Heitustu förðunartrend sumarsins Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 23. janúar 2013 12:00 Í vor og sumar verður af nógu að taka í förðunartískunni. Lífið fékk Ernu Hrund Hermannsdóttur, förðunarfræðing og bloggara hjá Trendnet.is, til að fara í gegnum sína uppáhalds förðunarstrauma í sumartískunni þetta árið ásamt því að gefa okkur góð ráð.Mattar litaðar varir: Litaðar varir verð alltaf vinsælar með hækkandi sól en verða frekar mattari í ár en áður. Það er þó ekki alltaf nauðsynlegt að fjárfesta í nýjum varalit, heldur er gott ráð að setja þunnt tissjú yfir varirnar eftir að varaliturinn er borinn á og strjúka yfir með litlausu púðri eftir á. Einnig er hægt að setja augnskugga í sama lit yfir varirnar.Mattar varir sáust hjá: Burberry Prorsum, Missoni, Prada, Giles og Dries Van Noten.Litrík augu: Sumarlegir og litríkir augnskuggar, eyelinerar og maskarar verða mjög áberandi í sumar. Hjá mörgum hönnuðum voru litirnir notaðir á óvenjulegan hátt, t.d. augnskuggi og maskari í sama lit. Til að halda litunum fallegum og sterkum allan daginn er mjög mikilvægt að nota primer á augnlokin.Litrík augu sáust hjá: Michel Kors, Dior, Anna Sui og Donnu Karan.Sjöundi áratugurinn: Áhrif sjöunda áratugarins voru virkilega áberandi en það var engu líkara en að Twiggy sjálf gengi tískupallana hjá nokkrum hönnuðum. Til að ná 60´s lúkkinu er lykilatriði að skyggja globuslínuna vel með dökkum augnskugga, setja nóg af maskara á augnhárin og ef þið eruð í stuði, setja stök augnhár meðfram neðri augnhárunum til að toppa lúkkið.Áhrif sjöunda áratugsins sáust hjá: Marc Jacobs, Moschino og Louis Vuitton.Nude lúkk: Fullkomin, lýtalaus húð er lykilatriði í nude lúkkinu sem verður áberandi í sumar. Að mínu mati er nauðsynlegt að eiga gott BB krem, og jafnvel að nota það sem primer og setja léttan farða yfir. Ég mæli með BB prep – primer frá MAC og Lumi farðanum frá L'oreal.Nude lúkið sást hjá: Alexander Wang, Alexander McQueen, Roberto Cavalli, Valentino og Balmain.Þykk augnhár: Þetta trend er í miklu uppáhaldi hjá mér fyrir sumarið. Þétt gerviaugnhár eru nauðsynleg fyrir kvöldförðunina. Dags daglega er sniðugt að blekkja augað með því að setja dökka eyelinerlínu bara meðfram efri augnhárunum og þá virðast þau vera þykkari. Þá er líka hægt að nota vatnsheldan eða smitfrían eyeliner til að koma í veg fyrir að línan renni til í sólinni. Svo verður þykkingarmaskari alveg nauðsynlegur, en ég mæli með möskurum sem eru með þéttum og löngum hárum á greiðunni eins og Colossal frá Maybelline eða Diorshow Exstase.Þykk augnhár sáust hjá: Gucci, Armani, Versace, Alltuzarra, og Ralph Lauren. Hægt er að fylgjast með Ernu blogga um snyrtivörur, farðanir og tísku á trendnet.is/reykjavikfashionjournalErna Hrund. Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Í vor og sumar verður af nógu að taka í förðunartískunni. Lífið fékk Ernu Hrund Hermannsdóttur, förðunarfræðing og bloggara hjá Trendnet.is, til að fara í gegnum sína uppáhalds förðunarstrauma í sumartískunni þetta árið ásamt því að gefa okkur góð ráð.Mattar litaðar varir: Litaðar varir verð alltaf vinsælar með hækkandi sól en verða frekar mattari í ár en áður. Það er þó ekki alltaf nauðsynlegt að fjárfesta í nýjum varalit, heldur er gott ráð að setja þunnt tissjú yfir varirnar eftir að varaliturinn er borinn á og strjúka yfir með litlausu púðri eftir á. Einnig er hægt að setja augnskugga í sama lit yfir varirnar.Mattar varir sáust hjá: Burberry Prorsum, Missoni, Prada, Giles og Dries Van Noten.Litrík augu: Sumarlegir og litríkir augnskuggar, eyelinerar og maskarar verða mjög áberandi í sumar. Hjá mörgum hönnuðum voru litirnir notaðir á óvenjulegan hátt, t.d. augnskuggi og maskari í sama lit. Til að halda litunum fallegum og sterkum allan daginn er mjög mikilvægt að nota primer á augnlokin.Litrík augu sáust hjá: Michel Kors, Dior, Anna Sui og Donnu Karan.Sjöundi áratugurinn: Áhrif sjöunda áratugarins voru virkilega áberandi en það var engu líkara en að Twiggy sjálf gengi tískupallana hjá nokkrum hönnuðum. Til að ná 60´s lúkkinu er lykilatriði að skyggja globuslínuna vel með dökkum augnskugga, setja nóg af maskara á augnhárin og ef þið eruð í stuði, setja stök augnhár meðfram neðri augnhárunum til að toppa lúkkið.Áhrif sjöunda áratugsins sáust hjá: Marc Jacobs, Moschino og Louis Vuitton.Nude lúkk: Fullkomin, lýtalaus húð er lykilatriði í nude lúkkinu sem verður áberandi í sumar. Að mínu mati er nauðsynlegt að eiga gott BB krem, og jafnvel að nota það sem primer og setja léttan farða yfir. Ég mæli með BB prep – primer frá MAC og Lumi farðanum frá L'oreal.Nude lúkið sást hjá: Alexander Wang, Alexander McQueen, Roberto Cavalli, Valentino og Balmain.Þykk augnhár: Þetta trend er í miklu uppáhaldi hjá mér fyrir sumarið. Þétt gerviaugnhár eru nauðsynleg fyrir kvöldförðunina. Dags daglega er sniðugt að blekkja augað með því að setja dökka eyelinerlínu bara meðfram efri augnhárunum og þá virðast þau vera þykkari. Þá er líka hægt að nota vatnsheldan eða smitfrían eyeliner til að koma í veg fyrir að línan renni til í sólinni. Svo verður þykkingarmaskari alveg nauðsynlegur, en ég mæli með möskurum sem eru með þéttum og löngum hárum á greiðunni eins og Colossal frá Maybelline eða Diorshow Exstase.Þykk augnhár sáust hjá: Gucci, Armani, Versace, Alltuzarra, og Ralph Lauren. Hægt er að fylgjast með Ernu blogga um snyrtivörur, farðanir og tísku á trendnet.is/reykjavikfashionjournalErna Hrund.
Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira