Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2013 19:30 Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum „Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu vitni að því þegar gossprungan opnaðist og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. Hjálmar lést fyrir sjö árum en á Stöð 2 í kvöld lýsti Ólafur upphafi eldgossins í fyrsta sinn í sjónvarpsviðtali. „Allt í einu, eins og hendi sé veifað, þá rifnar bara jörðin fyrir framan okkur," segir Ólafur Gränz í viðtalinu. Brynja Pétursdóttir, sem bjó á Kirkjubæ, í því íbúðarhúsi sem næst stóð upptökunum, greindi frá þeirri upplifun sinni að vakna við eldgos í bæjartúninu og að þurfa að yfirgefa æskuheimili sitt í skyndi og sjá það aldrei aftur. Óvænt gosið varð til þess að upp komst um ungt kærustupar, Helgu og Arnór, sem þá voru 15 og 16 ára. Helga Jónsdóttir horfði út um glugga á risherbergi með kærastanum sínum á sprunguna lengjast, en hún var þó hræddari við að standa frammi fyrir foreldrum sínum, því pilturinn átti að vera farinn heim til sín á miðnætti. Gosið virtist koma flestum á óvart. Nokkrir vægir jarðskjálftar höfðu fundist klukkustundirnar á undan, sá stærsti um þrjú stig, um fimmtán mínútum áður en gossprungan opnaðist. Fyrirboðar eldgossins gætu þó hafa verið fleiri. Þannig áttu sjómenn að hafa tekið eftir því að snjó festi ekki austast á Heimaey, Ólafur Gränz tók eftir jarðsigi tveim dögum áður á svæðinu, og á Kirkjubæ hafði heimilisfólk mátt þola óvenju mikinn músa- og rottugangi mánuðinn á undan. Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira
Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum „Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu vitni að því þegar gossprungan opnaðist og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. Hjálmar lést fyrir sjö árum en á Stöð 2 í kvöld lýsti Ólafur upphafi eldgossins í fyrsta sinn í sjónvarpsviðtali. „Allt í einu, eins og hendi sé veifað, þá rifnar bara jörðin fyrir framan okkur," segir Ólafur Gränz í viðtalinu. Brynja Pétursdóttir, sem bjó á Kirkjubæ, í því íbúðarhúsi sem næst stóð upptökunum, greindi frá þeirri upplifun sinni að vakna við eldgos í bæjartúninu og að þurfa að yfirgefa æskuheimili sitt í skyndi og sjá það aldrei aftur. Óvænt gosið varð til þess að upp komst um ungt kærustupar, Helgu og Arnór, sem þá voru 15 og 16 ára. Helga Jónsdóttir horfði út um glugga á risherbergi með kærastanum sínum á sprunguna lengjast, en hún var þó hræddari við að standa frammi fyrir foreldrum sínum, því pilturinn átti að vera farinn heim til sín á miðnætti. Gosið virtist koma flestum á óvart. Nokkrir vægir jarðskjálftar höfðu fundist klukkustundirnar á undan, sá stærsti um þrjú stig, um fimmtán mínútum áður en gossprungan opnaðist. Fyrirboðar eldgossins gætu þó hafa verið fleiri. Þannig áttu sjómenn að hafa tekið eftir því að snjó festi ekki austast á Heimaey, Ólafur Gränz tók eftir jarðsigi tveim dögum áður á svæðinu, og á Kirkjubæ hafði heimilisfólk mátt þola óvenju mikinn músa- og rottugangi mánuðinn á undan.
Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira