Phelps valinn sá besti í ár Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. desember 2012 07:30 engum líkur Michael Phelps skrifaði íþróttasöguna á árinu sem nú er að líða. Hans afrek verða seint leikin eftir enda einstök.nordicphotos/getty AP-fréttastofan hefur valið sundkappann Michael Phelps íþróttamann ársins. Þetta er í annað sinn sem Phelps fær þessi eftirsóttu verðlaun. LeBron James varð annar. Phelps reynir fyrir sér í golfi þessa dagana. AP-fréttastofan er byrjuð að verðlauna bestu íþróttamenn og þjálfara ársins. Útnefningar fréttastofunnar eru virtar enda stendur valinkunnt fólk á bak við kosningarnar. Sundkappinn Michael Phelps hefur verið útnefndur íþróttamaður ársins árið 2012 hjá AP en hann lagði sundskýluna á hilluna eftir ÓL í London í sumar. Hann steig upp úr lauginni sem fræknasti íþróttamaður í sögu Ólympíuleikanna. „Það er eiginlega bilað að hugsa um allt sem ég hef afrekað og gengið í gegnum. Ég hef haft síðustu mánuði til þess að setjast niður og átta mig á þessu öllu. Ég verð hreinlega fyrir áfalli stundum," sagði Bandaríkjamaðurinn ótrúlegi sem vann fjögur gull og tvö silfur á ÓL í London. Phelps hlaut nú þessi verðlaun í annað sinn en hann fékk aðeins fleiri atkvæði en körfuboltamaðurinn LeBron James. Spretthlauparinn Usain Bolt varð síðan í þriðja sæti. Þetta er mikill heiður fyrir Phelps því aðeins Carl Lewis, Tiger Woods, Lance Armstrong og Michael Jordan hafa hlotið þessi verðlaun oftar en einu sinni. „Þetta er auðvitað mikið afrek því það er til svo ótrúlegt íþróttafólk úti um allan heim. Að fá svona verðlaun toppar algjörlega ferilinn hjá mér." Phelps er aðeins 27 ára gamall og enginn hefur unnið fleiri gullverðlaun en hann í sögu Ólympíuleikanna eins og áður segir. Phelps á 18 gullverðlaunapeninga og 22 verðlaun frá ÓL í heild sinni. Hvoru tveggja met sem líklega verða seint slegin enda enginn íþróttamaður nálægt þessu meti hans. „Þetta er nákvæmlega það sem ég vildi afreka á mínum ferli. Ég get alltaf verið stoltur af þessum árangri." Phelps er gríðarlega hæfileikaríkur íþróttamaður og hann hefur nú ákveðið að helga sig golfíþróttinni. Hann er að vinna með einum þekktasta þjálfara heims, Hank Haney, og er samstarf þeirra tekið upp og verða gerðir þættir um þá félaga á Golf Channel. Phelps var einmitt á leiðinni út á golfvöll með Haney þegar hringt var í hann og honum tilkynnt um verðlaunin frá AP. Afrek hans í sundlauginni gerðu heilmikið fyrir sundíþróttina. Sprengja varð í þátttöku barna, auglýsendur tóku við sér sem aldrei fyrr og áhorf á sundkeppnir jókst upp úr öllu valdi þegar hann var í lauginni. Phelps vann AP-verðlaunin síðast árið 2008 er hann vann átta gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Þá sló hann met Mark Spitz yfir flest gullverðlaun á einum leikum. Við tóku erfiðir tímar hjá sundkappanum. Eftir áralanga þjálfun ákvað hann að prófa að lifa lífinu. Ímynd hans varð þá fyrir miklum skaða þegar náðist mynd af honum reykja kannabis í teiti. Hann var lengi að koma sér í gang og æfa eins og maður fyrir leikana í London. Löngunin í að verða einn besti íþróttamaður allra tíma varð yfirsterkari og hann fór til London og náði þeim árangri sem hann alltaf ætlaði sér. Erlendar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
AP-fréttastofan hefur valið sundkappann Michael Phelps íþróttamann ársins. Þetta er í annað sinn sem Phelps fær þessi eftirsóttu verðlaun. LeBron James varð annar. Phelps reynir fyrir sér í golfi þessa dagana. AP-fréttastofan er byrjuð að verðlauna bestu íþróttamenn og þjálfara ársins. Útnefningar fréttastofunnar eru virtar enda stendur valinkunnt fólk á bak við kosningarnar. Sundkappinn Michael Phelps hefur verið útnefndur íþróttamaður ársins árið 2012 hjá AP en hann lagði sundskýluna á hilluna eftir ÓL í London í sumar. Hann steig upp úr lauginni sem fræknasti íþróttamaður í sögu Ólympíuleikanna. „Það er eiginlega bilað að hugsa um allt sem ég hef afrekað og gengið í gegnum. Ég hef haft síðustu mánuði til þess að setjast niður og átta mig á þessu öllu. Ég verð hreinlega fyrir áfalli stundum," sagði Bandaríkjamaðurinn ótrúlegi sem vann fjögur gull og tvö silfur á ÓL í London. Phelps hlaut nú þessi verðlaun í annað sinn en hann fékk aðeins fleiri atkvæði en körfuboltamaðurinn LeBron James. Spretthlauparinn Usain Bolt varð síðan í þriðja sæti. Þetta er mikill heiður fyrir Phelps því aðeins Carl Lewis, Tiger Woods, Lance Armstrong og Michael Jordan hafa hlotið þessi verðlaun oftar en einu sinni. „Þetta er auðvitað mikið afrek því það er til svo ótrúlegt íþróttafólk úti um allan heim. Að fá svona verðlaun toppar algjörlega ferilinn hjá mér." Phelps er aðeins 27 ára gamall og enginn hefur unnið fleiri gullverðlaun en hann í sögu Ólympíuleikanna eins og áður segir. Phelps á 18 gullverðlaunapeninga og 22 verðlaun frá ÓL í heild sinni. Hvoru tveggja met sem líklega verða seint slegin enda enginn íþróttamaður nálægt þessu meti hans. „Þetta er nákvæmlega það sem ég vildi afreka á mínum ferli. Ég get alltaf verið stoltur af þessum árangri." Phelps er gríðarlega hæfileikaríkur íþróttamaður og hann hefur nú ákveðið að helga sig golfíþróttinni. Hann er að vinna með einum þekktasta þjálfara heims, Hank Haney, og er samstarf þeirra tekið upp og verða gerðir þættir um þá félaga á Golf Channel. Phelps var einmitt á leiðinni út á golfvöll með Haney þegar hringt var í hann og honum tilkynnt um verðlaunin frá AP. Afrek hans í sundlauginni gerðu heilmikið fyrir sundíþróttina. Sprengja varð í þátttöku barna, auglýsendur tóku við sér sem aldrei fyrr og áhorf á sundkeppnir jókst upp úr öllu valdi þegar hann var í lauginni. Phelps vann AP-verðlaunin síðast árið 2008 er hann vann átta gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Þá sló hann met Mark Spitz yfir flest gullverðlaun á einum leikum. Við tóku erfiðir tímar hjá sundkappanum. Eftir áralanga þjálfun ákvað hann að prófa að lifa lífinu. Ímynd hans varð þá fyrir miklum skaða þegar náðist mynd af honum reykja kannabis í teiti. Hann var lengi að koma sér í gang og æfa eins og maður fyrir leikana í London. Löngunin í að verða einn besti íþróttamaður allra tíma varð yfirsterkari og hann fór til London og náði þeim árangri sem hann alltaf ætlaði sér.
Erlendar Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira