Með önnur hlutverk fara Geraldine Chaplin, Marta Etura og Simon Blyberg. The Impossible hefur víðast hvar hlotið góða dóma. Vefsíðan Rottentomatoes.com gefur henni 83 prósent og áhorfendur gefa henni 96 prósent. Gagnrýnendum eru sammála um að myndin sé sjónrænt meistaraverk og að leikur Naomi Watts og Ewan McGregor glæði myndina enn frekari dýpt. Sumum þykir tilfinningasemin á köflum helst til of mikil og að raunaleg píanólög auki enn frekar á væmnina. Gagnrýnandi The Guardian segir meðal annars að endir The Impossible væri fráleitur ef ekki væri fyrir þá staðreynd að myndin er byggð á sönnum atburðum.
Menning Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira