Kraftatröllið Audi RS7 15. janúar 2013 12:23 Audi 7-línan er sportútgáfa af Audi A8 Ekki skarta margir fjöldaframleiddir fólksbílar 560 hestöflum, hröðun í hundraðið á 3,9 sekúndum og 305 kílómetra hámarkshraða. Það gerir þó Audi RS7 sem svipt var af hulunni á bílasýningunni í Detroit í gær. Vélin í bílnum er 4,0 lítra V8, en með tveimur túrbínum sem skýrir ógnaraflið. Þrátt fyrir allt þetta afl eyðir bíllinn aðeins 9,8 lítrum. Það skýrist af því að vélin slekkur á fjórum af átta strokkum ef ekki er stigið gáskalega á bensíngjöfina. Ef það er hinsvegar gert koma hinir strokkarnir inn á örfáum hundraðshlutum úr sekúndu. Við vélina er boltuð átta gíra Tiptronic sjálfskipting sem sendir aflið til allra hjólanna, eins og títt er með Audi bíla. Bremsurnar á bílnum eru að sjálfsögðu jafn ógnarlegar og vélin og bremsudiskarnir heilir 39 cm í þvermál. Bíllinn er að mestu byggður á hástyrktarstáli og áli. Fá má hann með loftpúðafjöðrun og er með henni er hægt að lækka bílinn um 20 mm. Þó bíllinn sé með „coupe"-lagi er hann samt með 535 lítra skotti. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent
Audi 7-línan er sportútgáfa af Audi A8 Ekki skarta margir fjöldaframleiddir fólksbílar 560 hestöflum, hröðun í hundraðið á 3,9 sekúndum og 305 kílómetra hámarkshraða. Það gerir þó Audi RS7 sem svipt var af hulunni á bílasýningunni í Detroit í gær. Vélin í bílnum er 4,0 lítra V8, en með tveimur túrbínum sem skýrir ógnaraflið. Þrátt fyrir allt þetta afl eyðir bíllinn aðeins 9,8 lítrum. Það skýrist af því að vélin slekkur á fjórum af átta strokkum ef ekki er stigið gáskalega á bensíngjöfina. Ef það er hinsvegar gert koma hinir strokkarnir inn á örfáum hundraðshlutum úr sekúndu. Við vélina er boltuð átta gíra Tiptronic sjálfskipting sem sendir aflið til allra hjólanna, eins og títt er með Audi bíla. Bremsurnar á bílnum eru að sjálfsögðu jafn ógnarlegar og vélin og bremsudiskarnir heilir 39 cm í þvermál. Bíllinn er að mestu byggður á hástyrktarstáli og áli. Fá má hann með loftpúðafjöðrun og er með henni er hægt að lækka bílinn um 20 mm. Þó bíllinn sé með „coupe"-lagi er hann samt með 535 lítra skotti.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent