Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2013 19:30 Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum „Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu vitni að því þegar gossprungan opnaðist og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. Hjálmar lést fyrir sjö árum en á Stöð 2 í kvöld lýsti Ólafur upphafi eldgossins í fyrsta sinn í sjónvarpsviðtali. „Allt í einu, eins og hendi sé veifað, þá rifnar bara jörðin fyrir framan okkur," segir Ólafur Gränz í viðtalinu. Brynja Pétursdóttir, sem bjó á Kirkjubæ, í því íbúðarhúsi sem næst stóð upptökunum, greindi frá þeirri upplifun sinni að vakna við eldgos í bæjartúninu og að þurfa að yfirgefa æskuheimili sitt í skyndi og sjá það aldrei aftur. Óvænt gosið varð til þess að upp komst um ungt kærustupar, Helgu og Arnór, sem þá voru 15 og 16 ára. Helga Jónsdóttir horfði út um glugga á risherbergi með kærastanum sínum á sprunguna lengjast, en hún var þó hræddari við að standa frammi fyrir foreldrum sínum, því pilturinn átti að vera farinn heim til sín á miðnætti. Gosið virtist koma flestum á óvart. Nokkrir vægir jarðskjálftar höfðu fundist klukkustundirnar á undan, sá stærsti um þrjú stig, um fimmtán mínútum áður en gossprungan opnaðist. Fyrirboðar eldgossins gætu þó hafa verið fleiri. Þannig áttu sjómenn að hafa tekið eftir því að snjó festi ekki austast á Heimaey, Ólafur Gränz tók eftir jarðsigi tveim dögum áður á svæðinu, og á Kirkjubæ hafði heimilisfólk mátt þola óvenju mikinn músa- og rottugangi mánuðinn á undan. Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum „Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu vitni að því þegar gossprungan opnaðist og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. Hjálmar lést fyrir sjö árum en á Stöð 2 í kvöld lýsti Ólafur upphafi eldgossins í fyrsta sinn í sjónvarpsviðtali. „Allt í einu, eins og hendi sé veifað, þá rifnar bara jörðin fyrir framan okkur," segir Ólafur Gränz í viðtalinu. Brynja Pétursdóttir, sem bjó á Kirkjubæ, í því íbúðarhúsi sem næst stóð upptökunum, greindi frá þeirri upplifun sinni að vakna við eldgos í bæjartúninu og að þurfa að yfirgefa æskuheimili sitt í skyndi og sjá það aldrei aftur. Óvænt gosið varð til þess að upp komst um ungt kærustupar, Helgu og Arnór, sem þá voru 15 og 16 ára. Helga Jónsdóttir horfði út um glugga á risherbergi með kærastanum sínum á sprunguna lengjast, en hún var þó hræddari við að standa frammi fyrir foreldrum sínum, því pilturinn átti að vera farinn heim til sín á miðnætti. Gosið virtist koma flestum á óvart. Nokkrir vægir jarðskjálftar höfðu fundist klukkustundirnar á undan, sá stærsti um þrjú stig, um fimmtán mínútum áður en gossprungan opnaðist. Fyrirboðar eldgossins gætu þó hafa verið fleiri. Þannig áttu sjómenn að hafa tekið eftir því að snjó festi ekki austast á Heimaey, Ólafur Gränz tók eftir jarðsigi tveim dögum áður á svæðinu, og á Kirkjubæ hafði heimilisfólk mátt þola óvenju mikinn músa- og rottugangi mánuðinn á undan.
Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira