Eiginkonan þurfti að biðjast afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2013 19:30 Anna Burns Welker og Wes Welker. Mynd/Nordic Photos/Getty Það kom mörgum á óvart þegar New England Patriots datt úr leik í úrslitakeppni ameríska fótboltans um síðustu helgi og eiginkona eins frægasta leikmanns liðsins tók tapinu ekki alltof vel. New England Patriots tapaði þá 13-28 fyrir spútnikliði Baltimore Ravens á sunnudaginn þar sem liðið náði ekki að skora stig í seinni hálfleiknum. Wes Welker, aðalútherji liðsins, átti fínan fyrri hálfleik en eins og fleiri í liðinu þá hvarf hann í þeim seinni. Eiginkona hans Anna Burns Welker fór mikinn á fésbókarsíðu sinni eftir leikinn og reyndi að gera lítið úr aðalhetju Baltimore Ravens liðsins - varnarmanninum Ray Lewis. „Ég er stolt af eiginmanni mínum og Pats-liðinu. En ef einhverjum leiðist farið þá endilega á Wikipedia-síðuna hans Ray Lewis. Sex börn með fjórum konum. Sýknaður af morðákæru þar sem hann borgaði fjölskyldunni á bak við tjöldin. Vei. Þvílíkur Frægðarhallar leikmaður. Sönn fyrirmynd," skrifaði Anna Burns Welker inn á fésbókarsíðu sína. Burns Welker sá síðan að sér, eyddi færslunni af síðunni sinni og sendi í framhaldinu frá sér afsökunarbeiðni. „Ég sé mikið eftir skrifum mínum. Ég lét keppnisskapið og það sem fólk var að skrifa inn á síðuna mína, um liðið sem ég elska, hafa áhrif á mig. Tilfinningarnar báru mig hreinlega ofurliði og ég hugsaði ekki rökrétt. Ég bið Ray Lewis afsökunar sem og alla þá sem skrif mín komu við. Það er mikið afrek að komast í úrslitakeppnina og tímabundin pirringur minn má ekki skyggja á frábæran árangur þessara stórkostlegu liða," sagði í afsökunarbeiðni frá frú Wes Welker. NFL Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sjá meira
Það kom mörgum á óvart þegar New England Patriots datt úr leik í úrslitakeppni ameríska fótboltans um síðustu helgi og eiginkona eins frægasta leikmanns liðsins tók tapinu ekki alltof vel. New England Patriots tapaði þá 13-28 fyrir spútnikliði Baltimore Ravens á sunnudaginn þar sem liðið náði ekki að skora stig í seinni hálfleiknum. Wes Welker, aðalútherji liðsins, átti fínan fyrri hálfleik en eins og fleiri í liðinu þá hvarf hann í þeim seinni. Eiginkona hans Anna Burns Welker fór mikinn á fésbókarsíðu sinni eftir leikinn og reyndi að gera lítið úr aðalhetju Baltimore Ravens liðsins - varnarmanninum Ray Lewis. „Ég er stolt af eiginmanni mínum og Pats-liðinu. En ef einhverjum leiðist farið þá endilega á Wikipedia-síðuna hans Ray Lewis. Sex börn með fjórum konum. Sýknaður af morðákæru þar sem hann borgaði fjölskyldunni á bak við tjöldin. Vei. Þvílíkur Frægðarhallar leikmaður. Sönn fyrirmynd," skrifaði Anna Burns Welker inn á fésbókarsíðu sína. Burns Welker sá síðan að sér, eyddi færslunni af síðunni sinni og sendi í framhaldinu frá sér afsökunarbeiðni. „Ég sé mikið eftir skrifum mínum. Ég lét keppnisskapið og það sem fólk var að skrifa inn á síðuna mína, um liðið sem ég elska, hafa áhrif á mig. Tilfinningarnar báru mig hreinlega ofurliði og ég hugsaði ekki rökrétt. Ég bið Ray Lewis afsökunar sem og alla þá sem skrif mín komu við. Það er mikið afrek að komast í úrslitakeppnina og tímabundin pirringur minn má ekki skyggja á frábæran árangur þessara stórkostlegu liða," sagði í afsökunarbeiðni frá frú Wes Welker.
NFL Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sjá meira