Tiger fagnaði sigri á Torrey Pines Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2013 09:15 Mynd/AP Tiger Woods vann sitt 75. PGA-mót á ferlinum í gærkvöldi er hann fagnaði sigri á Farrmers Insurance-mótinu á Torrey Pines-vellinum. Hætta varð leik á sunnudag þegar að Tiger og félagar áttu eftir að spila ellefu síðustu holurnar á lokahringinum. Hann hafði sex högga forystu þegar keppni hófst í gær og náði að halda forystunni allt til loka. Hann endaði á fjórtán höggum undir pari og með fjögurra högga forystu á næsta mann, Brandt Snedeker. Tiger náði þó ekki að spila sitt besta golf í gær. Hann var um tíma með átta högga forystu en missti fjögur högg á síðustu þremur holunum. „Þetta var svolítið ljótt undir lokin. Ég náði ekki að halda einbeitingunni," sagði hann. Aðeins Sam Snead, sem lést árið 2002, hefur unnið fleiri PGA-mót á ferlinum eða 82 talsins. Jack Nicklaus er í þriðja sæti á listanum með 73 sigra. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods vann sitt 75. PGA-mót á ferlinum í gærkvöldi er hann fagnaði sigri á Farrmers Insurance-mótinu á Torrey Pines-vellinum. Hætta varð leik á sunnudag þegar að Tiger og félagar áttu eftir að spila ellefu síðustu holurnar á lokahringinum. Hann hafði sex högga forystu þegar keppni hófst í gær og náði að halda forystunni allt til loka. Hann endaði á fjórtán höggum undir pari og með fjögurra högga forystu á næsta mann, Brandt Snedeker. Tiger náði þó ekki að spila sitt besta golf í gær. Hann var um tíma með átta högga forystu en missti fjögur högg á síðustu þremur holunum. „Þetta var svolítið ljótt undir lokin. Ég náði ekki að halda einbeitingunni," sagði hann. Aðeins Sam Snead, sem lést árið 2002, hefur unnið fleiri PGA-mót á ferlinum eða 82 talsins. Jack Nicklaus er í þriðja sæti á listanum með 73 sigra.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira