Hrafnarnir frá Baltimore unnu leikinn um Ofurskálina 4. febrúar 2013 09:18 Goðsögnin Ray Lewis kvaddi deildina sem meistari. Baltimore Ravens er meistari í NFL-deildinni en liðið vann magnaðan sigur, 34-31, á San Francisco 49ers í Super Bowl í nótt. 49ers var lengi í gang, kom til baka og var ekki fjarri því að stela sigrinum. Það hefur mikið gengið á hjá Ravens í vetur. Eigandi félagsins, Art Modell, féll frá og svo missti liðið andlegan leiðtoga liðsins, Ray Lewis, í meiðsli og þá var ekki bjart fram undan. Lewis kom þó til baka og eftir að hann gaf það út að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið hefur liðið verið ósigrandi og fáir sáu fyrir ótrúlega frammistöðu liðsins í úrslitakeppninni. Joe Flacco, leikstjórnandi Baltimore, fór algjörlega á kostum í fyrri hálfleik. Þrjár af sendingum hans enduðu með snertimarki og Baltimore var mikið betra liðið. Hinn ungi og óreyndi leikstjórandi 49ers, Colin Kaepernick, fann sig aftur á móti engan veginn í fyrri hálfleik. Hann átti verk fyrir höndum í síðari hálfleik en staðan í hálfleik var 21-6 fyrir Baltimore. Síðari hálfleikur byrjaði á versta mögulega hátt fyrir 49ers því Ravens skilaði upphafssparki síðari hálfleiks alla leið í markið. 28-6 og Niners í vondri stöðu. Skömmu síðar sló út rafmagninu í Höllinni og varð að stöðva leikinn í heilar 34 mínútur. Kaepernick og félagar neituðu að gefast upp og komu til baka með látum. Skoruðu 17 stig í röð og náðu mest að minnka muninn í tvö stig, 31-29. Niners fékk tækifæri til þess að stela sigrinum undir lokin en sending Kaepernick misheppnaðist og Ravens fagnaði sætum sigri. Þetta var annar Super Bowl-titill félagsins en félagið vann síðast árið 2000. Joe Flacco var valinn verðmætasti leikmaður leiksins. NFL Tengdar fréttir Twitter logaði í nótt - 5,5 milljónir tístu yfir flutningi Beyoncé Það var nóg um að vera á samskiptamiðlinum Twitter þegar úrslitaleikurinn í NFL fór fram í gærkvöldi. 4. febrúar 2013 13:11 Peterson leikmaður ársins í NFL Hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings var valinn leikmaður ársins í bandarísku NFL-deildinni. Tilkynnt var um valið í nótt. 3. febrúar 2013 10:00 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Baltimore Ravens er meistari í NFL-deildinni en liðið vann magnaðan sigur, 34-31, á San Francisco 49ers í Super Bowl í nótt. 49ers var lengi í gang, kom til baka og var ekki fjarri því að stela sigrinum. Það hefur mikið gengið á hjá Ravens í vetur. Eigandi félagsins, Art Modell, féll frá og svo missti liðið andlegan leiðtoga liðsins, Ray Lewis, í meiðsli og þá var ekki bjart fram undan. Lewis kom þó til baka og eftir að hann gaf það út að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið hefur liðið verið ósigrandi og fáir sáu fyrir ótrúlega frammistöðu liðsins í úrslitakeppninni. Joe Flacco, leikstjórnandi Baltimore, fór algjörlega á kostum í fyrri hálfleik. Þrjár af sendingum hans enduðu með snertimarki og Baltimore var mikið betra liðið. Hinn ungi og óreyndi leikstjórandi 49ers, Colin Kaepernick, fann sig aftur á móti engan veginn í fyrri hálfleik. Hann átti verk fyrir höndum í síðari hálfleik en staðan í hálfleik var 21-6 fyrir Baltimore. Síðari hálfleikur byrjaði á versta mögulega hátt fyrir 49ers því Ravens skilaði upphafssparki síðari hálfleiks alla leið í markið. 28-6 og Niners í vondri stöðu. Skömmu síðar sló út rafmagninu í Höllinni og varð að stöðva leikinn í heilar 34 mínútur. Kaepernick og félagar neituðu að gefast upp og komu til baka með látum. Skoruðu 17 stig í röð og náðu mest að minnka muninn í tvö stig, 31-29. Niners fékk tækifæri til þess að stela sigrinum undir lokin en sending Kaepernick misheppnaðist og Ravens fagnaði sætum sigri. Þetta var annar Super Bowl-titill félagsins en félagið vann síðast árið 2000. Joe Flacco var valinn verðmætasti leikmaður leiksins.
NFL Tengdar fréttir Twitter logaði í nótt - 5,5 milljónir tístu yfir flutningi Beyoncé Það var nóg um að vera á samskiptamiðlinum Twitter þegar úrslitaleikurinn í NFL fór fram í gærkvöldi. 4. febrúar 2013 13:11 Peterson leikmaður ársins í NFL Hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings var valinn leikmaður ársins í bandarísku NFL-deildinni. Tilkynnt var um valið í nótt. 3. febrúar 2013 10:00 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Twitter logaði í nótt - 5,5 milljónir tístu yfir flutningi Beyoncé Það var nóg um að vera á samskiptamiðlinum Twitter þegar úrslitaleikurinn í NFL fór fram í gærkvöldi. 4. febrúar 2013 13:11
Peterson leikmaður ársins í NFL Hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings var valinn leikmaður ársins í bandarísku NFL-deildinni. Tilkynnt var um valið í nótt. 3. febrúar 2013 10:00
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn